Fiskeldi í Seyðisfirði – töfralausn eða tímaskekkja? Elvar Snær Kristjánsson skrifar 28. mars 2022 20:00 Ég held að það sé rétt að byrja á að fara yfir nokkrar staðreyndir um fiskeldi í Seyðisfirði. Þetta eldi sem nú um ræðir er ekki nýtt af nálinni. Ferlið hefur verið langt og strangt. Það hefur farið í gegnum a.m.k. þrjár bæjar/sveitarstjórnir til umsagnar. Fjörðurinn hefur verið rannsakaður og metinn af þar til gerðum stofnunum og sérfræðingum. Burðarþolsmat fjarðarins var metið 10.000 tonn af frjóum laxi, þ.e. fjörðurinn var talinn geta borið 10.000 af laxi í sjókvíum miðað við dýpi, strauma, hitastig o.fl. og svæðin undir kvíum talin geta hreinsað sig eftir hvíld í a.m.k. þrjá mánuði. Eftir hættumat var burðarþoli breytt í 6.500 tonn af frjóum laxi og 3.500 tonn af ófrjóum. Þetta var gert til að minnka líkur á erfðablöndun verði slysasleppingar. Skipulagsvaldið á að vera hjá sveitarfélaginu Ég held að við getum flest öll verið sammála um að skipulagsvald og þar með talið leyfisveitingar ættu að liggja hjá sveitarfélaginu sem það er ekki í dag. Tekjur af kvíum ættu að renna til þess sveitafélags sem þær eru í. Ég held líka að við getum verið sammála um að koma fiskeldis færa störf í bæinn þó svo að við vitum kannski ekki nákvæmlega hversu mörg né um öll afleiddu áhrifin, jákvæð sem neikvæð. Aukin umsvif fiskeldis setur kröfu um stækkun flugvallarins á Egilsstöðum þar sem stórar flutningsflugvélar þurfa lengri braut til að geta tekið á loft. Stækkun flugvallarins eykur möguleika á beinu utanlands flugi. Það kemur sér vel fyrir íbúa Austurlands auk þess sem vænta má fjölgun ferðamanna á svæðinu með tilheyrandi tekjuaukningu fyrir ferðamannaiðnaðinn í fjórðungnum. Bæði neikvæð og jákvæð áhrif En er fiskeldi bara svona frábært? Að mínu mati er fiskeldi enginn töfralausn fyrir Seyðfirðinga. Það er ekki töfralausn þegar kemur að því að auka við fjölbreytni atvinnulífsins á staðnum en það er vissulega kærkomin viðbót og bætir við möguleika fólks. Mögulega eru ófyrirséð neikvæð afleidd áhrif líkt og það eru mögulega ófyrirséð afleidd jákvæð áhrif. Fiskeldi hefur sínar neikvæðu hliðar og ég tel að það hafi haft sitt að segja á sínum tíma þegar ákveðið var að gefa heimafólki ekki skipulagsvaldið þegar kemur að fiskeldi í sjó. Það þarf að hafa vit fyrir okkur. Við vitum ekki hvað er okkur fyrir bestu...eða hvað? Ef það hefur verið tilfellið þegar lög um fiskeldi voru samþykkt að kjörnum fulltrúm hafi ekki verið treyst til að taka slíkar ákvarðanir sökum þess að almannahagur sé í húfi er ég því ósammála. Þrátt fyrir að umræðan að undaförnu hefur oft á tíðum verið óvægin, ómálefnaleg, dónaleg og jafnvel haft í hótunum tel ég að kjörnir fulltrúar sveitafélagsins eigi að hafa lokaorðið þegar kemur að ákvörðun um fiskeldi í sjó. Sveitarfélög eiga að hafa heimild til að innheimta gjöld fyrir kvíar þar sem þær eru staðsettar líkt og gjöld vegna slátrunar sem skila sér til þess sveitarfélags sem slátrunin fer fram. Þó svo að mín skoðun sé að sveitastjórn eigi að sjá um leyfisveitingar fiskeldis er sjálfsagt að kanna