Ég biðst afsökunar…en áfram gakk og gleymum þessu nú, eins og öllu öðru! Bjarki Eiríksson skrifar 5. apríl 2022 10:01 Þær fregnir bárust nú í byrjun viku að innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi orðið uppvís að niðrandi ummælum um uppruna Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Fyrstu viðbrögð aðstoðarmanns Sigurðar Inga var að segja að um algjört bull væri að ræða, hún hafi staðið við hlið hans og hann hafi ekki látið ummælin falla. Það var ekki fyrr en Vigdís sjálf tjáði sig um ummæli hæstvirts ráðherra sem hann viðurkenndi að hafa gert mistök og sagt hin meiðandi orð. Þá var fokið í flest skjól og ráðherra bað Vigdísi afsökunar á orðum sínum. Í yfirlýsingu sinni segir hann meðal annars: „Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra.“ Nú vill svo til að ég þekki Sigurð Inga ágætlega, enda erum við báðir úr Hrunamannahrepp. Ég skráði mig m.a.s. í Framsóknarflokkinn á sínum tíma, honum til stuðnings, í prófkjöri flokksins til Alþingiskosninga, þó svo að í dag beri heldur meira á milli þeirrar pólitíkur sem hann stundar og minnar eigin. Ég veit að Ingi er hvorki rasisti né vondur maður. Mér finnst ómaklega að honum vegið í athugasemdakerfum netmiðla landsins þrátt fyrir að hann hafi gerst sekur um ægilegt dómgreindarleysi með þessum glötuðu ummælum sínum. Hins vegar er eðlilegt að almenningur spyrji sig hversu mikinn dómgreindarskort, hve mörg mistök eða yfirsjónir, dómsmál eða hvað annað sem orkar tvímælis hjá ráðamönnum þjóðarinnar eigum við landsmenn að þurfa að fyrirgefa án þess að þeir axli ábyrgð og segi af sér? Hvenær komast íslensk stjórnmál á þann stað að prinsipp, heiðarleiki og trúverðugleiki verði mikilvægari en persónur og leikendur á Alþingi? Hvenær ætlum við kjósendur að hætta að sætta okkur við þaulsetu stjórnmálamanna sem gerast sekir um dómgreindarskort, mistök eða jafnvel að brjóta eigin lög? Stjórnmálamenn í Evrópu telja sig þurfa að segja af sér þegar upp koma mál þeim tengdum sem við Íslendingar myndum ekki einu sinni kippa okkur upp við eða finnast vera tilefni til þess að skoða neitt nánar. Sylvi Listhaug (Noregi) sagði af sér vegna ummæla í Facebook færslu árið 2018, Uffe Elbæk (Danmörk) sagði af sér árið 2007 fyrir að hafa haldið nokkrar veislur hjá stofnun sem maðurinn hans vann hjá og þá sagði írski landbúnaðarráðherrann Dara Calleary af sér vegna brota á sóttvarnarreglum síðsumars 2020. Það er kominn tími til þess að við fáum meira og betra en eintómar afsökunarbeiðnir stjórnmálamanna sem gera mistök (þ.e. þeirra sem hafa þó manndóm í sér til þess að viðurkenna þau). Við eigum skilið að fá inn nýtt fólk þegar mistök eru gerð. Það er kominn tími til þess að íslenskt stjórnmálafólk axli þá ábyrgð sem völdum þeirra fylgir og segi af sér þegar það verður uppvíst að niðrandi ummælum, brjóti sóttvarnar- eða jafnréttislög eða á einn eða annan hátt varpar skugga á heilindi og trúverðugleika Alþingis. Sigurður Ingi er ekki rasisti. Hann gerði mistök í breyskleika sínum, eins og við hin getum öll gert. En vilji hann halda trúverðugleika sem stjórnmálamaður verður hann að axla þá ábyrgð sem embætti hans fylgir og segja af sér. Höfundur er nemi í miðlun og almannatengslum og áhugamaður um stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bjarki Eiríksson Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þær fregnir bárust nú í byrjun viku að innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi orðið uppvís að niðrandi ummælum um uppruna Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Fyrstu viðbrögð aðstoðarmanns Sigurðar Inga var að segja að um algjört bull væri að ræða, hún hafi staðið við hlið hans og hann hafi ekki látið ummælin falla. Það var ekki fyrr en Vigdís sjálf tjáði sig um ummæli hæstvirts ráðherra sem hann viðurkenndi að hafa gert mistök og sagt hin meiðandi orð. Þá var fokið í flest skjól og ráðherra bað Vigdísi afsökunar á orðum sínum. Í yfirlýsingu sinni segir hann meðal annars: „Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra.“ Nú vill svo til að ég þekki Sigurð Inga ágætlega, enda erum við báðir úr Hrunamannahrepp. Ég skráði mig m.a.s. í Framsóknarflokkinn á sínum tíma, honum til stuðnings, í prófkjöri flokksins til Alþingiskosninga, þó svo að í dag beri heldur meira á milli þeirrar pólitíkur sem hann stundar og minnar eigin. Ég veit að Ingi er hvorki rasisti né vondur maður. Mér finnst ómaklega að honum vegið í athugasemdakerfum netmiðla landsins þrátt fyrir að hann hafi gerst sekur um ægilegt dómgreindarleysi með þessum glötuðu ummælum sínum. Hins vegar er eðlilegt að almenningur spyrji sig hversu mikinn dómgreindarskort, hve mörg mistök eða yfirsjónir, dómsmál eða hvað annað sem orkar tvímælis hjá ráðamönnum þjóðarinnar eigum við landsmenn að þurfa að fyrirgefa án þess að þeir axli ábyrgð og segi af sér? Hvenær komast íslensk stjórnmál á þann stað að prinsipp, heiðarleiki og trúverðugleiki verði mikilvægari en persónur og leikendur á Alþingi? Hvenær ætlum við kjósendur að hætta að sætta okkur við þaulsetu stjórnmálamanna sem gerast sekir um dómgreindarskort, mistök eða jafnvel að brjóta eigin lög? Stjórnmálamenn í Evrópu telja sig þurfa að segja af sér þegar upp koma mál þeim tengdum sem við Íslendingar myndum ekki einu sinni kippa okkur upp við eða finnast vera tilefni til þess að skoða neitt nánar. Sylvi Listhaug (Noregi) sagði af sér vegna ummæla í Facebook færslu árið 2018, Uffe Elbæk (Danmörk) sagði af sér árið 2007 fyrir að hafa haldið nokkrar veislur hjá stofnun sem maðurinn hans vann hjá og þá sagði írski landbúnaðarráðherrann Dara Calleary af sér vegna brota á sóttvarnarreglum síðsumars 2020. Það er kominn tími til þess að við fáum meira og betra en eintómar afsökunarbeiðnir stjórnmálamanna sem gera mistök (þ.e. þeirra sem hafa þó manndóm í sér til þess að viðurkenna þau). Við eigum skilið að fá inn nýtt fólk þegar mistök eru gerð. Það er kominn tími til þess að íslenskt stjórnmálafólk axli þá ábyrgð sem völdum þeirra fylgir og segi af sér þegar það verður uppvíst að niðrandi ummælum, brjóti sóttvarnar- eða jafnréttislög eða á einn eða annan hátt varpar skugga á heilindi og trúverðugleika Alþingis. Sigurður Ingi er ekki rasisti. Hann gerði mistök í breyskleika sínum, eins og við hin getum öll gert. En vilji hann halda trúverðugleika sem stjórnmálamaður verður hann að axla þá ábyrgð sem embætti hans fylgir og segja af sér. Höfundur er nemi í miðlun og almannatengslum og áhugamaður um stjórnmál.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun