Ný hugsun, nýr heimur Karólína Helga Símonardóttir skrifar 4. apríl 2022 10:30 Heimurinn hefur skroppið saman á síðustu árum, með aðstoð tækninnar erum við ekki lengur bundin við innlendan atvinnumarkað. Margir leita í dag að tækifærum í þekkingariðnaði þvert á landamæri, landshluta og sveitarfélagamörk á sama tíma og þau kjósa að búa áfram í heimabænum. Þessi breytti veruleiki þýðir að sveitarfélög þurfa að vera leiðandi í því að búa til jarðveg og skapa aðstöðu fyrir þekkingariðnað og nýsköpun. Jafnframt þarf að vinna í því að gera bæjarrýmið aðlaðandi og áhugavert í öllum hverfum bæjarins. Þekking og nýsköpun krefst ekki stórra innviðafjárfestinga, en geta skapað miklar tekjur og eru því að mörgu leiti ódýr fjárfesting með mikla tekjumöguleika og því það sem á ensku kallast „no-brainer“. Af hverju er þá lítið búið að hlúa að þessum málaflokki í Hafnarfirði síðustu árin? Sennilega vegna þess að þetta er flókinn málaflokkur sem passar illa inn í kerfin sem við höfum búið okkur til í dag. Kerfi sem þarf að umturna og endurskoða að öllu leiti. Við í Viðreisn ætlum að breyta þessu og gera þekkingu og nýsköpun að helstu atvinnugrein Hafnarfjarðar. Við viljum vera í fararbroddi með því að koma á laggirnar þekkingarklasa í Hafnarfirði þar sem fyrirtæki, einstaklingar og allir þeir sem skilgreina sig sem frumkvöðla geta fengið tækifæri til að vaxa og dafna. Við viljum einnig vera í fararbroddi þegar kemur að skipulagningu á bæjarrýminu. Við viljum búa til aðlaðandi og gönguvænt umhverfi þar sem fólk fær tækifæri til að spegla vinnu sína og hugmyndir með öðrum, grípa kaffibolla, borða saman og kaupa í matinn án þess að keyra yfir í næsta bæjarfélag. Við ætlum að láta kerfin vinna fyrir okkur en ekki okkur vinna fyrir kerfin. Meiri Viðreisn þýðir meiri tækifæri, meiri lífsgæði og meiri gleði Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Heimurinn hefur skroppið saman á síðustu árum, með aðstoð tækninnar erum við ekki lengur bundin við innlendan atvinnumarkað. Margir leita í dag að tækifærum í þekkingariðnaði þvert á landamæri, landshluta og sveitarfélagamörk á sama tíma og þau kjósa að búa áfram í heimabænum. Þessi breytti veruleiki þýðir að sveitarfélög þurfa að vera leiðandi í því að búa til jarðveg og skapa aðstöðu fyrir þekkingariðnað og nýsköpun. Jafnframt þarf að vinna í því að gera bæjarrýmið aðlaðandi og áhugavert í öllum hverfum bæjarins. Þekking og nýsköpun krefst ekki stórra innviðafjárfestinga, en geta skapað miklar tekjur og eru því að mörgu leiti ódýr fjárfesting með mikla tekjumöguleika og því það sem á ensku kallast „no-brainer“. Af hverju er þá lítið búið að hlúa að þessum málaflokki í Hafnarfirði síðustu árin? Sennilega vegna þess að þetta er flókinn málaflokkur sem passar illa inn í kerfin sem við höfum búið okkur til í dag. Kerfi sem þarf að umturna og endurskoða að öllu leiti. Við í Viðreisn ætlum að breyta þessu og gera þekkingu og nýsköpun að helstu atvinnugrein Hafnarfjarðar. Við viljum vera í fararbroddi með því að koma á laggirnar þekkingarklasa í Hafnarfirði þar sem fyrirtæki, einstaklingar og allir þeir sem skilgreina sig sem frumkvöðla geta fengið tækifæri til að vaxa og dafna. Við viljum einnig vera í fararbroddi þegar kemur að skipulagningu á bæjarrýminu. Við viljum búa til aðlaðandi og gönguvænt umhverfi þar sem fólk fær tækifæri til að spegla vinnu sína og hugmyndir með öðrum, grípa kaffibolla, borða saman og kaupa í matinn án þess að keyra yfir í næsta bæjarfélag. Við ætlum að láta kerfin vinna fyrir okkur en ekki okkur vinna fyrir kerfin. Meiri Viðreisn þýðir meiri tækifæri, meiri lífsgæði og meiri gleði Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar