Samhljómur um skipan rannsóknarnefndar vegna útboðsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2022 12:20 Frá Alþingi. Vísir/Vilhelm Samhljómur virðist vera á Alþingi um að koma á fót rannsóknarnefnd á vegum þingsins til að rannsaka framvæmd nýafstaðins útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka, ef marka má umræður á þinginu í dag. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og VG segja sjálfsagt að styðja stofnun slíkrar nefndar telji þingið að ekki sé nóg að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið Þingfundur hófst klukkan 10.30 í morgun og hafa umræður þar að öllu leyti snúist um útboðið á Íslandsbanka. Þar hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýnt fyrirkomulagið harðlega. Bjarni Benediktsson sat fyrir svörum í morgun, þar sem hann varði fyrirkomulagið en sagðist þó vera á þeirri skoðun að Ríkisendurskoðun ætti að gera úttekt á fyrirkomulaginu, til að tryggja að ekkert væri í skugganum, líkt og hann orðaði það sjálfur. Meginþorri gagnrýni stjórnarandstöðunnar sneri að því að einkafjárfestar á borð við Benedikt Sveinsson, föður Bjarna Benediktssonar, hafi fengið að taka þátt í útboðinu og kaupa hlut í Íslandsbanka á lægra gengi en í boði var í Kauphöllinni þegar útboðið fór fram. Hlutverk þingsins að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Þingmenn virtust sammála um það að það væri ágæt tillaga að láta Ríkisendurskoðun fara yfir útboðið, það væri hins vegar ekki nóg. Því lagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, til að komið yrði á fót sérstakri rannsóknarnefnd á vegum þingsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði til að skipuð yrði sérstök rannsóknarnefnd vegna útboðsins.Vísir/Vilhelm „Í ljósi þess að þingið fer með eftirlitshlutverk gagnvart þessum ráðherra þá tel ég rétt að þingið skipi rannsóknarnefnd, óháða og sjálfstæða rannsóknarnefnd sem fer yfir þessa einkavæðingu í öllum smáatriðum og til þess verður valin sérfræðingar sem hafa fulla getu og traust til að sinna þessu starfi fyrir hönd þingsins,“ sagði Þórhildur Sunna sem lagði til að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins myndi skoða málið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, steig í pontu á eftir Þórhildi Sunnu, og taldi hugmynd hennar vera góða. Hún styddi þessa hugmynd. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks Fólksins, sagði að komast þyrfti til botns í því hvaðan peningarnir kæmu hjá þeim einstaklingum sem keyptu hlut í bankanum. Uppskar hlátur þegar hann lagði til að rannsóknarnefndir yrðu sjálfkrafa stofnaðar þegar Sjálfstæðisflokkurinn einkavæddi banka Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, benti á að í ljósi reynslunnar á einkavæðingu íslenskra banka af hálfu Sjálfstæðisflokksins væri gagnlegt að stofna rannsóknarnefnd samhliða útboðsferlinu. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Lexían ætti kannski að vera að þegar Sjálfstæðisflokkurinn einkavæði banka þarf bara samhliða því sjálfkrafa eiginlega áður en ferlið fer af stað og setja af stað rannsóknarnefnd,“ sagði Andrés og uppskar hlátur þingheims. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrsti stjórnarþingmaðurinn sem tók til máls í morgun vegna málsins, og kom hann Bjarna til varnar. Sagðist hann þó styðja það að rannsóknarnefnd yrði stofnuð til að fara yfir útboðið. Ef það er þannig að þingheimur telur að það sé ekki nægjanlegt að Ríkisendurskoðun, embætti sem heyrir undir Alþingi, er á ábyrgð og í umboði Alþingis fari yfir þessa sölu heldur þurfi að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að fara yfir söluferlið í þessu útboði. Þá mun ég styðja það. Það er bara fullkomlega eðlilegt vegna þess að það er ekkert sem ég óttast í slíkri rannsókn,“ sagði Óli Björn. Þingmenn Framsóknar og VG stigu í pontu eftir áskorun Loga Þingmenn stjórnarnandstöðunnar héldu uppi umræðum um málið framan af og það var ekki fyrr en Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skoraði á þingmenn Framsóknarflokksins og VG, að láta í sér heyra vegna málsins, að þeir stigu í pontu. „Ef hugmynd hæstvirts ráðherra um skoðun Ríkisendurskoðunar á þessu máli er ekki nóg, þá tek ég heils hugar undir með þeirri hugmynd um að setja á fót sérstakar rannsóknir, málinu bara heils hugar, sagði Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG, sem steig í pontu eftir áskorun Loga. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrstur stjórnarþingmanna til að stíga í pontu eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu átt orðið.Vísir/Vilhelm. Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, kom á eftir Orra Páli í pontu. „Það má vel vera að staðan sé sú að við viljum fá hér Ríkisendurskoðun eða eftir atvikum þingið til að skoða þetta ferli betur. Við höfum fengið kynningar á málinu. Ég held að á heildina litið hafi þetta tekist mjög vel og til að eyða allri tortryggni finnst mér sjálfsagt að fara í slíkt hér innan þingsins og styð það heils hugar,“ sagði Jóhann. „Engan eins manns nefndar brag á þessu“ Þórhildur Sunna kom þá aftur í pontu. Sagðist hún fagna þeirri samstöðu sem myndast hafi á þinginu um skipun rannsóknarnefndar þingsins. „Ég vil ítreka vegna fyrri reynslu af rannsóknarnefndum að þetta verður þriggja manna rannsóknarnefnd sem hefur getu til að sinna öllum þeim hlutverkum sem þriggja manna rannsóknarnefnd getur sinnt, engan eins manns nefndar brag á þessu,“ sagði Þórhildur Sunna. Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni vill að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að það sé „langbest“ að Alþingi fái Ríkisendurskoðun til þess að fara yfir framkvæmd nýafstaðins útboðs á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka. 7. apríl 2022 11:07 Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06 Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Þingfundur hófst klukkan 10.30 í morgun og hafa umræður þar að öllu leyti snúist um útboðið á Íslandsbanka. Þar hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýnt fyrirkomulagið harðlega. Bjarni Benediktsson sat fyrir svörum í morgun, þar sem hann varði fyrirkomulagið en sagðist þó vera á þeirri skoðun að Ríkisendurskoðun ætti að gera úttekt á fyrirkomulaginu, til að tryggja að ekkert væri í skugganum, líkt og hann orðaði það sjálfur. Meginþorri gagnrýni stjórnarandstöðunnar sneri að því að einkafjárfestar á borð við Benedikt Sveinsson, föður Bjarna Benediktssonar, hafi fengið að taka þátt í útboðinu og kaupa hlut í Íslandsbanka á lægra gengi en í boði var í Kauphöllinni þegar útboðið fór fram. Hlutverk þingsins að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Þingmenn virtust sammála um það að það væri ágæt tillaga að láta Ríkisendurskoðun fara yfir útboðið, það væri hins vegar ekki nóg. Því lagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, til að komið yrði á fót sérstakri rannsóknarnefnd á vegum þingsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði til að skipuð yrði sérstök rannsóknarnefnd vegna útboðsins.Vísir/Vilhelm „Í ljósi þess að þingið fer með eftirlitshlutverk gagnvart þessum ráðherra þá tel ég rétt að þingið skipi rannsóknarnefnd, óháða og sjálfstæða rannsóknarnefnd sem fer yfir þessa einkavæðingu í öllum smáatriðum og til þess verður valin sérfræðingar sem hafa fulla getu og traust til að sinna þessu starfi fyrir hönd þingsins,“ sagði Þórhildur Sunna sem lagði til að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins myndi skoða málið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, steig í pontu á eftir Þórhildi Sunnu, og taldi hugmynd hennar vera góða. Hún styddi þessa hugmynd. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks Fólksins, sagði að komast þyrfti til botns í því hvaðan peningarnir kæmu hjá þeim einstaklingum sem keyptu hlut í bankanum. Uppskar hlátur þegar hann lagði til að rannsóknarnefndir yrðu sjálfkrafa stofnaðar þegar Sjálfstæðisflokkurinn einkavæddi banka Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, benti á að í ljósi reynslunnar á einkavæðingu íslenskra banka af hálfu Sjálfstæðisflokksins væri gagnlegt að stofna rannsóknarnefnd samhliða útboðsferlinu. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Lexían ætti kannski að vera að þegar Sjálfstæðisflokkurinn einkavæði banka þarf bara samhliða því sjálfkrafa eiginlega áður en ferlið fer af stað og setja af stað rannsóknarnefnd,“ sagði Andrés og uppskar hlátur þingheims. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrsti stjórnarþingmaðurinn sem tók til máls í morgun vegna málsins, og kom hann Bjarna til varnar. Sagðist hann þó styðja það að rannsóknarnefnd yrði stofnuð til að fara yfir útboðið. Ef það er þannig að þingheimur telur að það sé ekki nægjanlegt að Ríkisendurskoðun, embætti sem heyrir undir Alþingi, er á ábyrgð og í umboði Alþingis fari yfir þessa sölu heldur þurfi að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að fara yfir söluferlið í þessu útboði. Þá mun ég styðja það. Það er bara fullkomlega eðlilegt vegna þess að það er ekkert sem ég óttast í slíkri rannsókn,“ sagði Óli Björn. Þingmenn Framsóknar og VG stigu í pontu eftir áskorun Loga Þingmenn stjórnarnandstöðunnar héldu uppi umræðum um málið framan af og það var ekki fyrr en Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skoraði á þingmenn Framsóknarflokksins og VG, að láta í sér heyra vegna málsins, að þeir stigu í pontu. „Ef hugmynd hæstvirts ráðherra um skoðun Ríkisendurskoðunar á þessu máli er ekki nóg, þá tek ég heils hugar undir með þeirri hugmynd um að setja á fót sérstakar rannsóknir, málinu bara heils hugar, sagði Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG, sem steig í pontu eftir áskorun Loga. Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrstur stjórnarþingmanna til að stíga í pontu eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu átt orðið.Vísir/Vilhelm. Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, kom á eftir Orra Páli í pontu. „Það má vel vera að staðan sé sú að við viljum fá hér Ríkisendurskoðun eða eftir atvikum þingið til að skoða þetta ferli betur. Við höfum fengið kynningar á málinu. Ég held að á heildina litið hafi þetta tekist mjög vel og til að eyða allri tortryggni finnst mér sjálfsagt að fara í slíkt hér innan þingsins og styð það heils hugar,“ sagði Jóhann. „Engan eins manns nefndar brag á þessu“ Þórhildur Sunna kom þá aftur í pontu. Sagðist hún fagna þeirri samstöðu sem myndast hafi á þinginu um skipun rannsóknarnefndar þingsins. „Ég vil ítreka vegna fyrri reynslu af rannsóknarnefndum að þetta verður þriggja manna rannsóknarnefnd sem hefur getu til að sinna öllum þeim hlutverkum sem þriggja manna rannsóknarnefnd getur sinnt, engan eins manns nefndar brag á þessu,“ sagði Þórhildur Sunna.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bjarni vill að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að það sé „langbest“ að Alþingi fái Ríkisendurskoðun til þess að fara yfir framkvæmd nýafstaðins útboðs á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka. 7. apríl 2022 11:07 Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06 Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53 Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Bjarni vill að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að það sé „langbest“ að Alþingi fái Ríkisendurskoðun til þess að fara yfir framkvæmd nýafstaðins útboðs á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka. 7. apríl 2022 11:07
Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06
Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. 7. apríl 2022 08:53
Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58