Ein leið að þreyta úkraínska herinn til uppgjafar: „Enginn veit hvað Pútín er tilbúinn að ganga langt“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. mars 2022 15:27 Egill Aðalsteinsson „Vandinn er bara að enginn veit hvað Pútín er tilbúinn að ganga langt og að því leytinu til hefur fólk auðvitað áhyggjur. Það er ekkert að sjá, og það er það sem manni finnst svo sársaukafullt. Það er ekki að sjá neitt ljós við enda ganganna,“ segir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð utanríkisráðherra um ástandið í Úkraínu Þórdís Kolbrún ræddi utanríkismálin og innrás Rússa í Úkraínu á Sprengisandi fyrr í dag. Hún segir að það, sem ráðamenn innan vestrænna bandalaga höfðu óttast, hafi orðið að veruleika. Leiðtogar innan bandalaga, til að mynda NATO, hafi verið meðvitaðir um ógnina sem stafaði af Rússum en allir hafi vonað það besta. Óskir ráðamanna hafi hins vegar ekki ræst, og Rússar ráðist af öllu afli inn í Úkraínu. Margt sem geti farið úrskeiðis Þórdís segir að mjög margt geti farið úrskeiðis sem leitt gæti til enn meiri hörmunga. Þreyta og liðsandi hjá rússneska hernum fari versnandi og auðvelt geti verið að gera afdrifarík mistök enda mánuður liðinn frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hugrekkið og baráttuþrek Úkraínumanna sé ótrúlegt en þreytan geti einnig farið að segja til sín hjá her Úkraínu. „Maður heyrir það þegar leiðtogar Úkraínu eru að ávarpa, hvort sem það er Atlantshafsbandalagið, Evrópusambandið eða einstaka þing eins og Selenskí hefur verið mjög duglegur að gera og aðrir ráðherrar líka. Þá finnurðu alveg líka að það er sterkara ákall. Það má líka hugsa að ein leið til þess að taka yfir er ekki endilega með landvinningum heldur líka með þreytustríði. Þreyta úkraínska herinn og almenna borgara til uppgjafar,“ segir Þórdís. Hún bætir við að Úkraínumenn hafi þó gefið út að til þess komi aldrei. Þeir gefist ekki upp. Samskipti ríkisstjórnar við Rússa takmörkuð Þórdís Kolbrún segist skilja að fólk geri athugasemdir við það að rússneski sendiherrann fái áfram að vera á Íslandi. Samskipti við sendiherrann séu þó mjög takmörkuð en hún telur mikilvægt að halda diplómatískum boðleiðum opnum. „Samskiptin eru mjög mjög takmörkuð. Við náttúrulega lásum það að það var kvartað yfir orðum Sigurðar Inga Sigurðssonar. Sú melding skilar sér. Við höfum kallað sendiherrann inn í ráðuneytið nokkrum sinnun en að öðru leyti eru samskiptin mjög takmörkuð. Þessar diplómatísku leiðir og þráður hann er ekki bara mikilvægur á friðartímum, hann er ekki síður mikilvægur á ófriðartímum eða stríðstímum,“ segir ráðherrann. Þakklát fyrir NATO Þórdís Kolbrún segir þjóðaröryggisstefnu Íslands góða. Íslendingar hafi hins vegar að einhverju leyti tekið friði og ró sem sjálfsögðum hlut enda hafi utanríkismálin lítið verið í umræðunni síðustu ár. „En þá er líka gott að finna, segi ég, bæði að þakka fyrir það sem fólk tók ákvörðun um fyrir mörgum mörgum áratugum síðan. Og höfðu þá bæði vit og dómgreind og svona skynsamlegt mat á tilveru okkar hér og það fór aldrei neitt,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við að Íslendingar séu með varnarsamning og eigi aðild að Atlantshafsbandalaginu. Umgjörðin sé til staðar. „Ég tel mjög mikilvægt að þetta kalda hagsmunamat á stöðu okkar hér, og líka, við erum á strategískt mikilvægu svæði. Við höfum hlutverki að gegna til þess að stuðla að því að við vitum hvað er að gerast í kringum okkur. Ekki bara fyrir okkur hér og öryggi okkar heldur líka fyrir svæðin í kringum okkur og fyrir Atlantshafsbandalagið. Og við erum raunverulegir þátttakendur í því samstarfi og eigum þar af leiðandi að vera tilbúin til þess að gera það sem þarf til að bregðast við breyttri heimsmynd hér. Þannig er það bara,“ segir Þórdís Kolbrún Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Vladimír Pútín Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Þórdís Kolbrún ræddi utanríkismálin og innrás Rússa í Úkraínu á Sprengisandi fyrr í dag. Hún segir að það, sem ráðamenn innan vestrænna bandalaga höfðu óttast, hafi orðið að veruleika. Leiðtogar innan bandalaga, til að mynda NATO, hafi verið meðvitaðir um ógnina sem stafaði af Rússum en allir hafi vonað það besta. Óskir ráðamanna hafi hins vegar ekki ræst, og Rússar ráðist af öllu afli inn í Úkraínu. Margt sem geti farið úrskeiðis Þórdís segir að mjög margt geti farið úrskeiðis sem leitt gæti til enn meiri hörmunga. Þreyta og liðsandi hjá rússneska hernum fari versnandi og auðvelt geti verið að gera afdrifarík mistök enda mánuður liðinn frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hugrekkið og baráttuþrek Úkraínumanna sé ótrúlegt en þreytan geti einnig farið að segja til sín hjá her Úkraínu. „Maður heyrir það þegar leiðtogar Úkraínu eru að ávarpa, hvort sem það er Atlantshafsbandalagið, Evrópusambandið eða einstaka þing eins og Selenskí hefur verið mjög duglegur að gera og aðrir ráðherrar líka. Þá finnurðu alveg líka að það er sterkara ákall. Það má líka hugsa að ein leið til þess að taka yfir er ekki endilega með landvinningum heldur líka með þreytustríði. Þreyta úkraínska herinn og almenna borgara til uppgjafar,“ segir Þórdís. Hún bætir við að Úkraínumenn hafi þó gefið út að til þess komi aldrei. Þeir gefist ekki upp. Samskipti ríkisstjórnar við Rússa takmörkuð Þórdís Kolbrún segist skilja að fólk geri athugasemdir við það að rússneski sendiherrann fái áfram að vera á Íslandi. Samskipti við sendiherrann séu þó mjög takmörkuð en hún telur mikilvægt að halda diplómatískum boðleiðum opnum. „Samskiptin eru mjög mjög takmörkuð. Við náttúrulega lásum það að það var kvartað yfir orðum Sigurðar Inga Sigurðssonar. Sú melding skilar sér. Við höfum kallað sendiherrann inn í ráðuneytið nokkrum sinnun en að öðru leyti eru samskiptin mjög takmörkuð. Þessar diplómatísku leiðir og þráður hann er ekki bara mikilvægur á friðartímum, hann er ekki síður mikilvægur á ófriðartímum eða stríðstímum,“ segir ráðherrann. Þakklát fyrir NATO Þórdís Kolbrún segir þjóðaröryggisstefnu Íslands góða. Íslendingar hafi hins vegar að einhverju leyti tekið friði og ró sem sjálfsögðum hlut enda hafi utanríkismálin lítið verið í umræðunni síðustu ár. „En þá er líka gott að finna, segi ég, bæði að þakka fyrir það sem fólk tók ákvörðun um fyrir mörgum mörgum áratugum síðan. Og höfðu þá bæði vit og dómgreind og svona skynsamlegt mat á tilveru okkar hér og það fór aldrei neitt,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við að Íslendingar séu með varnarsamning og eigi aðild að Atlantshafsbandalaginu. Umgjörðin sé til staðar. „Ég tel mjög mikilvægt að þetta kalda hagsmunamat á stöðu okkar hér, og líka, við erum á strategískt mikilvægu svæði. Við höfum hlutverki að gegna til þess að stuðla að því að við vitum hvað er að gerast í kringum okkur. Ekki bara fyrir okkur hér og öryggi okkar heldur líka fyrir svæðin í kringum okkur og fyrir Atlantshafsbandalagið. Og við erum raunverulegir þátttakendur í því samstarfi og eigum þar af leiðandi að vera tilbúin til þess að gera það sem þarf til að bregðast við breyttri heimsmynd hér. Þannig er það bara,“ segir Þórdís Kolbrún Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Vladimír Pútín Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira