Kuleba segir Rússa undirbúa tangarsókn í Donbas í anda seinni heimsstyrjaldar Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2022 20:47 Dmytro Kuleba utanríkisráðherra dró upp dökka mynd af horfum næstu daga á fundi með utanríkisráðherrum NATO-ríkjanna í dag og sagði Vesturlönd ekki geta leyft sér að taka sér langan umhugsunartíma um frekari stuðning við varnir Úkraínuhers. AP/Olivier Matthys Utanríkisráðherra Úkraínu segir Vesturlönd ekki hafa tíma til bollalegginga. Auki þau ekki hernaðaraðstoð sína við Úkraínu á næstu dögum verði það of seint. Rússar hafi þegar byrjað stórsókn sína í Donbas sem verði á svipaðri stærð og verstu bardagar síðari heimsstyrjaldarinnar. Þegar Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu mætti á fund með utanríkisráðherrum NATO og annarra ríkja untan bandalagsins í Brussel í dag voru skilaboð hans mjög einföld. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn hafa nú varist víðtækri innrás Rússa í rúman mánuð og náð að reka þá á flótta frá svæði í kringum höfuðborgina Kænugarð þar sem þeir skildu eftir sig gífurlegan hrylling. Kuleba segir Rússa nú safna saman miklum herafla í Donbas íausturhluta landsins þar sem bardagar hafi nú þegar færst í aukana. Vesturlönd hafi því ekki tíma til skjóta ákalli um aukinn hernaðarstuðning í nefndir og bollaleggingar. Milljónir kvenna, barna og karla hafa liðið miklar hörmungar víðs vegar um Úkraínu undanfarinn rúman mánuð. Fólk hefur þurft að fela sig í kjöllurum og liðið skort á mat og lyfjum undir stöðugum sprengjuárásum Rússa.AP/Nariman El-Mofty „Annað hvort hjálpið þið okkur núna, og þá er ég að tala um daga en ekki vikur, eða hjálp ykkar kemur of seint,“ sagði utanríkisráðherrann að loknum fundi með NATO ráðherrunum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ákall Kuleba hafa verið skýrt og notið skilnings NATO þjóðanna. Þórdís Kolbrún segir að það hafi verið áhrifaríkt að horfa í augun á Dmytro Kuleba og heyra hann lýsa aðstæðum í Úkraínu.AP/Olivier Matthys „Ég geri ráð fyrir viðbrögðum eftir þennan fund. Enda liggur í raun alveg fyrir hvað þarf til,“ segir Þórdís Kolbrún. Kulepa segir að hernaður Rússa færist hratt í aukana í Donbas og muni ná hámarki á allra næstu dögum. „Mér þykir sárt að þurfa að segja en þetta er sannleikanum samkvæmt. Orrustan um Donbas mun minna ykkur á seinni heimsstyrjöldina með risavöxnum aðgerðum, tilfæringum með þátttöku skriðdreka, brynvarinna ökutækja, flugvéla og stórskotaliði. Þetta verður engin svæðisbundin aðgerðir miðað við það sem við höfum séð á undirbúningi Rússa,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn vara við því að Rússar muni færa innrásina til annarra landa nái þeir markmiðum sínum í Úkraínu. Þórdís Kolbrún segir áhrifamikið að hitta Kuleba og aðra með honum augliti til auglits. „Stundum er ekki nóg að gera sitt besta. Stundum þarf að gera það sem er krafist og mér finnst vera góður skilningur á því hér. En það er mjög áhrifamikið að horfa í augun á Kuleba og heyra þá beint frá honum bæði hver staðan er og hvernig þau meta framhaldið,“ segir Þórdís Kolbrún. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. 7. apríl 2022 12:05 Mest lesið Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Sjá meira
Þegar Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu mætti á fund með utanríkisráðherrum NATO og annarra ríkja untan bandalagsins í Brussel í dag voru skilaboð hans mjög einföld. „Erindi mitt er einfalt. Það eru bara þrjú mál á dagskránni: Vopn, vopn, vopn,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn hafa nú varist víðtækri innrás Rússa í rúman mánuð og náð að reka þá á flótta frá svæði í kringum höfuðborgina Kænugarð þar sem þeir skildu eftir sig gífurlegan hrylling. Kuleba segir Rússa nú safna saman miklum herafla í Donbas íausturhluta landsins þar sem bardagar hafi nú þegar færst í aukana. Vesturlönd hafi því ekki tíma til skjóta ákalli um aukinn hernaðarstuðning í nefndir og bollaleggingar. Milljónir kvenna, barna og karla hafa liðið miklar hörmungar víðs vegar um Úkraínu undanfarinn rúman mánuð. Fólk hefur þurft að fela sig í kjöllurum og liðið skort á mat og lyfjum undir stöðugum sprengjuárásum Rússa.AP/Nariman El-Mofty „Annað hvort hjálpið þið okkur núna, og þá er ég að tala um daga en ekki vikur, eða hjálp ykkar kemur of seint,“ sagði utanríkisráðherrann að loknum fundi með NATO ráðherrunum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ákall Kuleba hafa verið skýrt og notið skilnings NATO þjóðanna. Þórdís Kolbrún segir að það hafi verið áhrifaríkt að horfa í augun á Dmytro Kuleba og heyra hann lýsa aðstæðum í Úkraínu.AP/Olivier Matthys „Ég geri ráð fyrir viðbrögðum eftir þennan fund. Enda liggur í raun alveg fyrir hvað þarf til,“ segir Þórdís Kolbrún. Kulepa segir að hernaður Rússa færist hratt í aukana í Donbas og muni ná hámarki á allra næstu dögum. „Mér þykir sárt að þurfa að segja en þetta er sannleikanum samkvæmt. Orrustan um Donbas mun minna ykkur á seinni heimsstyrjöldina með risavöxnum aðgerðum, tilfæringum með þátttöku skriðdreka, brynvarinna ökutækja, flugvéla og stórskotaliði. Þetta verður engin svæðisbundin aðgerðir miðað við það sem við höfum séð á undirbúningi Rússa,“ sagði Kuleba. Úkraínumenn vara við því að Rússar muni færa innrásina til annarra landa nái þeir markmiðum sínum í Úkraínu. Þórdís Kolbrún segir áhrifamikið að hitta Kuleba og aðra með honum augliti til auglits. „Stundum er ekki nóg að gera sitt besta. Stundum þarf að gera það sem er krafist og mér finnst vera góður skilningur á því hér. En það er mjög áhrifamikið að horfa í augun á Kuleba og heyra þá beint frá honum bæði hver staðan er og hvernig þau meta framhaldið,“ segir Þórdís Kolbrún.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. 7. apríl 2022 12:05 Mest lesið Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Sjá meira
Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. 7. apríl 2022 12:05