Landspítali líklega af neyðarstigi en vandamálin áfram mörg Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 27. mars 2022 18:54 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Arnar Gert er ráð fyrir því að Landspítalinn verði færður af neyðarstigi í vikunni eftir að hafa verið þar í meira en mánuð. Forstjóri spítalans segir þó fleiri úrlausnarefni en kórónuveirufaraldurinn blasa við. „Sem betur fer er faraldurinn á niðurleið og innlögnum smitaðra hefur fækkað en þeir eru enn þá margir inni á spítalanum sem eru lausir úr einangrun og við getum ekki útskrifað,“ sagði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spítalinn var færður á af hættustigi á neyðarstig þann 25. febrúar síðastliðinn, vegna mikils álags sökum Covid-smitaðra sjúklinga, fjölda starfsmanna í einangrun og álags á heilbrigðiskerfið í heild sinni. Þá voru 51 sjúklingur á spítalanum með virka Covid-sýkingu. Samkvæmt tilkynningu spítalans frá því í morgun eru nú 55 inniliggjandi með Covid, þar af 51 með virkt smit. Fleiri álagsvaldar en faraldurinn Runólfur segir að þrátt fyrir að álag á spítalann vegna faraldursins hafi minnkað sé í mörg horn að líta þegar kemur að starfsemi spítalans. „Spítalinn er á hverjum tíma með fjölda einstaklinga sem bíða eftir öðru úrræði, það er nóg af því núna og okkur skortir legurými.“ Hann segir að gott væri ef hægt yrði að koma starfsemi spítalans endanlega í eðlilegan farveg. „Þetta er gömul saga og ný. Við fórum inn í heimsfaraldurinn með 100 prósent rúmanýtingu og heilbrigðisyfirvöld hafa komið okkur til aðstoðar með því að létta undir á þeim tíma sem erfiðast hefur verið. En það fer alltaf í sama farið og við verðum að vinna bug á því í eitt skipti fyrir öll,“ segir Runólfur. Þá hafi inflúensan einnig haft talsverð áhrif á álagið. „Það er þungur róður enn þá, einmitt vegna þess að inflúensan hefur látið á sér kræla allverulega. Það eru metdagar á bráðamóttöku barna, það er álag á bráðamóttökunni hér vegna inflúensu. Það er enn eitt viðbótarvandamálið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Sem betur fer er faraldurinn á niðurleið og innlögnum smitaðra hefur fækkað en þeir eru enn þá margir inni á spítalanum sem eru lausir úr einangrun og við getum ekki útskrifað,“ sagði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spítalinn var færður á af hættustigi á neyðarstig þann 25. febrúar síðastliðinn, vegna mikils álags sökum Covid-smitaðra sjúklinga, fjölda starfsmanna í einangrun og álags á heilbrigðiskerfið í heild sinni. Þá voru 51 sjúklingur á spítalanum með virka Covid-sýkingu. Samkvæmt tilkynningu spítalans frá því í morgun eru nú 55 inniliggjandi með Covid, þar af 51 með virkt smit. Fleiri álagsvaldar en faraldurinn Runólfur segir að þrátt fyrir að álag á spítalann vegna faraldursins hafi minnkað sé í mörg horn að líta þegar kemur að starfsemi spítalans. „Spítalinn er á hverjum tíma með fjölda einstaklinga sem bíða eftir öðru úrræði, það er nóg af því núna og okkur skortir legurými.“ Hann segir að gott væri ef hægt yrði að koma starfsemi spítalans endanlega í eðlilegan farveg. „Þetta er gömul saga og ný. Við fórum inn í heimsfaraldurinn með 100 prósent rúmanýtingu og heilbrigðisyfirvöld hafa komið okkur til aðstoðar með því að létta undir á þeim tíma sem erfiðast hefur verið. En það fer alltaf í sama farið og við verðum að vinna bug á því í eitt skipti fyrir öll,“ segir Runólfur. Þá hafi inflúensan einnig haft talsverð áhrif á álagið. „Það er þungur róður enn þá, einmitt vegna þess að inflúensan hefur látið á sér kræla allverulega. Það eru metdagar á bráðamóttöku barna, það er álag á bráðamóttökunni hér vegna inflúensu. Það er enn eitt viðbótarvandamálið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira