Störfin heim í Fjarðabyggð Jóhanna Sigfúsdóttir skrifar 3. apríl 2022 18:01 Landsbyggðin þekkir vel að með tilkomu net- og tæknivæðingar skiptir staðsetningin minna máli. Störf eru nú í meira mæli auglýst án staðsetningar, sem er ánægjuleg þróun og mun að öllum líkindum aukast með stafrænni þróun. En afhverju erum við í Fjarðabyggð þá ekki að auglýsa störf okkar án staðsetningar? Að mínu mati þá hefur Fjarðabyggð alla burði til þess að bjóða störf án staðsetningar. Fjarðabyggð er fjölkjarnasamfélag, býr yfir mannvirkjum í byggðakjörnum sem mætti nýta betur. Með því að vinna innan byggðarkjarna fær fólk meiri sveigjanleika og frelsi eykst til muna. Einnig mun akstur milli fjarða minnka verulega og skapa umhverfislegan ávinning. Múlinn í Neskaupstað hefur sannað gildi sitt sem skrifstofu- og aðstöðuklasi fjölbreyttrar starfsemi og við ættum að horfa meira til slíkra nýsköpunarsetra og skrifstofuaðstöðu án staðsetningar. Ráðhús gegna ekki eins veigamiklu hlutverki sem þjónustumiðstöð gagnvart almenningi eins og áður og engin þörf á aukinni yfirbyggingu þeirra. Við höfum lært af faraldrinum síðustu tvö ár að tækifæri eru til að starfa á ólíkum starfsstöðum. Við í Fjarðabyggð ættum að vera óhrædd við að stíga þetta skref til fulls, minnka yfirbyggingu og veita sveigjanleika sem starfsfólk fær með því að starfa heiman frá sér eða í sínum byggðarkjarna. Lykillinn er skýr stefna um uppbyggingu stafrænnar þróunar. Upplýsingabyltingin felur í sér byggðafestu framtíðarinnar. Færum ráðhús og stjórnarráðið nær fólkinu. Höfundur skipar 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinnumarkaður Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Landsbyggðin þekkir vel að með tilkomu net- og tæknivæðingar skiptir staðsetningin minna máli. Störf eru nú í meira mæli auglýst án staðsetningar, sem er ánægjuleg þróun og mun að öllum líkindum aukast með stafrænni þróun. En afhverju erum við í Fjarðabyggð þá ekki að auglýsa störf okkar án staðsetningar? Að mínu mati þá hefur Fjarðabyggð alla burði til þess að bjóða störf án staðsetningar. Fjarðabyggð er fjölkjarnasamfélag, býr yfir mannvirkjum í byggðakjörnum sem mætti nýta betur. Með því að vinna innan byggðarkjarna fær fólk meiri sveigjanleika og frelsi eykst til muna. Einnig mun akstur milli fjarða minnka verulega og skapa umhverfislegan ávinning. Múlinn í Neskaupstað hefur sannað gildi sitt sem skrifstofu- og aðstöðuklasi fjölbreyttrar starfsemi og við ættum að horfa meira til slíkra nýsköpunarsetra og skrifstofuaðstöðu án staðsetningar. Ráðhús gegna ekki eins veigamiklu hlutverki sem þjónustumiðstöð gagnvart almenningi eins og áður og engin þörf á aukinni yfirbyggingu þeirra. Við höfum lært af faraldrinum síðustu tvö ár að tækifæri eru til að starfa á ólíkum starfsstöðum. Við í Fjarðabyggð ættum að vera óhrædd við að stíga þetta skref til fulls, minnka yfirbyggingu og veita sveigjanleika sem starfsfólk fær með því að starfa heiman frá sér eða í sínum byggðarkjarna. Lykillinn er skýr stefna um uppbyggingu stafrænnar þróunar. Upplýsingabyltingin felur í sér byggðafestu framtíðarinnar. Færum ráðhús og stjórnarráðið nær fólkinu. Höfundur skipar 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun