Metinu náði hún í síðustu tilraun sinni en hún kastaði tvisvar sinnum lengra en 17 metrar. Hún margbætti því sitt eigið Íslandsmet sem var 16,77 metrar.
Erna var að keppa á Texas Relays frjálsíþrótta mótinu í Bandaríkjunum fyrir Rice háskólann. Hún var í öðru sæti á mótinu en Kayli Johnson vann með varpi upp á 17,62 metra.