Nýliðarnir ætla að endurtaka leikinn frá 2012 og skemma fullkomna endurkomu þeirra bestu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 13:30 Helena í baráttunni gegn Haukum í undanúrslitum. Vísir/Bára Dröfn Úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna í körfubolta hefst í Ólafssal í kvöld þegar Haukar taka á móti Njarðvík. Fyrir ári síðan virtist var ekkert í kortunum sem benti til þess að þessi tvö lið myndu berjast um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2022. Úrslitin í Subway deild kvenna hefjast í kvöld sjáumst á vellinum! SUBWAY DEILDIN Úrslit kvenna1 Leikur 1 Þri. 19. apríl Miðasala á STUBB Sýndur beint á @St2Sport 19:15 Ólafssalur Hfj. HAUKAR - NJARÐVÍK#subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/4iPRgL73MC— KKÍ (@kkikarfa) April 19, 2022 Haukar voru vissulega í úrslitum á síðustu leiktíð en munurinn á liðinni þá – þegar því var sópað af Val – og nú er sú að eftir úrslitaeinvígi síðasta árs ákvað Helena Ólafsdóttir að ganga í raðir uppeldisfélagsins. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að Helena er besti og mikilvægasti íslenski leikmaður deildarinnar. Það var því mikil lyftistöng fyrir Hauka þegar hún ákvað að ganga aftur í raðir félagsins síðasta sumar. Í kjölfarið ákvað félagið að skrá sig í Evrópukeppni og ljóst að það átti að gera mikið úr tímabilinu. Úr varð ágætis ævintýri sem fer án efa í reynslubankann og þá varð liðið bikarmeistari í síðasta mánuði. Helena getur því að vissu leyti fullkomnað endurkomuna með Íslandsmeistaratitlinum. Ef farið væri eftir spám mætti ætla að það væri nær öruggt að Helena myndi lyfta titlinum áður en apríl mánuður er úti. Sem betur fer virka íþróttir ekki þannig. Aliyah A'taeya Collier hefur verið hreint út sagt stórkostleg í liði Njarðvíkur í vetur.Vísir/Vilhelm Fyrir ári síðan var Njarðvík að berjast um sigur í 1. deild kvenna gegn nágrönnum sínum í Grindavík. Liðið kom svo á fljúgandi siglingu inn í mótið og á meðan Grindavíkur konur börðust við falldrauginn þá var Njarðvík í tititlbaráttu. Liðinu fataðist flugið örlítið þegar líða tók á leiktíðina og endaði í 4. sæti Subway-deildar kvenna. Það kom ekki að sök í einvíginu gegn deildarmeisturum Fjölnis en Njarðvík vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur í fjórum leikjum og er nú mætt í úrslit efstu deildar kvenna í körfubolta í fyrsta sinn í áratug. Vorið 2012 mættust þessi sömu lið í úrslitum efstu deildar kvenna. Fór það svo að Njarðvík hafði betur og vann sinn fyrsta – og eina – Íslandsmeistaratitil til þessa. Það gæti allt breyst á næstu dögum. Leikur Hauka og Njarðvíkur í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna hefst klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Úrslitin í Subway deild kvenna hefjast í kvöld sjáumst á vellinum! SUBWAY DEILDIN Úrslit kvenna1 Leikur 1 Þri. 19. apríl Miðasala á STUBB Sýndur beint á @St2Sport 19:15 Ólafssalur Hfj. HAUKAR - NJARÐVÍK#subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/4iPRgL73MC— KKÍ (@kkikarfa) April 19, 2022 Haukar voru vissulega í úrslitum á síðustu leiktíð en munurinn á liðinni þá – þegar því var sópað af Val – og nú er sú að eftir úrslitaeinvígi síðasta árs ákvað Helena Ólafsdóttir að ganga í raðir uppeldisfélagsins. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að Helena er besti og mikilvægasti íslenski leikmaður deildarinnar. Það var því mikil lyftistöng fyrir Hauka þegar hún ákvað að ganga aftur í raðir félagsins síðasta sumar. Í kjölfarið ákvað félagið að skrá sig í Evrópukeppni og ljóst að það átti að gera mikið úr tímabilinu. Úr varð ágætis ævintýri sem fer án efa í reynslubankann og þá varð liðið bikarmeistari í síðasta mánuði. Helena getur því að vissu leyti fullkomnað endurkomuna með Íslandsmeistaratitlinum. Ef farið væri eftir spám mætti ætla að það væri nær öruggt að Helena myndi lyfta titlinum áður en apríl mánuður er úti. Sem betur fer virka íþróttir ekki þannig. Aliyah A'taeya Collier hefur verið hreint út sagt stórkostleg í liði Njarðvíkur í vetur.Vísir/Vilhelm Fyrir ári síðan var Njarðvík að berjast um sigur í 1. deild kvenna gegn nágrönnum sínum í Grindavík. Liðið kom svo á fljúgandi siglingu inn í mótið og á meðan Grindavíkur konur börðust við falldrauginn þá var Njarðvík í tititlbaráttu. Liðinu fataðist flugið örlítið þegar líða tók á leiktíðina og endaði í 4. sæti Subway-deildar kvenna. Það kom ekki að sök í einvíginu gegn deildarmeisturum Fjölnis en Njarðvík vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur í fjórum leikjum og er nú mætt í úrslit efstu deildar kvenna í körfubolta í fyrsta sinn í áratug. Vorið 2012 mættust þessi sömu lið í úrslitum efstu deildar kvenna. Fór það svo að Njarðvík hafði betur og vann sinn fyrsta – og eina – Íslandsmeistaratitil til þessa. Það gæti allt breyst á næstu dögum. Leikur Hauka og Njarðvíkur í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna hefst klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira