Sport

Dagskráin í dag: Sófasunnudagur af bestu gerð

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ítalíumeistarar Inter heimsækja Juventus í ítalska boltanum í dag.
Ítalíumeistarar Inter heimsækja Juventus í ítalska boltanum í dag. ISABELLA BONOTTO/Anadolu Agency via Getty Images

Eins og svo oft áður verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag, en alls verður boðið upp á tólf beinar útsendingar.

Stöð 2 Sport

Einn leikur í Olís-deild kvenna er á dagskrá á Stöð 2 Sport í dag þegar Valskonur taka á móti Haukum klukkan 15:50. Seinni bylgjan er svo á dagskrá klukkan 18:00 þar sem verður farið yfir allt það helsta úr liðinni umferð.

Stöð 2 Sport 2

Ítalski boltinn ræður ríkjum á Stöð 2 Sport 2. Fiorentina tekur á móti Empoli klukkan 10:20 áður en Atalanta og Napoli eigast við klukkan 12:50.

Sampdoria tekur svo á móti Roma klukkan 15:50 og klukkan 18:35 er stórleikur Juventus og Inter á dagskrá.

Stöð 2 Sport 3

Rotherham og Sutton eigast við í úrslitum Papa John's bikarnum klukkan 13:45. Los Angeles Lakers tekur svo á móti Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta klukkan 19:30.

Stöð 2 Sport 4

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia taka á móti Unicaja í spænsku ACB-deildinni í körfubolta klukkan 14:50.

The Chevron Classic á LPGA-mótaröðinni í golfi heldur áfram frá klukkan 21:00.

Stöð 2 Golf

Bein útsending frá Valero Texas Open á PGA-mótaröðinni hefst klukkan 17:00.

Stöð 2 eSport

Sandkassinn er á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×