Bjóða kirkjugestum upp á úkraínska borscht súpu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. mars 2022 12:19 Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur býður kirkjugestum upp á borscht súpu að lokinni messu á morgun. Vísir/Getty Boðið verður upp á úkraínska borscht rauðrófusúpu að lokinni messu í dómkirkjunni á morgun. Dómkirkjuprestur segir mikilvægt að sýna samstöðu en allur ágóði af sölu súpunnar rennur til neyðarsöfnunar hjálparstarfs kirkjunnar. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur var önnum kafin við eldamennsku þegar blaðamaður sló á þráðinn en messan hefst klukkan 11 á morgun, sunnudag. Rauðrófur eru aðaluppistaða í súpunni en þar að auki má finna hvítkál, rótargrænmeti og kartöflur. „Eldrauð úkraínsk súpa verður í boði í safnaðarheimilinu að lokinni messu - og náttúrulega hveitibollur,“ segir Elínborg. Hún bætir við að mikil grænmetis- og hveitiframleiðsla sé í Úkraínu og meðlætið þyki því vel við hæfi. Margt smátt geri eitt stórt Elínborg segir að hugur sé hjá Úkraínumönnum enda hafi hver einasta messa í kirkjunni tileiknuð Úkraínu að einhverju leyti, síðan innrás Rússa hófst. „Á morgun er þessi súpa og allir ágóði rennur til styrktar Úkraínumönnum. Kirkjugestir geta komið í úkraínska súpu á eftir og styrkt neyðarsöfnunina. Það verður sungin úkraínsk miskunnarbæn, úkraínskur sálmur og beðið fyrir friði,“ segir Elínborg. Kirkjugestir borga það sem þeir vilja fyrir súpuna en engum verður vísað frá. Sumir geta gefið lítið og aðrir mikið en margt smátt gerir eitt stórt. „Hugur okkar er náttúrulega hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna stríðsins. Og það er auðvitað skylda okkar allra að leggjast á árarnar, bæði að taka vel á móti flóttafólki, og líka að leggja eitthvað af mörkum. Auðvitað þurfum öll einhverju að fórna til þess að geta gert það.“ Þjóðkirkjan Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur var önnum kafin við eldamennsku þegar blaðamaður sló á þráðinn en messan hefst klukkan 11 á morgun, sunnudag. Rauðrófur eru aðaluppistaða í súpunni en þar að auki má finna hvítkál, rótargrænmeti og kartöflur. „Eldrauð úkraínsk súpa verður í boði í safnaðarheimilinu að lokinni messu - og náttúrulega hveitibollur,“ segir Elínborg. Hún bætir við að mikil grænmetis- og hveitiframleiðsla sé í Úkraínu og meðlætið þyki því vel við hæfi. Margt smátt geri eitt stórt Elínborg segir að hugur sé hjá Úkraínumönnum enda hafi hver einasta messa í kirkjunni tileiknuð Úkraínu að einhverju leyti, síðan innrás Rússa hófst. „Á morgun er þessi súpa og allir ágóði rennur til styrktar Úkraínumönnum. Kirkjugestir geta komið í úkraínska súpu á eftir og styrkt neyðarsöfnunina. Það verður sungin úkraínsk miskunnarbæn, úkraínskur sálmur og beðið fyrir friði,“ segir Elínborg. Kirkjugestir borga það sem þeir vilja fyrir súpuna en engum verður vísað frá. Sumir geta gefið lítið og aðrir mikið en margt smátt gerir eitt stórt. „Hugur okkar er náttúrulega hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna stríðsins. Og það er auðvitað skylda okkar allra að leggjast á árarnar, bæði að taka vel á móti flóttafólki, og líka að leggja eitthvað af mörkum. Auðvitað þurfum öll einhverju að fórna til þess að geta gert það.“
Þjóðkirkjan Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira