Rúnar Alex kvaddi Arsenal með landsliðið í huga en gæti snúið aftur Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 16:01 Rúnar Alex Rúnarsson ver mark OH Leuven í vetur en liðið er um miðja deild í Belgíu. Getty Rúnar Alex Rúnarsson segir erfitt að svara því hvort að hann sækist eftir því að verða hluti af markmannateymi Arsenal á næstu leiktíð eða kjósi að vera hjá öðru félagi þar sem líklegra sé að hann spili fleiri leiki. Rúnar Alex er með íslenska fótboltalandsliðinu á Spáni þar sem liðið mætir Finnlandi á laugardaginn og Spánverjum næsta þriðjudag. Þessi 27 ára KR-ingur skrifaði undir samning til fjögurra ára við Arsenal haustið 2020 en fór að láni til OH Leuven í Belgíu síðasta haust og hefur stimplað sig þar inn sem aðalmarkvörður, eftir að hafa spilað tvo leiki með Arsenal á síðustu leiktíð. Hann kveðst ánægður með að hafa farið til Belgíu: Vildi vera í sem bestri stöðu til að taka við hlutverki Hannesar „Ég var alls ekki svekktur. Það var lítill möguleiki fyrir mig að spila. Arsenal var ekki í Evrópukeppni og þar með færri leikir í boði. Þeir tóku inn annan markmann, endursömdu við tvo unga markmenn, og þetta var bara spurning hvernig þeir vildu setja upp markmannahópinn sinn. Þegar ég fékk möguleikann á að fara að láni og spila leiki í Belgíu þá fannst mér það alltaf vera rétt skref, sérstaklega með landsliðið í huga og þegar maður vissi að Hannes [Þór Halldórsson] væri mögulega að hætta og þessi staða að losna. Þá langaði mig að vera í sem bestri stöðu til að eiga séns á þessari stöðu til næstu ára,“ sagði Rúnar Alex á blaðamannafundi í dag. Rúnar Alex Rúnarsson og Bernd Leno á æfingu hjá Arsenal í ágúst, áður en Rúnar Alex fór að láni til Leuven. Leno gæti verið á förum frá Arsenal í sumar eftir að hafa verið varamarkvörður í vetur.Getty/Stuart MacFarlane „Því sem fer okkar á milli ætla ég að halda fyrir sjálfan mig“ Hann er í góðu sambandi við sína þjálfara hjá Arsenal sem fylgjast náið með hans framgöngu: „Þeir fylgjast með og horfa á alla leiki með mér og ég tala mjög reglulega við þá. Ég er auðvitað áfram leikmaður Arsenal, þó að ég sé að láni í Belgíu, svo ég fæ „feedback“ eftir nánast alla leiki og er í miklu sambandi við þá. Því sem fer okkar á milli ætla ég bara að halda fyrir mig sjálfan. Svo sjáum við til með næsta tímabil. Ég er að einbeita mér að Belgíu og svo tek ég bara stöðuna eftir tímabilið með öllum aðilum,“ segir Rúnar Alex. Aaron Ramsdale hefur stimplað sig vel inn í byrjunarlið Arsenal og verður ugglaust aðalmarkvörður liðsins á næstu leiktíð. Hins vegar er mögulegt að þýski markvörðurinn Bernd Leno fari í sumar. Er freistandi fyrir Rúnar Alex, með tilliti til þess að leikjum Arsenal fjölgar væntanlega með þátttöku í Evrópukeppni, að sækjast eftir því að vera hjá félaginu á næstu leiktíð? „Ég held að það sé rosalega erfitt að svara þessu. Það er aldrei slæmt að vera hluti af markmannateyminu hjá Arsenal, alveg sama hvar þú ert staddur á þínum ferli, en auðvitað væri best fyrir mig að vera að spila leiki og bæta minn leik þannig. Þetta er ekki allt bara undir mér komið, það koma fleiri að þessari ákvörðun, en eins og staðan er í dag einbeiti ég mér bara að Leuven.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira
Rúnar Alex er með íslenska fótboltalandsliðinu á Spáni þar sem liðið mætir Finnlandi á laugardaginn og Spánverjum næsta þriðjudag. Þessi 27 ára KR-ingur skrifaði undir samning til fjögurra ára við Arsenal haustið 2020 en fór að láni til OH Leuven í Belgíu síðasta haust og hefur stimplað sig þar inn sem aðalmarkvörður, eftir að hafa spilað tvo leiki með Arsenal á síðustu leiktíð. Hann kveðst ánægður með að hafa farið til Belgíu: Vildi vera í sem bestri stöðu til að taka við hlutverki Hannesar „Ég var alls ekki svekktur. Það var lítill möguleiki fyrir mig að spila. Arsenal var ekki í Evrópukeppni og þar með færri leikir í boði. Þeir tóku inn annan markmann, endursömdu við tvo unga markmenn, og þetta var bara spurning hvernig þeir vildu setja upp markmannahópinn sinn. Þegar ég fékk möguleikann á að fara að láni og spila leiki í Belgíu þá fannst mér það alltaf vera rétt skref, sérstaklega með landsliðið í huga og þegar maður vissi að Hannes [Þór Halldórsson] væri mögulega að hætta og þessi staða að losna. Þá langaði mig að vera í sem bestri stöðu til að eiga séns á þessari stöðu til næstu ára,“ sagði Rúnar Alex á blaðamannafundi í dag. Rúnar Alex Rúnarsson og Bernd Leno á æfingu hjá Arsenal í ágúst, áður en Rúnar Alex fór að láni til Leuven. Leno gæti verið á förum frá Arsenal í sumar eftir að hafa verið varamarkvörður í vetur.Getty/Stuart MacFarlane „Því sem fer okkar á milli ætla ég að halda fyrir sjálfan mig“ Hann er í góðu sambandi við sína þjálfara hjá Arsenal sem fylgjast náið með hans framgöngu: „Þeir fylgjast með og horfa á alla leiki með mér og ég tala mjög reglulega við þá. Ég er auðvitað áfram leikmaður Arsenal, þó að ég sé að láni í Belgíu, svo ég fæ „feedback“ eftir nánast alla leiki og er í miklu sambandi við þá. Því sem fer okkar á milli ætla ég bara að halda fyrir mig sjálfan. Svo sjáum við til með næsta tímabil. Ég er að einbeita mér að Belgíu og svo tek ég bara stöðuna eftir tímabilið með öllum aðilum,“ segir Rúnar Alex. Aaron Ramsdale hefur stimplað sig vel inn í byrjunarlið Arsenal og verður ugglaust aðalmarkvörður liðsins á næstu leiktíð. Hins vegar er mögulegt að þýski markvörðurinn Bernd Leno fari í sumar. Er freistandi fyrir Rúnar Alex, með tilliti til þess að leikjum Arsenal fjölgar væntanlega með þátttöku í Evrópukeppni, að sækjast eftir því að vera hjá félaginu á næstu leiktíð? „Ég held að það sé rosalega erfitt að svara þessu. Það er aldrei slæmt að vera hluti af markmannateyminu hjá Arsenal, alveg sama hvar þú ert staddur á þínum ferli, en auðvitað væri best fyrir mig að vera að spila leiki og bæta minn leik þannig. Þetta er ekki allt bara undir mér komið, það koma fleiri að þessari ákvörðun, en eins og staðan er í dag einbeiti ég mér bara að Leuven.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira