Ríkisstjórnin veðjar á aukinn hagvöxt til að lækka skuldir og auka kaupmátt Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2022 19:20 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var mjög bjartsýnn á efnahagshorfurnar þegar hann kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í morgun. Spár um aukinn bata gerðu ráð fyrir tugum milljarða hærri tekna ríkissjóðs vegna þess hvað atvinnulífið hefði tekið vel við sér. Vísir/Vilhelm Aukinn hagvöxtur, minni framlög til örvunaraðgerða vegna covid og góð niðurstaða í kjarasamningum munu tryggja aukinn kaupmátt á næstu árum að mati fjármálaráðherra sem kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í dag. Bjartara sé framundan en áður hafi verið talið. Halli ríkissjóðs jókst mjög mikið á síðustu tveimur árum vegna aðgerða upp á hundruð milljarða sem stjórnvöld gripu til vegna covid. Fjármálaráðherra segir að þannig hafi verið búið til skjól fyrir bæði fólk og fyrirtæki. „Það finnst mér hafa tekist mjög vel. Við höfum náð að verja hag heimilanna. Fyrirtækin eru farin að ráða til sín fólk og við sjáum núna að það er hagvöxtur í kortunum. Þetta hefur mjög mikil og jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs sem fer smám saman batnandi,“ segir Bjarni Kaupmáttur muni halda áfram að aukast á gildistíma fjármálaáætlunarinnar á næstu fimm árum ef takist að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Það sé hægt með því að hætta örvunaraðgerðum þar sem þeirra væri ekki lengur þörf og góð niðurstaða fáist við gerð nýrra samninga á vinnumarkaði. Fjármálaráðherra segir að ef þetta allt takist væri hægt að horfa bjartsýnum augum til framtíðar. Fjármálaráðherra segir kaupmátt geta aukist á næstu fimm árum með aga í ríkisfjármálum til lækkunar skulda og kjarasamningum sem taki mið af stöðunni í efnahagsmálum.Vísir/Vilhelm Hvaða launahækkanir er þá verið að miða við? „Það er verið að gera ráð fyrir því að á vinnumarkaði verði samið um breytingar á kjörum sem miða að því að laun hækki svona rétt rúmlega um það sem verðbólgan verður,“ segir fjármálaráðherra. Gert sé ráð fyrir að hún fari lækkandi. Þótt verðbólga mælist nú 6,7 prósent og hafi ekki verið meiri frá árinu 2010, gerir áætlunin ráð fyrir að hún verði 5,9 prósent á þessu ári og nálgist síðan 2,5 prósenta markmið Seðlabankans árið 2024. Svigrúm skapist til að setja aukið fjármagn eins og 25 milljarða í stuðning við rannsóknir og nýsköpun, 22 milljarða í bygging nýs Landspítala og tækjakaup sem tengist honum og 3,2 milljarða á næstu fimm árum til geðheilbrigðismála. Þá fari 430 milljónir varanlega í nýtt og sanngjarnara örorkukerfi. Vinna síðast liðinna sex ára ætti að nýtast til að semja um sanngjarnara kerfi. Bjarni boðar einnig að sett verði upp nýtt tekjukerfi fyrir bifreiðaflotann til að fjármagna vegakerfið. Á undanförnum árum hafi tekjur af vörugjaldi, eldsneytisgjöldum og bifreiðagjaldi dregist mjög saman vegna fjölgunar rafdrifinna bíla. „Það er orðið tímabært núna eftir að við höfum veitt um það bil 25 milljarða stuðning á undanförnum árum í orkuskiptin að kynna til sögunnar nýtt kerfi fyrir gjaldtöku af ökutækjum og umferð á Íslandi,“ segir Bjarni Benediktsson. Þar vilji stjórnvöld vera leiðandi í tæknilegum útfærslum og til dæmis skoða hvort hægt væri að innheimta gjöld af umferðinni eftir eknum kílómetrum hvers og eins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49 Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26 Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. 29. mars 2022 11:33 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Halli ríkissjóðs jókst mjög mikið á síðustu tveimur árum vegna aðgerða upp á hundruð milljarða sem stjórnvöld gripu til vegna covid. Fjármálaráðherra segir að þannig hafi verið búið til skjól fyrir bæði fólk og fyrirtæki. „Það finnst mér hafa tekist mjög vel. Við höfum náð að verja hag heimilanna. Fyrirtækin eru farin að ráða til sín fólk og við sjáum núna að það er hagvöxtur í kortunum. Þetta hefur mjög mikil og jákvæð áhrif á afkomu ríkissjóðs sem fer smám saman batnandi,“ segir Bjarni Kaupmáttur muni halda áfram að aukast á gildistíma fjármálaáætlunarinnar á næstu fimm árum ef takist að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Það sé hægt með því að hætta örvunaraðgerðum þar sem þeirra væri ekki lengur þörf og góð niðurstaða fáist við gerð nýrra samninga á vinnumarkaði. Fjármálaráðherra segir að ef þetta allt takist væri hægt að horfa bjartsýnum augum til framtíðar. Fjármálaráðherra segir kaupmátt geta aukist á næstu fimm árum með aga í ríkisfjármálum til lækkunar skulda og kjarasamningum sem taki mið af stöðunni í efnahagsmálum.Vísir/Vilhelm Hvaða launahækkanir er þá verið að miða við? „Það er verið að gera ráð fyrir því að á vinnumarkaði verði samið um breytingar á kjörum sem miða að því að laun hækki svona rétt rúmlega um það sem verðbólgan verður,“ segir fjármálaráðherra. Gert sé ráð fyrir að hún fari lækkandi. Þótt verðbólga mælist nú 6,7 prósent og hafi ekki verið meiri frá árinu 2010, gerir áætlunin ráð fyrir að hún verði 5,9 prósent á þessu ári og nálgist síðan 2,5 prósenta markmið Seðlabankans árið 2024. Svigrúm skapist til að setja aukið fjármagn eins og 25 milljarða í stuðning við rannsóknir og nýsköpun, 22 milljarða í bygging nýs Landspítala og tækjakaup sem tengist honum og 3,2 milljarða á næstu fimm árum til geðheilbrigðismála. Þá fari 430 milljónir varanlega í nýtt og sanngjarnara örorkukerfi. Vinna síðast liðinna sex ára ætti að nýtast til að semja um sanngjarnara kerfi. Bjarni boðar einnig að sett verði upp nýtt tekjukerfi fyrir bifreiðaflotann til að fjármagna vegakerfið. Á undanförnum árum hafi tekjur af vörugjaldi, eldsneytisgjöldum og bifreiðagjaldi dregist mjög saman vegna fjölgunar rafdrifinna bíla. „Það er orðið tímabært núna eftir að við höfum veitt um það bil 25 milljarða stuðning á undanförnum árum í orkuskiptin að kynna til sögunnar nýtt kerfi fyrir gjaldtöku af ökutækjum og umferð á Íslandi,“ segir Bjarni Benediktsson. Þar vilji stjórnvöld vera leiðandi í tæknilegum útfærslum og til dæmis skoða hvort hægt væri að innheimta gjöld af umferðinni eftir eknum kílómetrum hvers og eins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49 Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26 Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. 29. mars 2022 11:33 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Sláandi að ekki sé brugðist frekar við mikilli verðbólgu Þingmaður Samfylkingar segir sláandi að aðgerðir fyrir þá sem helst verða fyrir barðinu á mikilli verðbólgu séu ekki boðaðar í fjármálaætlun ríkisstjórnarinnar. Formaður Miðflokksins telur horft fram hjá þeim gríðarlegu áhrifum sem stríðið í Úkraínu muni hafa á efnahagslífið. 29. mars 2022 13:49
Borgarstjóri mjög undrandi og segir borgina ekki geta beðið Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segist vera mjög undrandi á því að ekkert sé minnst á þjóðarleikvanga í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segist munu leita skýringa og að fjárhæðir, sem borgin hafi lagt til hliðar vegna nýs þjóðarleikvangs, verði nýttir í nýtt íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann í Laugardal, sé það raunin að ríkið hafi ákveðið fresta því að leggja fjármuni til nýrra þjóðarleikvanga. 29. mars 2022 12:26
Bjarni boðar bjartari horfur sem aukið geti kaupmátt Bjartari efnahagshorfur eru boðaðar í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem kynnt var í morgun. Skuldir ríkissjóðs muni lækka verulega á tímabilinu og verðbólga komast að markmiðum Seðlabankans á þar næsta ári. Fjármálaráðherra segir fyrirhyggju í covid faraldrinum stuðla að áframhaldandi hagvexti. 29. mars 2022 11:33