Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. mars 2022 21:31 Unnur Berglind Friðriksdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Stöð 2 Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. Samfélagsmiðlar hafa undanfarið verið undirlagðir frásögnum íslenskra kvenna sem lýsa því að heilbrigðiskerfið hafi brugðist þeim, einkum í tengslum við fæðingar. Sú er einmitt upplifun Eydísar Eyjólfsdóttur, sem eignaðist fyrsta barn sitt árið 1997 eftir 63 klukkustundir af hríðum. Sunna Símonardóttir doktor í félagsfræði sem rannsakað hefur fæðingarreynslu kvenna gagnrýnir hversu mikil áhersla er lögð á náttúrulegar fæðingar í fæðingarþjónustu hér á landi. Hennar von er að hlustað verði á konur og farið verði í það að afbyggja þá hugmynd að náttúruleg fæðing sé alltaf það besta. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að fæðing og meðganga sé í eðli sínu náttúrulegt ferli. Starf ljósmæðra gangi út á að fylgjast með konum og bregði eitthvað út af í ferlinu fái þær aukið eftirlit. „Ég held að ljósmæður hlusti alltaf á konur en ljósmæður eru fagmanneskjur. Þær eru að hlusta og þær eru að trúa konum en þær þurfa svo að taka ákvarðanir sem fagmanneskjur og þær gera það, byggt á faglegum staðreyndum. Og það eru oft kannski ekki ákvarðanir sem konurnar eru sáttar við,“ segir Unnur Berglind. Verði að treysta fagfólki Aðspurð um gagnrýni vegna áherslu á náttúrulegar fæðingar segir hún að verið sé að fylgja alþjóðlegum stöðlum. „Ég held að það komi alltaf sá tímapunktur í fæðingu hjá konu sem er í hundrað prósent eðlilegu ferli að hún vilji bara klára keisara – það var þannig hjá mér sjálfri, í minni fæðingu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að tíu til fimmtán prósent keisaratíðni séu svona mörkin sem sýna fram á besta útkomu fyrir móður og barn og keisaratíðni á Íslandi er sextán prósent. Þannig að ég held að við verðum bara að treysta fagfólkinu,“ segir Unnur Berglind. „Mjög gamlar sögur“ Hún segir að ákvarðanir séu teknar í hverju tilfelli fyrir sig og vonar að mál standi betur í dag en áður. „Við erum alltaf að hlusta á konurnar og við tökum alltaf ákvarðanir út frá því sem er að gerast í það sinn hjá þeirri konu. Það sem ég tek eftir er að þær sögur sem eru að koma í dag eru mjög gamlar sögur þannig að ég vona að hlutirnir hafi breyst til betri vegar; af því að við erum alltaf að bæta og endurskoða. Við erum að fylgjast með öllu því nýjasta sem er í fræðunum, metum rannsóknir og erum að breyta. Þetta er bara dagsdaglegt hjá okkur að bæta ferlana hjá okkur.“ Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 „Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. 31. mars 2022 11:54 Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Samfélagsmiðlar hafa undanfarið verið undirlagðir frásögnum íslenskra kvenna sem lýsa því að heilbrigðiskerfið hafi brugðist þeim, einkum í tengslum við fæðingar. Sú er einmitt upplifun Eydísar Eyjólfsdóttur, sem eignaðist fyrsta barn sitt árið 1997 eftir 63 klukkustundir af hríðum. Sunna Símonardóttir doktor í félagsfræði sem rannsakað hefur fæðingarreynslu kvenna gagnrýnir hversu mikil áhersla er lögð á náttúrulegar fæðingar í fæðingarþjónustu hér á landi. Hennar von er að hlustað verði á konur og farið verði í það að afbyggja þá hugmynd að náttúruleg fæðing sé alltaf það besta. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir að fæðing og meðganga sé í eðli sínu náttúrulegt ferli. Starf ljósmæðra gangi út á að fylgjast með konum og bregði eitthvað út af í ferlinu fái þær aukið eftirlit. „Ég held að ljósmæður hlusti alltaf á konur en ljósmæður eru fagmanneskjur. Þær eru að hlusta og þær eru að trúa konum en þær þurfa svo að taka ákvarðanir sem fagmanneskjur og þær gera það, byggt á faglegum staðreyndum. Og það eru oft kannski ekki ákvarðanir sem konurnar eru sáttar við,“ segir Unnur Berglind. Verði að treysta fagfólki Aðspurð um gagnrýni vegna áherslu á náttúrulegar fæðingar segir hún að verið sé að fylgja alþjóðlegum stöðlum. „Ég held að það komi alltaf sá tímapunktur í fæðingu hjá konu sem er í hundrað prósent eðlilegu ferli að hún vilji bara klára keisara – það var þannig hjá mér sjálfri, í minni fæðingu. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að tíu til fimmtán prósent keisaratíðni séu svona mörkin sem sýna fram á besta útkomu fyrir móður og barn og keisaratíðni á Íslandi er sextán prósent. Þannig að ég held að við verðum bara að treysta fagfólkinu,“ segir Unnur Berglind. „Mjög gamlar sögur“ Hún segir að ákvarðanir séu teknar í hverju tilfelli fyrir sig og vonar að mál standi betur í dag en áður. „Við erum alltaf að hlusta á konurnar og við tökum alltaf ákvarðanir út frá því sem er að gerast í það sinn hjá þeirri konu. Það sem ég tek eftir er að þær sögur sem eru að koma í dag eru mjög gamlar sögur þannig að ég vona að hlutirnir hafi breyst til betri vegar; af því að við erum alltaf að bæta og endurskoða. Við erum að fylgjast með öllu því nýjasta sem er í fræðunum, metum rannsóknir og erum að breyta. Þetta er bara dagsdaglegt hjá okkur að bæta ferlana hjá okkur.“
Heilbrigðismál Kvenheilsa Tengdar fréttir Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 „Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. 31. mars 2022 11:54 Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56
„Óendanlega sárt að þetta sé enn þá í sama farinu“ Kona, sem steig fram árið 2013 og sagði frá alvarlegum mistökum sem hún telur að hafi verið gerð við fæðingu dóttur hennar, segir sárt að svo virðist sem kerfið hafi tekið litlum framförum á tæpum áratug. Hún segir nauðsynlegt að sjónarhorn sjúklinga fái meira vægi þegar mistök í heilbrigðisþjónustu eru rannsökuð. 31. mars 2022 11:54
Örkumlaðist við barnsburð og ætlar að stefna ríkinu Kona sem örkumlaðist við barnsburð hyggst stefna ríkinu vegna læknamistaka sem hún segir hafa átt sér stað við fæðinguna. 29. mars 2022 22:10
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“