Sport

Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin í Subway-deildinni og Masters-mótið heldur áfram

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gríðarlegur fjöldi fólks fylgir Tiger Woods hvert fótmál á Augusta Masters-mótinu í golfi. Kylfingurinn er þó líklega vanur áhorfendum.
Gríðarlegur fjöldi fólks fylgir Tiger Woods hvert fótmál á Augusta Masters-mótinu í golfi. Kylfingurinn er þó líklega vanur áhorfendum. Gregory Shamus/Getty Images

Fjórar beinar útsendingar eru í boði á sportrásum Stöðvar 2 á þessum ágæta föstudegi.

Við hefjum leik á Stöð 2 eSport þar sem fram fer landsleikur í efótbolta klukkan 14:50.

Klukkan 18:05 er svo komið að leik tvö í einvígi Stjörnunnar og Vals í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta á Stöð 2 Sport. Valsmenn unnu fyrsta leik liðanna á þriðjudaginn og Stjörnumenn þurfa því á sigri að halda á heimavelli.

Að þeim leik loknum færum við okkur yfir til Keflavíkur þar sem heimamenn taka á móti Tindastól klukkan 20:05. Stólarnir leiða einvígið eftir sigur fyrir norðan og liðið hefur nú unnið átta leiki í röð.

Að lokum er það Masters-mótið í golfi sem heldur áfram á Stöð 2 Golf frá klukkan 19:00. Tiger Woods er mættur aftur eftir að hafa lent í bílslysi og það verður spennandi að sjá hvað einn besti golfari sögunnar getur gert á hans fyrsta risamóti síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×