Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2022 21:07 Jón Gnarr ætlar ekki að stofna Lestarflokkinn. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. Þeir sem fylgjast með Jóni á Twitter hafa væntanlega lesið tíst hans þar sem hann talar um mikilvægi þess að komið yrði á lestarkerfi á Íslandi, ekki síst á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Notkun myllumerkisins #Lestarflokkurinn hefur vakið athygli og ýmsir velt því fyrir sér hvort að Jón hafi í hyggju að endurvekja stjórnmálaferilinn með nýju stjórnmálafli. Þannig var því slegið upp á vef Hringbrautar í dag að Jón hafi stofnað flokkinn Lestarflokkinn. Jón var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi hugmyndir hans um lestarkerfi nánar. Þar sagðist hann þó ekki vera á leiðinni í framboð. Þú talar á Twitter undir myllumerkinu Lestarflokkurinn. Ertu að boða framboð eða ertu að vonast til þess að einhver grípi þennan bolta? „Já, ég er nú meira að vonast til þess. Ég er einu sinni búinn að fara í framboð og ég er búinn með það,“ sagði Jón sem var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Járnbrautatenging myndi gjörbreyta öllum lífsháttum á Íslandi og bæta lífsgæði, lýðheilsu og gera vaxandi og flæðandi mannlíf um allt land að raunveruleika, myndi gjörbreyta vöruflutningum og minnka kostnað og áhættu #Lestarflokkurinn— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 29, 2022 „Það þarf einhverja pólitíska sýn í þessu máli. Þetta varðar ekki bara samgöngur heldur varðar þetta líka byggðastefnuna á Íslandi. Viljum við tryggja raunhæfa og blómlega byggð um allt land og erum við til í að fjárfesta í þeim innviðum sem við þurfum til að gera það. Það tel ég okkur gera með lestarkerfi,“ sagði Jón. Veðmál á vegum úti Eins og fram hefur komið í Twitter-færslum Jóns hafa tíðar bílferðir hans á milli Akureyrar og Reykjavíkur í vetur vakið athygli hans á nauðsyn þess að hér verði komið á fót lestarkerfi. „Það sem gerði útslagið var um daginn. Ég er að keyra þjóðveginn og það er flutningabíll að koma á móti mér, stór með aftanívagn. Þegar ég er alveg að mæta flutningabílnum skýst jeppi aftan úr sem ætlar að taka fram úr, hafði ekki séð mig. Þetta er bara „gambl“. Þarna fór ég að rifja þetta upp aftur, hvað er nauðsynlegt að hafa lestir á Íslandi, hvað þetta væri til mikilla hagsbóta fyrir allt landið,“ sagði Jón. ef lest gengi á milli Akureyrar og Reykjavíkur þá myndum við minnka álag á vegina með þungaflutningum, snarminnka bílaumferð og draga úr slysahættu. lestir eru hagkvæmur ferðamáti fyrir fjölskyldur og umhverfisáhrifin yrðu bara jákvæð pic.twitter.com/2ZUBKgOjN0— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 28, 2022 Segist hann vilja byrja á því að byggðir verði lestarteinar á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Ég sé fyrir mér fyrst og fremst vöruflutningalestir til að flytja vörur á milli landshluta og um landið og síðan fólksflutninga,“ sagði Jón. Þá segist hann hafa rætt við sérfræðinga sem segi að verkfræðilega sé fátt sem standi í vegi fyrir slíkum lestarteinum þrátt fyrir válynd veður og langar vegalengdir. „Ég er búinn að ræða við verkfræðinga og þau segja mér að það séu engar hindranir sem eru ekki yfirstíganlegar og ekki búið að leysa annars staðar.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Byggðamál Reykjavík síðdegis Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þeir sem fylgjast með Jóni á Twitter hafa væntanlega lesið tíst hans þar sem hann talar um mikilvægi þess að komið yrði á lestarkerfi á Íslandi, ekki síst á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Notkun myllumerkisins #Lestarflokkurinn hefur vakið athygli og ýmsir velt því fyrir sér hvort að Jón hafi í hyggju að endurvekja stjórnmálaferilinn með nýju stjórnmálafli. Þannig var því slegið upp á vef Hringbrautar í dag að Jón hafi stofnað flokkinn Lestarflokkinn. Jón var mættur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi hugmyndir hans um lestarkerfi nánar. Þar sagðist hann þó ekki vera á leiðinni í framboð. Þú talar á Twitter undir myllumerkinu Lestarflokkurinn. Ertu að boða framboð eða ertu að vonast til þess að einhver grípi þennan bolta? „Já, ég er nú meira að vonast til þess. Ég er einu sinni búinn að fara í framboð og ég er búinn með það,“ sagði Jón sem var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Járnbrautatenging myndi gjörbreyta öllum lífsháttum á Íslandi og bæta lífsgæði, lýðheilsu og gera vaxandi og flæðandi mannlíf um allt land að raunveruleika, myndi gjörbreyta vöruflutningum og minnka kostnað og áhættu #Lestarflokkurinn— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 29, 2022 „Það þarf einhverja pólitíska sýn í þessu máli. Þetta varðar ekki bara samgöngur heldur varðar þetta líka byggðastefnuna á Íslandi. Viljum við tryggja raunhæfa og blómlega byggð um allt land og erum við til í að fjárfesta í þeim innviðum sem við þurfum til að gera það. Það tel ég okkur gera með lestarkerfi,“ sagði Jón. Veðmál á vegum úti Eins og fram hefur komið í Twitter-færslum Jóns hafa tíðar bílferðir hans á milli Akureyrar og Reykjavíkur í vetur vakið athygli hans á nauðsyn þess að hér verði komið á fót lestarkerfi. „Það sem gerði útslagið var um daginn. Ég er að keyra þjóðveginn og það er flutningabíll að koma á móti mér, stór með aftanívagn. Þegar ég er alveg að mæta flutningabílnum skýst jeppi aftan úr sem ætlar að taka fram úr, hafði ekki séð mig. Þetta er bara „gambl“. Þarna fór ég að rifja þetta upp aftur, hvað er nauðsynlegt að hafa lestir á Íslandi, hvað þetta væri til mikilla hagsbóta fyrir allt landið,“ sagði Jón. ef lest gengi á milli Akureyrar og Reykjavíkur þá myndum við minnka álag á vegina með þungaflutningum, snarminnka bílaumferð og draga úr slysahættu. lestir eru hagkvæmur ferðamáti fyrir fjölskyldur og umhverfisáhrifin yrðu bara jákvæð pic.twitter.com/2ZUBKgOjN0— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) March 28, 2022 Segist hann vilja byrja á því að byggðir verði lestarteinar á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Ég sé fyrir mér fyrst og fremst vöruflutningalestir til að flytja vörur á milli landshluta og um landið og síðan fólksflutninga,“ sagði Jón. Þá segist hann hafa rætt við sérfræðinga sem segi að verkfræðilega sé fátt sem standi í vegi fyrir slíkum lestarteinum þrátt fyrir válynd veður og langar vegalengdir. „Ég er búinn að ræða við verkfræðinga og þau segja mér að það séu engar hindranir sem eru ekki yfirstíganlegar og ekki búið að leysa annars staðar.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Byggðamál Reykjavík síðdegis Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent