Ein leið að þreyta úkraínska herinn til uppgjafar: „Enginn veit hvað Pútín er tilbúinn að ganga langt“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. mars 2022 15:27 Egill Aðalsteinsson „Vandinn er bara að enginn veit hvað Pútín er tilbúinn að ganga langt og að því leytinu til hefur fólk auðvitað áhyggjur. Það er ekkert að sjá, og það er það sem manni finnst svo sársaukafullt. Það er ekki að sjá neitt ljós við enda ganganna,“ segir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð utanríkisráðherra um ástandið í Úkraínu Þórdís Kolbrún ræddi utanríkismálin og innrás Rússa í Úkraínu á Sprengisandi fyrr í dag. Hún segir að það, sem ráðamenn innan vestrænna bandalaga höfðu óttast, hafi orðið að veruleika. Leiðtogar innan bandalaga, til að mynda NATO, hafi verið meðvitaðir um ógnina sem stafaði af Rússum en allir hafi vonað það besta. Óskir ráðamanna hafi hins vegar ekki ræst, og Rússar ráðist af öllu afli inn í Úkraínu. Margt sem geti farið úrskeiðis Þórdís segir að mjög margt geti farið úrskeiðis sem leitt gæti til enn meiri hörmunga. Þreyta og liðsandi hjá rússneska hernum fari versnandi og auðvelt geti verið að gera afdrifarík mistök enda mánuður liðinn frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hugrekkið og baráttuþrek Úkraínumanna sé ótrúlegt en þreytan geti einnig farið að segja til sín hjá her Úkraínu. „Maður heyrir það þegar leiðtogar Úkraínu eru að ávarpa, hvort sem það er Atlantshafsbandalagið, Evrópusambandið eða einstaka þing eins og Selenskí hefur verið mjög duglegur að gera og aðrir ráðherrar líka. Þá finnurðu alveg líka að það er sterkara ákall. Það má líka hugsa að ein leið til þess að taka yfir er ekki endilega með landvinningum heldur líka með þreytustríði. Þreyta úkraínska herinn og almenna borgara til uppgjafar,“ segir Þórdís. Hún bætir við að Úkraínumenn hafi þó gefið út að til þess komi aldrei. Þeir gefist ekki upp. Samskipti ríkisstjórnar við Rússa takmörkuð Þórdís Kolbrún segist skilja að fólk geri athugasemdir við það að rússneski sendiherrann fái áfram að vera á Íslandi. Samskipti við sendiherrann séu þó mjög takmörkuð en hún telur mikilvægt að halda diplómatískum boðleiðum opnum. „Samskiptin eru mjög mjög takmörkuð. Við náttúrulega lásum það að það var kvartað yfir orðum Sigurðar Inga Sigurðssonar. Sú melding skilar sér. Við höfum kallað sendiherrann inn í ráðuneytið nokkrum sinnun en að öðru leyti eru samskiptin mjög takmörkuð. Þessar diplómatísku leiðir og þráður hann er ekki bara mikilvægur á friðartímum, hann er ekki síður mikilvægur á ófriðartímum eða stríðstímum,“ segir ráðherrann. Þakklát fyrir NATO Þórdís Kolbrún segir þjóðaröryggisstefnu Íslands góða. Íslendingar hafi hins vegar að einhverju leyti tekið friði og ró sem sjálfsögðum hlut enda hafi utanríkismálin lítið verið í umræðunni síðustu ár. „En þá er líka gott að finna, segi ég, bæði að þakka fyrir það sem fólk tók ákvörðun um fyrir mörgum mörgum áratugum síðan. Og höfðu þá bæði vit og dómgreind og svona skynsamlegt mat á tilveru okkar hér og það fór aldrei neitt,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við að Íslendingar séu með varnarsamning og eigi aðild að Atlantshafsbandalaginu. Umgjörðin sé til staðar. „Ég tel mjög mikilvægt að þetta kalda hagsmunamat á stöðu okkar hér, og líka, við erum á strategískt mikilvægu svæði. Við höfum hlutverki að gegna til þess að stuðla að því að við vitum hvað er að gerast í kringum okkur. Ekki bara fyrir okkur hér og öryggi okkar heldur líka fyrir svæðin í kringum okkur og fyrir Atlantshafsbandalagið. Og við erum raunverulegir þátttakendur í því samstarfi og eigum þar af leiðandi að vera tilbúin til þess að gera það sem þarf til að bregðast við breyttri heimsmynd hér. Þannig er það bara,“ segir Þórdís Kolbrún Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Vladimír Pútín Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Þórdís Kolbrún ræddi utanríkismálin og innrás Rússa í Úkraínu á Sprengisandi fyrr í dag. Hún segir að það, sem ráðamenn innan vestrænna bandalaga höfðu óttast, hafi orðið að veruleika. Leiðtogar innan bandalaga, til að mynda NATO, hafi verið meðvitaðir um ógnina sem stafaði af Rússum en allir hafi vonað það besta. Óskir ráðamanna hafi hins vegar ekki ræst, og Rússar ráðist af öllu afli inn í Úkraínu. Margt sem geti farið úrskeiðis Þórdís segir að mjög margt geti farið úrskeiðis sem leitt gæti til enn meiri hörmunga. Þreyta og liðsandi hjá rússneska hernum fari versnandi og auðvelt geti verið að gera afdrifarík mistök enda mánuður liðinn frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hugrekkið og baráttuþrek Úkraínumanna sé ótrúlegt en þreytan geti einnig farið að segja til sín hjá her Úkraínu. „Maður heyrir það þegar leiðtogar Úkraínu eru að ávarpa, hvort sem það er Atlantshafsbandalagið, Evrópusambandið eða einstaka þing eins og Selenskí hefur verið mjög duglegur að gera og aðrir ráðherrar líka. Þá finnurðu alveg líka að það er sterkara ákall. Það má líka hugsa að ein leið til þess að taka yfir er ekki endilega með landvinningum heldur líka með þreytustríði. Þreyta úkraínska herinn og almenna borgara til uppgjafar,“ segir Þórdís. Hún bætir við að Úkraínumenn hafi þó gefið út að til þess komi aldrei. Þeir gefist ekki upp. Samskipti ríkisstjórnar við Rússa takmörkuð Þórdís Kolbrún segist skilja að fólk geri athugasemdir við það að rússneski sendiherrann fái áfram að vera á Íslandi. Samskipti við sendiherrann séu þó mjög takmörkuð en hún telur mikilvægt að halda diplómatískum boðleiðum opnum. „Samskiptin eru mjög mjög takmörkuð. Við náttúrulega lásum það að það var kvartað yfir orðum Sigurðar Inga Sigurðssonar. Sú melding skilar sér. Við höfum kallað sendiherrann inn í ráðuneytið nokkrum sinnun en að öðru leyti eru samskiptin mjög takmörkuð. Þessar diplómatísku leiðir og þráður hann er ekki bara mikilvægur á friðartímum, hann er ekki síður mikilvægur á ófriðartímum eða stríðstímum,“ segir ráðherrann. Þakklát fyrir NATO Þórdís Kolbrún segir þjóðaröryggisstefnu Íslands góða. Íslendingar hafi hins vegar að einhverju leyti tekið friði og ró sem sjálfsögðum hlut enda hafi utanríkismálin lítið verið í umræðunni síðustu ár. „En þá er líka gott að finna, segi ég, bæði að þakka fyrir það sem fólk tók ákvörðun um fyrir mörgum mörgum áratugum síðan. Og höfðu þá bæði vit og dómgreind og svona skynsamlegt mat á tilveru okkar hér og það fór aldrei neitt,“ segir Þórdís Kolbrún og bætir við að Íslendingar séu með varnarsamning og eigi aðild að Atlantshafsbandalaginu. Umgjörðin sé til staðar. „Ég tel mjög mikilvægt að þetta kalda hagsmunamat á stöðu okkar hér, og líka, við erum á strategískt mikilvægu svæði. Við höfum hlutverki að gegna til þess að stuðla að því að við vitum hvað er að gerast í kringum okkur. Ekki bara fyrir okkur hér og öryggi okkar heldur líka fyrir svæðin í kringum okkur og fyrir Atlantshafsbandalagið. Og við erum raunverulegir þátttakendur í því samstarfi og eigum þar af leiðandi að vera tilbúin til þess að gera það sem þarf til að bregðast við breyttri heimsmynd hér. Þannig er það bara,“ segir Þórdís Kolbrún Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sprengisandur Vladimír Pútín Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira