Landsbanki og Arion banki nú meðal stærstu hluthafa í Íslandsbanka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2022 11:41 Miklar breytingar hafa orðið á hluthafalista Íslandsbanka eftir útboð Bankasýslunnar. Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóðir sem tóku þátt í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka voru tilbúnir að kaupa um sextíu prósent meira hlutafé í bankanum en þeir fengu úthlutað. Landsbankinn, Arion banki og Íslandssjóðir eiga eftir útboðið tæplega fimm prósent í bankanum. Bankasýsla ríkisins hefur síðan í gær verið að ganga frá uppgjöri á útboði stofnunarinnar á tæplega fjórðungs hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Fram hefur komið að mikil umfram eftirspurn hafi verið eftir hlutum í bankanum. Brú lífeyrissjóður fékk um 60% skerðingu af þeim fjárhæðum sem sjóðurinn bauð í og keypti samtals fyrir um þrjá milljarða króna. Lífeyrissjóður bankamanna tók líka þátt í útboðinu og fékk svipaða skerðingu og keypti fyrir um 140 milljónir króna. SL lífeyrissjóður fékk svipaða skerðingu en keypti fyrir tæpan hálfan milljarð og á eftir útboðið um 0,7 prósent í bankanum. Þá keypti Frjálsi lífeyrissjóðurinn fyrir um 1,6 milljarða króna og fékk minna en hann bað um. Loks fékk Lífeyrissjóður verslunarmanna úthlutað fyrir 2,1 milljarð króna. Gildi lífeyrissjóður keypti fyrir 3,5 milljarða króna og hefur bætt við eignarhlut sinn. Þetta kemur fram í svörum þessara lífeyrissjóða við fyrirspurnum fréttastofu. Sex lífeyrissjóðir eiga samanlagt fimmtungshlut Sex lífeyrissjóðir eiga samkvæmt hluthafalista Íslandsbanka nú um fimmtungshlut samanlagt í Íslandsbanka. Hafa flestir verið að bæta við sig í bankanum eftir útboðið en mikil viðskipti hafa verið með bréf í Íslandsbanka síðustu daga. Arion banki keypti í útboðinu og fer nú með um 1,72 prósent í Íslandsbanka, Landsbankinn fer eftir útboðið með 1,55 prósenta hlut og Íslandsbanki gegnum Íslandssjóði fer með um 1,55 prósenta hlut. Samanlagt er hlutur viðskiptabankanna því tæplega fimm prósent. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum voru Arion banki og Landsbankinn ekki sjálfir að fjárfesta í Íslandsbanka heldur fyrst og fremst fyrir hönd viðskiptavina sinna. Hver hlutur var seldur í útboðinu á 117 krónur en farið var eftir svokallaðri tilboðsleið þar sem svokölluðum hæfum fjárfestum er boðinn hlutur af þeim aðilum sem sjá um útboðið. Fjármálastofnanir ákveða svo hverjir eru hæfir til að kaupa í slíku útboði. Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum. 29. mars 2022 09:53 Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
Bankasýsla ríkisins hefur síðan í gær verið að ganga frá uppgjöri á útboði stofnunarinnar á tæplega fjórðungs hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Fram hefur komið að mikil umfram eftirspurn hafi verið eftir hlutum í bankanum. Brú lífeyrissjóður fékk um 60% skerðingu af þeim fjárhæðum sem sjóðurinn bauð í og keypti samtals fyrir um þrjá milljarða króna. Lífeyrissjóður bankamanna tók líka þátt í útboðinu og fékk svipaða skerðingu og keypti fyrir um 140 milljónir króna. SL lífeyrissjóður fékk svipaða skerðingu en keypti fyrir tæpan hálfan milljarð og á eftir útboðið um 0,7 prósent í bankanum. Þá keypti Frjálsi lífeyrissjóðurinn fyrir um 1,6 milljarða króna og fékk minna en hann bað um. Loks fékk Lífeyrissjóður verslunarmanna úthlutað fyrir 2,1 milljarð króna. Gildi lífeyrissjóður keypti fyrir 3,5 milljarða króna og hefur bætt við eignarhlut sinn. Þetta kemur fram í svörum þessara lífeyrissjóða við fyrirspurnum fréttastofu. Sex lífeyrissjóðir eiga samanlagt fimmtungshlut Sex lífeyrissjóðir eiga samkvæmt hluthafalista Íslandsbanka nú um fimmtungshlut samanlagt í Íslandsbanka. Hafa flestir verið að bæta við sig í bankanum eftir útboðið en mikil viðskipti hafa verið með bréf í Íslandsbanka síðustu daga. Arion banki keypti í útboðinu og fer nú með um 1,72 prósent í Íslandsbanka, Landsbankinn fer eftir útboðið með 1,55 prósenta hlut og Íslandsbanki gegnum Íslandssjóði fer með um 1,55 prósenta hlut. Samanlagt er hlutur viðskiptabankanna því tæplega fimm prósent. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum voru Arion banki og Landsbankinn ekki sjálfir að fjárfesta í Íslandsbanka heldur fyrst og fremst fyrir hönd viðskiptavina sinna. Hver hlutur var seldur í útboðinu á 117 krónur en farið var eftir svokallaðri tilboðsleið þar sem svokölluðum hæfum fjárfestum er boðinn hlutur af þeim aðilum sem sjá um útboðið. Fjármálastofnanir ákveða svo hverjir eru hæfir til að kaupa í slíku útboði.
Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum. 29. mars 2022 09:53 Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Sjá meira
Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum. 29. mars 2022 09:53
Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00
Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent