Hugvitsamlegar kjaraviðræður? Einar Mäntylä skrifar 29. mars 2022 08:02 „Allir vinna“ er markmið þar sem hagsmunir aðila fara saman og eru líklegir til að leiða til samninga sem halda til lengri tíma. Þá gildir að koma auga á tækfærin sem skila verðmætasköpun til beggja aðila. Tilgangur þessarar greinar er að benda aðilum vinnumarkaðarins á einmitt slíkt tækifæri sem gagnast báðum aðilum en hefur ekki verið hluti af kjarasamningum hingað til, svo undirrituðum sé kunnugt. Við lifum í þekkingarsamfélagi þar sem þekking og hugvit eru auðlind sem jafna má við kvótaeign innan sjávarútvegsins. Enn á það við að þeir fiska sem róa. Fyrirtæki sem meta hugvit til verðmæta og meðhöndla það sem slíkt vernda hugverkin og standa betur í samkeppni við fyrirtæki sem ekki sinna hugverkavernd. Atvinnurekendur sem hvetja starfsmenn sína til nýsköpunar efla og styrkja grundvöll fyrirtækisins í leiðinni. Samkvæmt landslögum ( nr. 72/2004) á vinnuveitandi, hvort sem um er að ræða ríkisstofnun eða einkafyrirtæki, rétt á uppfinningu starfsmanns og getur varið hana með einkaleyfisumsókn og tekur á sig kostnaðinn við einkaleyfaferlið en umbunar starfsmanninum. Í nútíma þekkingarsamfélagi er þetta fyrirkomulag sem ætti að gagnast bæði atvinnuveitandanum og starfsmanninum/uppfinningamanninum og bæta samkeppnishæfni fyrirtækisins, sem sagt, „allir vinna“. Virk hugverkavernd verður stöðugt mikilvægari fyrir verðmætasköpun í samfélaginu. Nýlega komu fram gögn sem sýna með sláandi skýrum hætti mikilvægi hugverkaverndar og hvernig það gagnast öllum, atvinnurekendum, eigendum, launþegum og samfélaginu. Evrópska einkaleyfastofan EPO birti skýrslu á síðasta ári þar sem könnuð voru yfir 127 þúsund fyrirtæki í öllum 28 meðlimalöndum EB. Þar voru fyrirtæki sem höfðu hugverk vernduð (einkaleyfi, vörumerki, hönnun) borin saman við fyrirtæki sem ekki áttu nein varin hugverk. Leiðrétt var fyrir þáttum eins og stærð, atvinnugrein og landi til þess að samanburðurinn gæfi sem réttasta mynd. Fyrrirtæki sem vernda hugverkin sín eru stærri, arðbærari og borga betri laun Munurinn var athyglisverður: Fyrirtæki sem eiga einhver hugverk eru að meðaltali 164% stærri (13,5 starfsmenn) en fyrirtæki í sama geira sem ekki eiga nein hugverk (5,1 starfsmaður) og fyrirtæki sem eiga einkaleyfi eða verndaða hönnun í viðkomandi geira eru áberandi stærri (um 465% stærri og með 29 starfsmenn). Tekjur fyrirtækis per starfsmann eru að meðaltali um 20% hærri hjá fyrirtækjum með einhver vernduð hugverk, tekjur fyrirtækis með einkaleyfi eru 36% hærri og með hönnunarvernd 32% hærri en fyrirtækja í sama geira sem ekki eiga slík vernduð hugverk. Laun starfsmanna fyrirtækja sem ekki hafa verndað hugverk eru 17,4% lægri en hjá fyrirtækjum sem eiga vörumerki, 29,7% lægri en hjá fyrirtækjum sem eiga skráða hönnun og heilum 52% lægri en hjá þeim fyrirtækjum sem eiga einkaleyfi. Í stuttu máli, fyrirtæki sem virða hugvit og vernda hugverkin sín með vörumerki, einkaleyfi, eða hönnunarvernd, eru einfaldlega stærri, arðbærari og borga betri laun. Hugverkavernd borgar sig ef marka má 127.199 fyrirtæki í Evrópu. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál aðila vinnumarkaðarins í komandi kjarasamningum að samningar hvetji sérstaklega til hugverkaverndar og nýsköpunar. Því þannig vinna allir, bæði atvinnurekendur og launþegar í þekkingarsamfélagi sem við viljum tilheyra. Höfundur er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Allir vinna“ er markmið þar sem hagsmunir aðila fara saman og eru líklegir til að leiða til samninga sem halda til lengri tíma. Þá gildir að koma auga á tækfærin sem skila verðmætasköpun til beggja aðila. Tilgangur þessarar greinar er að benda aðilum vinnumarkaðarins á einmitt slíkt tækifæri sem gagnast báðum aðilum en hefur ekki verið hluti af kjarasamningum hingað til, svo undirrituðum sé kunnugt. Við lifum í þekkingarsamfélagi þar sem þekking og hugvit eru auðlind sem jafna má við kvótaeign innan sjávarútvegsins. Enn á það við að þeir fiska sem róa. Fyrirtæki sem meta hugvit til verðmæta og meðhöndla það sem slíkt vernda hugverkin og standa betur í samkeppni við fyrirtæki sem ekki sinna hugverkavernd. Atvinnurekendur sem hvetja starfsmenn sína til nýsköpunar efla og styrkja grundvöll fyrirtækisins í leiðinni. Samkvæmt landslögum ( nr. 72/2004) á vinnuveitandi, hvort sem um er að ræða ríkisstofnun eða einkafyrirtæki, rétt á uppfinningu starfsmanns og getur varið hana með einkaleyfisumsókn og tekur á sig kostnaðinn við einkaleyfaferlið en umbunar starfsmanninum. Í nútíma þekkingarsamfélagi er þetta fyrirkomulag sem ætti að gagnast bæði atvinnuveitandanum og starfsmanninum/uppfinningamanninum og bæta samkeppnishæfni fyrirtækisins, sem sagt, „allir vinna“. Virk hugverkavernd verður stöðugt mikilvægari fyrir verðmætasköpun í samfélaginu. Nýlega komu fram gögn sem sýna með sláandi skýrum hætti mikilvægi hugverkaverndar og hvernig það gagnast öllum, atvinnurekendum, eigendum, launþegum og samfélaginu. Evrópska einkaleyfastofan EPO birti skýrslu á síðasta ári þar sem könnuð voru yfir 127 þúsund fyrirtæki í öllum 28 meðlimalöndum EB. Þar voru fyrirtæki sem höfðu hugverk vernduð (einkaleyfi, vörumerki, hönnun) borin saman við fyrirtæki sem ekki áttu nein varin hugverk. Leiðrétt var fyrir þáttum eins og stærð, atvinnugrein og landi til þess að samanburðurinn gæfi sem réttasta mynd. Fyrrirtæki sem vernda hugverkin sín eru stærri, arðbærari og borga betri laun Munurinn var athyglisverður: Fyrirtæki sem eiga einhver hugverk eru að meðaltali 164% stærri (13,5 starfsmenn) en fyrirtæki í sama geira sem ekki eiga nein hugverk (5,1 starfsmaður) og fyrirtæki sem eiga einkaleyfi eða verndaða hönnun í viðkomandi geira eru áberandi stærri (um 465% stærri og með 29 starfsmenn). Tekjur fyrirtækis per starfsmann eru að meðaltali um 20% hærri hjá fyrirtækjum með einhver vernduð hugverk, tekjur fyrirtækis með einkaleyfi eru 36% hærri og með hönnunarvernd 32% hærri en fyrirtækja í sama geira sem ekki eiga slík vernduð hugverk. Laun starfsmanna fyrirtækja sem ekki hafa verndað hugverk eru 17,4% lægri en hjá fyrirtækjum sem eiga vörumerki, 29,7% lægri en hjá fyrirtækjum sem eiga skráða hönnun og heilum 52% lægri en hjá þeim fyrirtækjum sem eiga einkaleyfi. Í stuttu máli, fyrirtæki sem virða hugvit og vernda hugverkin sín með vörumerki, einkaleyfi, eða hönnunarvernd, eru einfaldlega stærri, arðbærari og borga betri laun. Hugverkavernd borgar sig ef marka má 127.199 fyrirtæki í Evrópu. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál aðila vinnumarkaðarins í komandi kjarasamningum að samningar hvetji sérstaklega til hugverkaverndar og nýsköpunar. Því þannig vinna allir, bæði atvinnurekendur og launþegar í þekkingarsamfélagi sem við viljum tilheyra. Höfundur er framkvæmdastjóri Auðnu tæknitorgs.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun