Varamaðurinn Curry magnaður og Dallas jafnaði metin án Luka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 08:01 Stephen Curry nýtti mínúturnar vel í nótt. AAron Ontiveroz/Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru farnir að munda sópinn eftir öruggan sigur á Denver Nuggets. Sama má segja um Philadelphia 76ers og þá tókst Dallas Mavericks að jafna metin gegn Utah Jazz. Stephen Curry hóf leik Warriors og Nuggets á varamannabekknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Það gæti verið að Steve Kerr, þjálfari Stríðsmannanna, haldi Curry á bekknum þegar hann verður heill heilsu ef það lætur hann spila jafn vel og í nótt. Skyttan magnaða fór hreinlega á kostum í 20 stiga sigri Golden State, 126-106. Staðan 2-0 í einvíginu og virðist ljóst að Denver á ekki möguleika gegn léttleikandi liði Golden State. Alls skoraði Curry 34 stig á aðeins 23 mínútum. Einnig tók hann þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Næst stigahæstur í liði Warriors var Jordan Poole með 29 stig – og átta stoðsendingar – en Klay Thompson kom þar á eftir með 21 stig. Nikola Jokić var að venju stigahæstur hjá Nuggets. Hann skoraði 26 stig og tók 11 fráköst. Chef Curry was COOKING in Game 2 to protect homecourt #DubNation@StephenCurry30: 34 PTS (12-17 FGM), 4 AST, 5 3PMWarriors vs. Nuggets Game 3: Thurs. 10pm/et on TNT pic.twitter.com/K4NhUdgbIq— NBA (@NBA) April 19, 2022 Dallas Mavericks eru án hins ótrúlega Luka Dončić en það kom ekki að sök í nótt. Liðið vann sex stiga sigur á Utah, 110-104, og jafnaði metin í einvíginu. Staðan nú 1-1 og íbúar Dallas biðja til æðri máttarvalda um að Luka verði með það sem eftir lifir einvígisins. Dallas var sjóðandi heitt fyrir utan þriggja stiga línuna en alls fóru 22 þriggja stiga skot niður í leiknum. Lagði það grunninn að góðum sigri. Jalen Brunson var svo sá leikmaður liðsins sem steig hvað mest upp í fjarveru Luka í nótt en hann bauð upp á 41 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Brunson hefur aldrei skorað meira í leik í NBA-deildinni og þá tapaði hann boltanum ekki einu sinni í leiknum. Hann er þar með fyrsti leikmaður í sögu Dallas til að skora 40 stig eða meira í leik í úrslitakeppninni án þess að missa boltann einu sinni frá sér. Jalen Brunson ERUPTED for 41 points to even up the series for the @dallasmavs! #MFFL@jalenbrunson1: 41 PTS, 8 REB, 5 AST, 2 STL, 6 3PMJazz vs. Mavs Game 3: Thurs. 9pm/et on NBA TV pic.twitter.com/pN7Rr1QnDf— NBA (@NBA) April 19, 2022 Hjá Jazz skoraði Donovan Mitchell mest allra eða 34 stig. Þar á eftir kom Bojan Bogdanović með 25 stig. Að lokum er Philadelphia 76ers komið 2-0 yfir gegn Toronto Raptors, lokatölur í nótt 112-97. Joel Embiid skoraði 31 stig og tók 11 fráköst fyrir 76ers. Þar á eftir kom Tyrese Maxey með 23 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. James Harden skoraði aðeins 14 stig en gaf sex stoðsendingar og tók sex fráköst. Hjá Raptors skoraði OG Anunoby 26 stig og var stigahæstur. Þar á eftir komu Pascal Siakam og Fred VanVleet báðir með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
Stephen Curry hóf leik Warriors og Nuggets á varamannabekknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Það gæti verið að Steve Kerr, þjálfari Stríðsmannanna, haldi Curry á bekknum þegar hann verður heill heilsu ef það lætur hann spila jafn vel og í nótt. Skyttan magnaða fór hreinlega á kostum í 20 stiga sigri Golden State, 126-106. Staðan 2-0 í einvíginu og virðist ljóst að Denver á ekki möguleika gegn léttleikandi liði Golden State. Alls skoraði Curry 34 stig á aðeins 23 mínútum. Einnig tók hann þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Næst stigahæstur í liði Warriors var Jordan Poole með 29 stig – og átta stoðsendingar – en Klay Thompson kom þar á eftir með 21 stig. Nikola Jokić var að venju stigahæstur hjá Nuggets. Hann skoraði 26 stig og tók 11 fráköst. Chef Curry was COOKING in Game 2 to protect homecourt #DubNation@StephenCurry30: 34 PTS (12-17 FGM), 4 AST, 5 3PMWarriors vs. Nuggets Game 3: Thurs. 10pm/et on TNT pic.twitter.com/K4NhUdgbIq— NBA (@NBA) April 19, 2022 Dallas Mavericks eru án hins ótrúlega Luka Dončić en það kom ekki að sök í nótt. Liðið vann sex stiga sigur á Utah, 110-104, og jafnaði metin í einvíginu. Staðan nú 1-1 og íbúar Dallas biðja til æðri máttarvalda um að Luka verði með það sem eftir lifir einvígisins. Dallas var sjóðandi heitt fyrir utan þriggja stiga línuna en alls fóru 22 þriggja stiga skot niður í leiknum. Lagði það grunninn að góðum sigri. Jalen Brunson var svo sá leikmaður liðsins sem steig hvað mest upp í fjarveru Luka í nótt en hann bauð upp á 41 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Brunson hefur aldrei skorað meira í leik í NBA-deildinni og þá tapaði hann boltanum ekki einu sinni í leiknum. Hann er þar með fyrsti leikmaður í sögu Dallas til að skora 40 stig eða meira í leik í úrslitakeppninni án þess að missa boltann einu sinni frá sér. Jalen Brunson ERUPTED for 41 points to even up the series for the @dallasmavs! #MFFL@jalenbrunson1: 41 PTS, 8 REB, 5 AST, 2 STL, 6 3PMJazz vs. Mavs Game 3: Thurs. 9pm/et on NBA TV pic.twitter.com/pN7Rr1QnDf— NBA (@NBA) April 19, 2022 Hjá Jazz skoraði Donovan Mitchell mest allra eða 34 stig. Þar á eftir kom Bojan Bogdanović með 25 stig. Að lokum er Philadelphia 76ers komið 2-0 yfir gegn Toronto Raptors, lokatölur í nótt 112-97. Joel Embiid skoraði 31 stig og tók 11 fráköst fyrir 76ers. Þar á eftir kom Tyrese Maxey með 23 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. James Harden skoraði aðeins 14 stig en gaf sex stoðsendingar og tók sex fráköst. Hjá Raptors skoraði OG Anunoby 26 stig og var stigahæstur. Þar á eftir komu Pascal Siakam og Fred VanVleet báðir með 20 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira