Boða til mótmæla í dag: „Það er verið að gera tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2022 12:45 Þorvaldur Gylfason. Boðað hefur verið til mótmæla vegna sölunnar á Íslandsbanka á Austurvelli klukkan 14 í dag. Einn flutningsmanna segir að með sölunni sé að um ræða tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið og vill að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins. Samtökin Jæja efna til mótmælanna sem hefjast klukkan tvö á Austurvelli en frummælendur eru Ásta Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði. „Ég skil og skynja að þau [skipuleggjendur] hafa í huga af fyrri útifundi á Austurvelli af skyldum tilefnum og þá er ég að vísa til búsáhaldarbyltingarinnar. Þannig við frummælendurnir, eins og skipuleggjendurnir, viljum mjög gjarnan að sem flestir flykkist á Austurvöll til þess að spjalla saman og heyra það sem við höfum að segja,“ sagði Þorvaldur Gylfason í hádegisfréttum Bylgjunnar. Heldur þú að þetta verði fjölmenn mótmæli? „Ég vona það. Ærin eru tilefnin. Það er verið að gera tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið og hörðu viðbrögð almennings úr öllum áttum í útvarpi, sjónvarpi og á félagsmiðlum taka af öll tvímæli um það að fólkið í landinu vill ekki láta þennan ósóma yfir sig ganga.“ Vill að fjármálaráðherra „snauti heim til sín“ Hann segir að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, beri höfuðábyrgð í málinu. „Ráðherrann er höfuðarkitekt og upphafsmaður málsins og það er hann sem á að taka ábyrgðina. Hann á að segja af sér og snauta heim til sín.“ „Ég hvet alla góða Íslendinga til þess að koma á fundinn til þess að lýsa andúð sinni á því sem um er að vera.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Samtökin Jæja efna til mótmælanna sem hefjast klukkan tvö á Austurvelli en frummælendur eru Ásta Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði. „Ég skil og skynja að þau [skipuleggjendur] hafa í huga af fyrri útifundi á Austurvelli af skyldum tilefnum og þá er ég að vísa til búsáhaldarbyltingarinnar. Þannig við frummælendurnir, eins og skipuleggjendurnir, viljum mjög gjarnan að sem flestir flykkist á Austurvöll til þess að spjalla saman og heyra það sem við höfum að segja,“ sagði Þorvaldur Gylfason í hádegisfréttum Bylgjunnar. Heldur þú að þetta verði fjölmenn mótmæli? „Ég vona það. Ærin eru tilefnin. Það er verið að gera tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið og hörðu viðbrögð almennings úr öllum áttum í útvarpi, sjónvarpi og á félagsmiðlum taka af öll tvímæli um það að fólkið í landinu vill ekki láta þennan ósóma yfir sig ganga.“ Vill að fjármálaráðherra „snauti heim til sín“ Hann segir að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, beri höfuðábyrgð í málinu. „Ráðherrann er höfuðarkitekt og upphafsmaður málsins og það er hann sem á að taka ábyrgðina. Hann á að segja af sér og snauta heim til sín.“ „Ég hvet alla góða Íslendinga til þess að koma á fundinn til þess að lýsa andúð sinni á því sem um er að vera.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37
„Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00