Skuldadagar í Reykjavíkurborg Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 20. apríl 2022 12:00 Í vor kjósum við Reykvíkingar um framtíð Reykjavíkurborgar. Rekstur sveitarfélaga snýst í grunninn um það að veita íbúum lögbundna grunnþjónustu - hlúa að velferð íbúanna. Lögbundin verkefni sveitarfélaganna sem þeim er skylt að sinna standa íbúum mjög nærri og eru þeim mikilvæg í daglegu lífi. Það er enda á þessum grunni sem flestir velja sér búsetu; velja sér heimili. Þegar listinn yfir þessi verkefni er skoðaður er ekki hægt annað en að velta fyrir sér forgangsröðun meirihlutans í Reykjavíkurborg. Sveitarfélög bera m.a. ábyrgð á því að tryggja börnum leikskóladvöl og þjónustu frístundaheimila. Þau bera ábyrgð á eigin skipulagsmálum, á sorphirðu og eru ábyrg fyrir lagningu og viðhaldi vega innan þéttbýlis, svo nokkur dæmi séu tekin. Skuldasöfnun Reykjavíkurborgar hefur verið ógnvænleg undir forystu vinstri meirihlutans sl. áratugi. Og það eina sem hann hefur lofað okkur eru vaxandi skuldir og það þrátt fyrir að skuldahlutfall borgarinnar nálgist óðfluga hámark sveitarfélaga samkvæmt lögum. Þessi þróun er öfugsnúin og í fullkomnu misræmi við þróun og áherslur í nágrannasveitarfélögum okkar. Í því skyni að brengla og afvegaleiða umræðuna hafa einhverjir reynt að setja fram staðhæfingar sem byggja einvörðungu á upplýsingum úr A-hluta Reykjavíkurborgar (borgarsjóðs). Samkvæmt reglum skal miða við heildarskuldir og skuldbindingar bæði A- og B-hluta í reikningsskilum. (Svonefnd B-hluta fyrirtæki eru fyrirtæki á borð við Félagsbústaði). Ársreikningur Reykjavíkurborgar er sem sé ekki samanburðarhæfur við reikninga flestra eða allra annarra sveitarfélaga þar sem brugðið hefur verið á það ráð að færa skuldir vegna félagslegs húsnæðis í sérstakt fyrirtæki, Félagsbústaði hf., til þess að fegra ársreikninginn. Framsetning ársreikningsins sætir nú sérstakri athugun eftirlitsstofnunar EFTA. Vinstri meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis reynt að benda á heimsfaraldurinn í þessu samhengi. Það er einkennilegt þar sem borgin varð ekki fyrir tekjufalli vegna faraldursins heldur þvert á móti jukust tekjur hennar. Meirihlutinn hefur enda nýtt sér skálkaskjól veirunnar óspart, t.a.m. þegar hann skerti opnunartíma á leikskólum borgarinnar. Verkefnalisti Reykjavíkurborgar er langur og þar situr margt á hakanum. Það er því erfitt að velja eitt úr sem gæti ráðið úrslitum í kosningunum. Vonandi verða þó fjármál borgarinnar fyrirferðarmikil í hugum Reykvíkinga, en sveitarstjórnir fara með fjárstjórnarvald sveitarfélaga. Það er óskandi að í vor hafni Reykvíkingar áframhaldandi skuldasöfnun og óstjórn í fjármálum borgarinnar. Reykvíkingar greiða nú þegar hæsta leyfilega útsvar og álögur hér á fyrirtæki hafa fælingarmátt. Skuldirnar verða hins vegar ekki endalaust faldar með bókhaldsbrögðum. Það kemur að lokum að skuldadögum. Snúum við áður en það verður um seinan. Höfundur er þingmaður og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í vor kjósum við Reykvíkingar um framtíð Reykjavíkurborgar. Rekstur sveitarfélaga snýst í grunninn um það að veita íbúum lögbundna grunnþjónustu - hlúa að velferð íbúanna. Lögbundin verkefni sveitarfélaganna sem þeim er skylt að sinna standa íbúum mjög nærri og eru þeim mikilvæg í daglegu lífi. Það er enda á þessum grunni sem flestir velja sér búsetu; velja sér heimili. Þegar listinn yfir þessi verkefni er skoðaður er ekki hægt annað en að velta fyrir sér forgangsröðun meirihlutans í Reykjavíkurborg. Sveitarfélög bera m.a. ábyrgð á því að tryggja börnum leikskóladvöl og þjónustu frístundaheimila. Þau bera ábyrgð á eigin skipulagsmálum, á sorphirðu og eru ábyrg fyrir lagningu og viðhaldi vega innan þéttbýlis, svo nokkur dæmi séu tekin. Skuldasöfnun Reykjavíkurborgar hefur verið ógnvænleg undir forystu vinstri meirihlutans sl. áratugi. Og það eina sem hann hefur lofað okkur eru vaxandi skuldir og það þrátt fyrir að skuldahlutfall borgarinnar nálgist óðfluga hámark sveitarfélaga samkvæmt lögum. Þessi þróun er öfugsnúin og í fullkomnu misræmi við þróun og áherslur í nágrannasveitarfélögum okkar. Í því skyni að brengla og afvegaleiða umræðuna hafa einhverjir reynt að setja fram staðhæfingar sem byggja einvörðungu á upplýsingum úr A-hluta Reykjavíkurborgar (borgarsjóðs). Samkvæmt reglum skal miða við heildarskuldir og skuldbindingar bæði A- og B-hluta í reikningsskilum. (Svonefnd B-hluta fyrirtæki eru fyrirtæki á borð við Félagsbústaði). Ársreikningur Reykjavíkurborgar er sem sé ekki samanburðarhæfur við reikninga flestra eða allra annarra sveitarfélaga þar sem brugðið hefur verið á það ráð að færa skuldir vegna félagslegs húsnæðis í sérstakt fyrirtæki, Félagsbústaði hf., til þess að fegra ársreikninginn. Framsetning ársreikningsins sætir nú sérstakri athugun eftirlitsstofnunar EFTA. Vinstri meirihlutinn í Reykjavíkurborg hefur sömuleiðis reynt að benda á heimsfaraldurinn í þessu samhengi. Það er einkennilegt þar sem borgin varð ekki fyrir tekjufalli vegna faraldursins heldur þvert á móti jukust tekjur hennar. Meirihlutinn hefur enda nýtt sér skálkaskjól veirunnar óspart, t.a.m. þegar hann skerti opnunartíma á leikskólum borgarinnar. Verkefnalisti Reykjavíkurborgar er langur og þar situr margt á hakanum. Það er því erfitt að velja eitt úr sem gæti ráðið úrslitum í kosningunum. Vonandi verða þó fjármál borgarinnar fyrirferðarmikil í hugum Reykvíkinga, en sveitarstjórnir fara með fjárstjórnarvald sveitarfélaga. Það er óskandi að í vor hafni Reykvíkingar áframhaldandi skuldasöfnun og óstjórn í fjármálum borgarinnar. Reykvíkingar greiða nú þegar hæsta leyfilega útsvar og álögur hér á fyrirtæki hafa fælingarmátt. Skuldirnar verða hins vegar ekki endalaust faldar með bókhaldsbrögðum. Það kemur að lokum að skuldadögum. Snúum við áður en það verður um seinan. Höfundur er þingmaður og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun