Nýliðarnir ætla að endurtaka leikinn frá 2012 og skemma fullkomna endurkomu þeirra bestu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 13:30 Helena í baráttunni gegn Haukum í undanúrslitum. Vísir/Bára Dröfn Úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna í körfubolta hefst í Ólafssal í kvöld þegar Haukar taka á móti Njarðvík. Fyrir ári síðan virtist var ekkert í kortunum sem benti til þess að þessi tvö lið myndu berjast um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2022. Úrslitin í Subway deild kvenna hefjast í kvöld sjáumst á vellinum! SUBWAY DEILDIN Úrslit kvenna1 Leikur 1 Þri. 19. apríl Miðasala á STUBB Sýndur beint á @St2Sport 19:15 Ólafssalur Hfj. HAUKAR - NJARÐVÍK#subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/4iPRgL73MC— KKÍ (@kkikarfa) April 19, 2022 Haukar voru vissulega í úrslitum á síðustu leiktíð en munurinn á liðinni þá – þegar því var sópað af Val – og nú er sú að eftir úrslitaeinvígi síðasta árs ákvað Helena Ólafsdóttir að ganga í raðir uppeldisfélagsins. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að Helena er besti og mikilvægasti íslenski leikmaður deildarinnar. Það var því mikil lyftistöng fyrir Hauka þegar hún ákvað að ganga aftur í raðir félagsins síðasta sumar. Í kjölfarið ákvað félagið að skrá sig í Evrópukeppni og ljóst að það átti að gera mikið úr tímabilinu. Úr varð ágætis ævintýri sem fer án efa í reynslubankann og þá varð liðið bikarmeistari í síðasta mánuði. Helena getur því að vissu leyti fullkomnað endurkomuna með Íslandsmeistaratitlinum. Ef farið væri eftir spám mætti ætla að það væri nær öruggt að Helena myndi lyfta titlinum áður en apríl mánuður er úti. Sem betur fer virka íþróttir ekki þannig. Aliyah A'taeya Collier hefur verið hreint út sagt stórkostleg í liði Njarðvíkur í vetur.Vísir/Vilhelm Fyrir ári síðan var Njarðvík að berjast um sigur í 1. deild kvenna gegn nágrönnum sínum í Grindavík. Liðið kom svo á fljúgandi siglingu inn í mótið og á meðan Grindavíkur konur börðust við falldrauginn þá var Njarðvík í tititlbaráttu. Liðinu fataðist flugið örlítið þegar líða tók á leiktíðina og endaði í 4. sæti Subway-deildar kvenna. Það kom ekki að sök í einvíginu gegn deildarmeisturum Fjölnis en Njarðvík vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur í fjórum leikjum og er nú mætt í úrslit efstu deildar kvenna í körfubolta í fyrsta sinn í áratug. Vorið 2012 mættust þessi sömu lið í úrslitum efstu deildar kvenna. Fór það svo að Njarðvík hafði betur og vann sinn fyrsta – og eina – Íslandsmeistaratitil til þessa. Það gæti allt breyst á næstu dögum. Leikur Hauka og Njarðvíkur í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna hefst klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Sjá meira
Úrslitin í Subway deild kvenna hefjast í kvöld sjáumst á vellinum! SUBWAY DEILDIN Úrslit kvenna1 Leikur 1 Þri. 19. apríl Miðasala á STUBB Sýndur beint á @St2Sport 19:15 Ólafssalur Hfj. HAUKAR - NJARÐVÍK#subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/4iPRgL73MC— KKÍ (@kkikarfa) April 19, 2022 Haukar voru vissulega í úrslitum á síðustu leiktíð en munurinn á liðinni þá – þegar því var sópað af Val – og nú er sú að eftir úrslitaeinvígi síðasta árs ákvað Helena Ólafsdóttir að ganga í raðir uppeldisfélagsins. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að Helena er besti og mikilvægasti íslenski leikmaður deildarinnar. Það var því mikil lyftistöng fyrir Hauka þegar hún ákvað að ganga aftur í raðir félagsins síðasta sumar. Í kjölfarið ákvað félagið að skrá sig í Evrópukeppni og ljóst að það átti að gera mikið úr tímabilinu. Úr varð ágætis ævintýri sem fer án efa í reynslubankann og þá varð liðið bikarmeistari í síðasta mánuði. Helena getur því að vissu leyti fullkomnað endurkomuna með Íslandsmeistaratitlinum. Ef farið væri eftir spám mætti ætla að það væri nær öruggt að Helena myndi lyfta titlinum áður en apríl mánuður er úti. Sem betur fer virka íþróttir ekki þannig. Aliyah A'taeya Collier hefur verið hreint út sagt stórkostleg í liði Njarðvíkur í vetur.Vísir/Vilhelm Fyrir ári síðan var Njarðvík að berjast um sigur í 1. deild kvenna gegn nágrönnum sínum í Grindavík. Liðið kom svo á fljúgandi siglingu inn í mótið og á meðan Grindavíkur konur börðust við falldrauginn þá var Njarðvík í tititlbaráttu. Liðinu fataðist flugið örlítið þegar líða tók á leiktíðina og endaði í 4. sæti Subway-deildar kvenna. Það kom ekki að sök í einvíginu gegn deildarmeisturum Fjölnis en Njarðvík vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur í fjórum leikjum og er nú mætt í úrslit efstu deildar kvenna í körfubolta í fyrsta sinn í áratug. Vorið 2012 mættust þessi sömu lið í úrslitum efstu deildar kvenna. Fór það svo að Njarðvík hafði betur og vann sinn fyrsta – og eina – Íslandsmeistaratitil til þessa. Það gæti allt breyst á næstu dögum. Leikur Hauka og Njarðvíkur í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna hefst klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Njarðvík - Þór Þorlákshöfn | Vilja svara fyrir skellinn í síðustu umferð „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Sjá meira