„Fólki misbýður brask“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. apríl 2022 13:00 Haraldur Benediktsson annar varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að sú mynd sem sé að teiknast upp af aðferðarfræðinni við söluna á Íslandsbanka sé allt annað en falleg. Vísir/Vilhelm Varaformaður fjárlaganefndar Alþingis segir nefndina hafa óskað eftir svörum frá Bankasýslunni um hvaða aðferðafræði söluráðgjafar í útboðinu á Íslandsbanka hafi viðhaft. Myndin sem sé að teiknast upp eftir útboðið sé allt annað en falleg. Fólki misbjóði brask. Hann segist ekki muna eftir því að viðskiptaráðherra hafi komið áhyggjum sínum á framfæri um söluna við fjárlaganefnd. Kjarninn birti í gær upplýsingar sem benda til þess að stór hluti þeirra sem keyptu í síðasta útboði í Íslandsbanka hafi selt bréfin sín og þannig innleyst hagnað af bréfunum. Bréfin voru seld með afslætti á 117 krónur á hlut en hafa verið á bilinu 124-130 á hvern hlut síðan. Fjárlaganefnd var meðal þeirra sem fékk kynningu á tilboðsleiðinni sem valin var við útboðið og samþykkti þá leið. Haraldur Benediktsson annar varaformaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokks gagnrýnir framkvæmd útboðsins miðað við framkomnar upplýsingar. „Menn taka þarna hækkun hlutabréfa út skömmu eftir kaupin á þeim. Mér finnst þetta ekki falleg ásýnd á sölu á opinberri eigu að horfa. Við höfðum í fjárlaganefnd þessa tilboðsleið undir höndum og hvernig hún yrði framkvæmd. Við höfum síðan spurt Bankasýsluna eftir hvaða ramma söluráðgjafarnir störfuðu. Við höfum þær upplýsingar til dæmis núna að söluráðgjafarnir hafi sjálfi verið að fjárfesta í útboðinu. Þá hefur FME hafi hafið ákveðna rannsókn á því. Þannig að sannarlega sáum við ekki fyrir að menn seldu skömmu eftir þessa tilboðsleið til að leysa út hagnað,“ segir Haraldur. Haraldur er á ferð um landið að tala við kjósendur, hann segist skynja mikla reiði meðal almennings vegna sölunnar. „Fólki misbýður brask,“ segir hann. Man ekki eftir að sjónarmiðum viðskiptaráðherra hafi verið komið á framfæri Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sagðist í vikunni hafa komið efasemdum um tilboðsfyrirkomulagið á framfæri í ráðherranefnd um efnahagsmál. Fram hefur komið hjá forsætisráðherra að hún hafi ekki bókað þá athugasemd. Haraldur segist ekki muna eftir að fulltrúar Framsóknarflokksins hafi komið viðhorfum Lilju á framfæri í fjármálanefnd. „Ekki man ég eftir sjónarmiðum viðskiptaráðherra í þessu samhengi nei,“ segir Haraldur. Sífellt fleiri stjórnarþingmenn gagnrýna framkvæmd útboðsins Haraldur bætist þannig í hóp fleiri stjórnarþingmanna sem gagnrýna framkvæmd útboðsins opinberlega en nú þegar hefur fjármálaráðherra sagt að útboðið hafi ekki farið fram eins og hann helst óskaði. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd segir í grein á Vísi að hún hafi ekki haft hugmyndaflug í að starfsmenn og stjórnendur bankans, eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðsins yrðu meðal kaupenda og það fyrir nokkra tugi miljóna. Þingmenn Vinstri grænna hafa gagnrýnt söluna og sagt að stjórn og framkvæmdastjóri Bankasýslunnar eigi að segja af sér. Og þá hefur eins og þegar er komið fram viðskiptaráðherra gagnrýnt söluna. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Nýjar upplýsingar um bankasöluna staðfesti það sem óttast var Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýjar upplýsingar benda til að stór hluti fjárfesta hafi tekið þátt í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka í þeim eina tilgangi að tryggja sér skjótfenginn gróða. Hún telur eðlilegt að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins og komið verði á fót óháðri rannsóknarnefnd. 12. apríl 2022 20:16 Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20 Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Í viðtali að morgni Íslandsbankaútboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ 12. apríl 2022 16:30 Bankasýslan segist „fagna“rannsókn FME á útboði Íslandsbanka Bankasýsla ríkisins „fagnar“ því að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi tekið til athugunar tiltekna þætti í tengslum við lokað útboð á 22,5 prósenta hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stofnunin segir að mikilvægi þess að skapa traust og tiltrú á sölumeðferð á eignarhlutum í Íslandsbanka verði „seint ofmetið.“ 12. apríl 2022 16:03 Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Kjarninn birti í gær upplýsingar sem benda til þess að stór hluti þeirra sem keyptu í síðasta útboði í Íslandsbanka hafi selt bréfin sín og þannig innleyst hagnað af bréfunum. Bréfin voru seld með afslætti á 117 krónur á hlut en hafa verið á bilinu 124-130 á hvern hlut síðan. Fjárlaganefnd var meðal þeirra sem fékk kynningu á tilboðsleiðinni sem valin var við útboðið og samþykkti þá leið. Haraldur Benediktsson annar varaformaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokks gagnrýnir framkvæmd útboðsins miðað við framkomnar upplýsingar. „Menn taka þarna hækkun hlutabréfa út skömmu eftir kaupin á þeim. Mér finnst þetta ekki falleg ásýnd á sölu á opinberri eigu að horfa. Við höfðum í fjárlaganefnd þessa tilboðsleið undir höndum og hvernig hún yrði framkvæmd. Við höfum síðan spurt Bankasýsluna eftir hvaða ramma söluráðgjafarnir störfuðu. Við höfum þær upplýsingar til dæmis núna að söluráðgjafarnir hafi sjálfi verið að fjárfesta í útboðinu. Þá hefur FME hafi hafið ákveðna rannsókn á því. Þannig að sannarlega sáum við ekki fyrir að menn seldu skömmu eftir þessa tilboðsleið til að leysa út hagnað,“ segir Haraldur. Haraldur er á ferð um landið að tala við kjósendur, hann segist skynja mikla reiði meðal almennings vegna sölunnar. „Fólki misbýður brask,“ segir hann. Man ekki eftir að sjónarmiðum viðskiptaráðherra hafi verið komið á framfæri Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sagðist í vikunni hafa komið efasemdum um tilboðsfyrirkomulagið á framfæri í ráðherranefnd um efnahagsmál. Fram hefur komið hjá forsætisráðherra að hún hafi ekki bókað þá athugasemd. Haraldur segist ekki muna eftir að fulltrúar Framsóknarflokksins hafi komið viðhorfum Lilju á framfæri í fjármálanefnd. „Ekki man ég eftir sjónarmiðum viðskiptaráðherra í þessu samhengi nei,“ segir Haraldur. Sífellt fleiri stjórnarþingmenn gagnrýna framkvæmd útboðsins Haraldur bætist þannig í hóp fleiri stjórnarþingmanna sem gagnrýna framkvæmd útboðsins opinberlega en nú þegar hefur fjármálaráðherra sagt að útboðið hafi ekki farið fram eins og hann helst óskaði. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks í fjárlaganefnd segir í grein á Vísi að hún hafi ekki haft hugmyndaflug í að starfsmenn og stjórnendur bankans, eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðsins yrðu meðal kaupenda og það fyrir nokkra tugi miljóna. Þingmenn Vinstri grænna hafa gagnrýnt söluna og sagt að stjórn og framkvæmdastjóri Bankasýslunnar eigi að segja af sér. Og þá hefur eins og þegar er komið fram viðskiptaráðherra gagnrýnt söluna.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Nýjar upplýsingar um bankasöluna staðfesti það sem óttast var Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýjar upplýsingar benda til að stór hluti fjárfesta hafi tekið þátt í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka í þeim eina tilgangi að tryggja sér skjótfenginn gróða. Hún telur eðlilegt að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins og komið verði á fót óháðri rannsóknarnefnd. 12. apríl 2022 20:16 Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20 Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Í viðtali að morgni Íslandsbankaútboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ 12. apríl 2022 16:30 Bankasýslan segist „fagna“rannsókn FME á útboði Íslandsbanka Bankasýsla ríkisins „fagnar“ því að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi tekið til athugunar tiltekna þætti í tengslum við lokað útboð á 22,5 prósenta hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stofnunin segir að mikilvægi þess að skapa traust og tiltrú á sölumeðferð á eignarhlutum í Íslandsbanka verði „seint ofmetið.“ 12. apríl 2022 16:03 Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Nýjar upplýsingar um bankasöluna staðfesti það sem óttast var Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýjar upplýsingar benda til að stór hluti fjárfesta hafi tekið þátt í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka í þeim eina tilgangi að tryggja sér skjótfenginn gróða. Hún telur eðlilegt að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins og komið verði á fót óháðri rannsóknarnefnd. 12. apríl 2022 20:16
Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20
Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Í viðtali að morgni Íslandsbankaútboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ 12. apríl 2022 16:30
Bankasýslan segist „fagna“rannsókn FME á útboði Íslandsbanka Bankasýsla ríkisins „fagnar“ því að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi tekið til athugunar tiltekna þætti í tengslum við lokað útboð á 22,5 prósenta hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stofnunin segir að mikilvægi þess að skapa traust og tiltrú á sölumeðferð á eignarhlutum í Íslandsbanka verði „seint ofmetið.“ 12. apríl 2022 16:03
Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30