hug íbúa sé það gert á faglegan hátt. Það þarf að kynna kosti og galla eftir bestu getu og könnunin á að vera leynileg þar sem hver og einn getur svarað slíkri könnum á netinu heima hjá sér. Fiskeldi skiptir ekki sköpum en er góð viðbót og skapar tækifæri Ég er ekki viss um að fiskeldi muni skipta Seyðfirðinga eða Múlaþing sköpum og ég held að flestir séu sammála um að sjókvíar séu ekkert augnakonfekt en ég er hins vegar þeirrar skoðunar að fiskeldi sé ekki eins hræðilegt og sumir vilja vera láta og samkvæmt sérfræðingum hefur það ekki skaðleg áhrif til langs tíma og er öll framkvæmdin afturkræf. Undanfarin ár eða jafnvel áratug hefur fátt breyst til að auka fjölbreytni atvinnulífsins á Seyðisfirði og þegar hriktir í stoðum þess eins og gerði hér í kjölfar skriðanna 2020 höfum við ekki efni á að slá hendinni á móti þeim sem eru reiðubúnir til að taka þá áhættu sem fylgir slíkri atvinnuuppbyggingu. Niðurstaða mín er því sú að fiskeldi í Seyðisfirði er hvorki töfralausn né tímaskekkja heldur tækifæri sem skynsamlegt er að skoða nánar og sjá hvaða möguleikar eru í boði. Hvaða atvinnumöguleikar eru í boði fyrir íbúa og aðra sem sjá tækifæri til að setjast að í sveitarfélaginu? Hvaða tekjumöguleikar eru í boði fyrir sveitarfélagið? Hvaða samlegðarmöguleikar eru í boði fyrir önnur fyrirtæki? Hvaða ónýttu nýsköpunarmöguleikar eru til staðar? Tækifærin eru til staðar, það þarf bara að koma auga á þau og nýta sér þau. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi og íbúi á Seyðisfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fiskeldi Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ég held að það sé rétt að byrja á að fara yfir nokkrar staðreyndir um fiskeldi í Seyðisfirði. Þetta eldi sem nú um ræðir er ekki nýtt af nálinni. Ferlið hefur verið langt og strangt. Það hefur farið í gegnum a.m.k. þrjár bæjar/sveitarstjórnir til umsagnar. Fjörðurinn hefur verið rannsakaður og metinn af þar til gerðum stofnunum og sérfræðingum. Burðarþolsmat fjarðarins var metið 10.000 tonn af frjóum laxi, þ.e. fjörðurinn var talinn geta borið 10.000 af laxi í sjókvíum miðað við dýpi, strauma, hitastig o.fl. og svæðin undir kvíum talin geta hreinsað sig eftir hvíld í a.m.k. þrjá mánuði. Eftir hættumat var burðarþoli breytt í 6.500 tonn af frjóum laxi og 3.500 tonn af ófrjóum. Þetta var gert til að minnka líkur á erfðablöndun verði slysasleppingar. Skipulagsvaldið á að vera hjá sveitarfélaginu Ég held að við getum flest öll verið sammála um að skipulagsvald og þar með talið leyfisveitingar ættu að liggja hjá sveitarfélaginu sem það er ekki í dag. Tekjur af kvíum ættu að renna til þess sveitafélags sem þær eru í. Ég held líka að við getum verið sammála um að koma fiskeldis færa störf í bæinn þó svo að við vitum kannski ekki nákvæmlega hversu mörg né um öll afleiddu áhrifin, jákvæð sem neikvæð. Aukin umsvif fiskeldis setur kröfu um stækkun flugvallarins á Egilsstöðum þar sem stórar flutningsflugvélar þurfa lengri braut til að geta tekið á loft. Stækkun flugvallarins eykur möguleika á beinu utanlands flugi. Það kemur sér vel fyrir íbúa Austurlands auk þess sem vænta má fjölgun ferðamanna á svæðinu með tilheyrandi tekjuaukningu fyrir ferðamannaiðnaðinn í fjórðungnum. Bæði neikvæð og jákvæð áhrif En er fiskeldi bara svona frábært? Að mínu mati er fiskeldi enginn töfralausn fyrir Seyðfirðinga. Það er ekki töfralausn þegar kemur að því að auka við fjölbreytni atvinnulífsins á staðnum en það er vissulega kærkomin viðbót og bætir við möguleika fólks. Mögulega eru ófyrirséð neikvæð afleidd áhrif líkt og það eru mögulega ófyrirséð afleidd jákvæð áhrif. Fiskeldi hefur sínar neikvæðu hliðar og ég tel að það hafi haft sitt að segja á sínum tíma þegar ákveðið var að gefa heimafólki ekki skipulagsvaldið þegar kemur að fiskeldi í sjó. Það þarf að hafa vit fyrir okkur. Við vitum ekki hvað er okkur fyrir bestu...eða hvað? Ef það hefur verið tilfellið þegar lög um fiskeldi voru samþykkt að kjörnum fulltrúm hafi ekki verið treyst til að taka slíkar ákvarðanir sökum þess að almannahagur sé í húfi er ég því ósammála. Þrátt fyrir að umræðan að undaförnu hefur oft á tíðum verið óvægin, ómálefnaleg, dónaleg og jafnvel haft í hótunum tel ég að kjörnir fulltrúar sveitafélagsins eigi að hafa lokaorðið þegar kemur að ákvörðun um fiskeldi í sjó. Sveitarfélög eiga að hafa heimild til að innheimta gjöld fyrir kvíar þar sem þær eru staðsettar líkt og gjöld vegna slátrunar sem skila sér til þess sveitarfélags sem slátrunin fer fram. Þó svo að mín skoðun sé að sveitastjórn eigi að sjá um leyfisveitingar fiskeldis er sjálfsagt að kanna hug íbúa sé það gert á faglegan hátt. Það þarf að kynna kosti og galla eftir bestu getu og könnunin á að vera leynileg þar sem hver og einn getur svarað slíkri könnum á netinu heima hjá sér. Fiskeldi skiptir ekki sköpum en er góð viðbót og skapar tækifæri Ég er ekki viss um að fiskeldi muni skipta Seyðfirðinga eða Múlaþing sköpum og ég held að flestir séu sammála um að sjókvíar séu ekkert augnakonfekt en ég er hins vegar þeirrar skoðunar að fiskeldi sé ekki eins hræðilegt og sumir vilja vera láta og samkvæmt sérfræðingum hefur það ekki skaðleg áhrif til langs tíma og er öll framkvæmdin afturkræf. Undanfarin ár eða jafnvel áratug hefur fátt breyst til að auka fjölbreytni atvinnulífsins á Seyðisfirði og þegar hriktir í stoðum þess eins og gerði hér í kjölfar skriðanna 2020 höfum við ekki efni á að slá hendinni á móti þeim sem eru reiðubúnir til að taka þá áhættu sem fylgir slíkri atvinnuuppbyggingu. Niðurstaða mín er því sú að fiskeldi í Seyðisfirði er hvorki töfralausn né tímaskekkja heldur tækifæri sem skynsamlegt er að skoða nánar og sjá hvaða möguleikar eru í boði. Hvaða atvinnumöguleikar eru í boði fyrir íbúa og aðra sem sjá tækifæri til að setjast að í sveitarfélaginu? Hvaða tekjumöguleikar eru í boði fyrir sveitarfélagið? Hvaða samlegðarmöguleikar eru í boði fyrir önnur fyrirtæki? Hvaða ónýttu nýsköpunarmöguleikar eru til staðar? Tækifærin eru til staðar, það þarf bara að koma auga á þau og nýta sér þau. Höfundur er sveitastjórnarfulltrúi og íbúi á Seyðisfirði
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar