Tíu innlagnir á Landspítala vegna inflúensu síðustu þrjár vikur Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. mars 2022 16:15 Tiltölulega fáir hafa verið lagðir inn á spítala vegna inflúensu það sem af er ári en margir eru nú að greinast. Vísir/Vilhelm Inflúensa er nú í vexti á Íslandi en það sem af er vetri hafa 230 inflúensutilfelli greinst, þar af um 200 á síðustu þremur vikum, auk þess sem 292 tilfelli til viðbótar hafa verið greind án rannsóknar. Þrátt fyrir að Covid-tilfellum fari fækkandi er enn mikið um öndunarfærissýkingar í samfélaginu. Faraldurinn fer mun seinna af stað í ár heldur en á meðalári en engin tilfelli greindust þó síðasta vetur, þegar kórónaveirufaraldurinn var í uppsveiflu. Flest staðfestra tilfella í vetur eru meðal einstaklinga yngri en 15 ára en miðað við aldur eru hlutfallslega flest tilfelli meðal fólks 65 ára og eldri. Að því er kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni eru langflest greind tilfelli af inflúensutegund A en ekkert tilfelli hefur greinst af tegund B. Tíu manns hafa verið lagðir inn á Landspítala vegna inflúensu undanfarnar þrjár vikur. Inflúensan er seinna á ferðinni en áður. Gríðarlegt álag var á heilsugæslunni í síðustu viku vegna inflúensu en Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir álagið hafa verið minna um helgina. Hann segir enn mikið um öndunarfærissýkingar í samfélaginu, þrátt fyrir að Covid sýkingum fari fækkandi og því þurfi fólk að fara varlega. Sóttvarnalæknir ítrekar að bólusetning sé mikilvæg leið til að draga úr alvarleika inflúensu, sérstaklega hjá áhættuhópum, en bóluefni gegn inflúensu er enn til á landinu. „Ekki er vitað hversu árangursrík bólusetningin er til að koma í veg fyrir smit en virknin er venjulega 30–70%. Jafnvel þó að bóluefnin komi ekki í veg fyrir sýkingu þá geta þau komið í veg fyrir alvarleg veikindi,“ segir í tilkynningunni. Helstu einkenni inflúensu eru hár hiti, beinverkir, hálssærindi, hósti og nefrennsli en einkennin koma vanalega fram um tveimur til fjórum dögum eftir smit. Venjulega er fólk smitandi nokkrum klst. áður en einkenni koma fram og í allt að fimm til sjö daga eftir að einkenni byrja. Í þeim tilfellum þar sem inflúensugreining hefur ekki verið staðfest er hvatt til að hefja meðferð með veirulyfinu Tamiflu ef að inflúensulík einkenni eru til staðar og hafa ekki staðið lengur en tvo sólarhringa, hraðgreiningarpróf vegna Covid er neikvætt, og áhættuþættir fyrir alvarlegum inflúensuveikindum eru til staðar. Það er þó mælt með því að staðfesta greiningu með því að senda sýni í rannsókn. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01 Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. 23. mars 2022 20:05 Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. 17. mars 2022 23:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Faraldurinn fer mun seinna af stað í ár heldur en á meðalári en engin tilfelli greindust þó síðasta vetur, þegar kórónaveirufaraldurinn var í uppsveiflu. Flest staðfestra tilfella í vetur eru meðal einstaklinga yngri en 15 ára en miðað við aldur eru hlutfallslega flest tilfelli meðal fólks 65 ára og eldri. Að því er kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni eru langflest greind tilfelli af inflúensutegund A en ekkert tilfelli hefur greinst af tegund B. Tíu manns hafa verið lagðir inn á Landspítala vegna inflúensu undanfarnar þrjár vikur. Inflúensan er seinna á ferðinni en áður. Gríðarlegt álag var á heilsugæslunni í síðustu viku vegna inflúensu en Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir álagið hafa verið minna um helgina. Hann segir enn mikið um öndunarfærissýkingar í samfélaginu, þrátt fyrir að Covid sýkingum fari fækkandi og því þurfi fólk að fara varlega. Sóttvarnalæknir ítrekar að bólusetning sé mikilvæg leið til að draga úr alvarleika inflúensu, sérstaklega hjá áhættuhópum, en bóluefni gegn inflúensu er enn til á landinu. „Ekki er vitað hversu árangursrík bólusetningin er til að koma í veg fyrir smit en virknin er venjulega 30–70%. Jafnvel þó að bóluefnin komi ekki í veg fyrir sýkingu þá geta þau komið í veg fyrir alvarleg veikindi,“ segir í tilkynningunni. Helstu einkenni inflúensu eru hár hiti, beinverkir, hálssærindi, hósti og nefrennsli en einkennin koma vanalega fram um tveimur til fjórum dögum eftir smit. Venjulega er fólk smitandi nokkrum klst. áður en einkenni koma fram og í allt að fimm til sjö daga eftir að einkenni byrja. Í þeim tilfellum þar sem inflúensugreining hefur ekki verið staðfest er hvatt til að hefja meðferð með veirulyfinu Tamiflu ef að inflúensulík einkenni eru til staðar og hafa ekki staðið lengur en tvo sólarhringa, hraðgreiningarpróf vegna Covid er neikvætt, og áhættuþættir fyrir alvarlegum inflúensuveikindum eru til staðar. Það er þó mælt með því að staðfesta greiningu með því að senda sýni í rannsókn.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01 Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. 23. mars 2022 20:05 Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. 17. mars 2022 23:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins. 26. mars 2022 14:01
Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. 23. mars 2022 20:05
Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. 17. mars 2022 23:01