Embiid mundar sópinn, samheldni Celtics sigraði einstaklingsgæði og DeRozan jafnaði metin gegn Bucks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2022 11:00 Joel Embiid fagnar sigurkörfunni. NBA Það fóru þrír frábærir leikir fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. DeMar DeRozan var trylltur er Chicago Bulls jöfnuðu metin gegn meisturum Milwaukee Bucks. Boston Celtic komið 2-0 yfir gegn Brooklyn Nets og Joel Embiid kom Philadelphia 76ers 3-0 yfir gegn Toronto Raptors með flautuþrist í framlengdum leik. Frábær annar leikhluti Nautanna frá Chicago gerði það að verkum að liðið var með nægilega mikla forystu til að standast áhlaup meistaranna í síðari hálfleik en munurinn var 14 stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Það sem gerðist einnig í öðrum leikhluta var að Tristan Thompson rak olnbogann í andltið á Bobby Portis er þeir börðust um boltann og Portis lék ekkert í síðari hálfleik. Munaði um minna fyrir Bucks. There was no foul called on this play in which Tristan Thompson elbowed Bobby Portis in the face. pic.twitter.com/pB1mBtpjiz— Scott Grodsky (@ScottGrodsky) April 21, 2022 Þegar líða tók á þriðja leikhluta lifnuðu heimamenn við og minnkuðu muninn niður í aðeins fjögur stig en aftur tókst gestunum að ná tveggja tölu forystu. Staðan 80-92 þegar tæpar ellefu mínútur voru til leiksloka. Aftur gerðu heimamenn áhlaup en liðið missti annan leikmann út vegna meiðsla er Khris Middleton rann illa á gólfinu. Hann spilaði ekki meira og Bucks án Portis og Middleton síðustu sex mínútur leiksins. Það hefur eflaust hjálpað gestunum að halda út en Nautin unnu fjögurra stiga sigur, 114-110 og staðan í einvíginu er 1-1 þegar liðin færa sig frá Milwaukee og yfir til Chicago. Hjá heimamönnum var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 33 stig ásamt því að taka 18 fráköst og gefa 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Brook Lopez með 25 stig og Middleton skoraði 18 stig og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Bulls var DeRozan með 41 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Þar á eftir kom Nikola Vucevic með 24 stig og 13 fráköst. Þá skoraði Zach Lavine 20 stig. DeMar DeRozan was IN HIS BAG in Game 2. He WENT OFF for a Playoff career-high 41 PTS to even the series at 1-1! #BullsNation@DeMar_DeRozan: 41 PTS, 7 REB, 4 AST, 2 BLKBUCKS/BULLS Game 3: Fri. 8:30pm/et on ABC#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/og9t7cXuZY— NBA (@NBA) April 21, 2022 Frábær fjórði leikhluti þýðir að Boston er nú 2-0 yfir gegn Brooklyn, lokatölur 114-107. Segja má að góð liðsheild hafi skapað sigurinn en sjö af átta leikmönnum Boston skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Jaylen Brown var stigahæstur með 22, Jayson Tatum skoraði 19 og gaf 10 stoðsendingar. Grant Williams skoraði 17, Al Horford 16, Daniel Theis 15, Marcus Smart 12 og Payton Pritchard 10. The @celtics closed out Game 2 with CLUTCH play by their BIG 3 (@FCHWPO, @jaytatum0, @smart_MS3) to take the 2-0 series lead! #BleedGreenGame 3: CELTICS/NETSSat. 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/fSi7bgy9tJ— NBA (@NBA) April 21, 2022 Hjá Nets var Kevin Durant stigahæstur með 27 stig, Bruce Brown Jr. kom þar á eftir með 23, Goran Dragić gerði 18 og Seth Curry 16. Svo virðist sem baulið og leiðindin í stuðningsfólki Boston hafi náð til Kyrie Irving sem skoraði aðeins 10 stig á þeim 40 mínútum sem hann spilaði. Að lokum þurfti Philadelphia 76ers framlengingu til að leggja Toronto Raptors að velli, lokatölur 104-101 þökk sé sigurkörfu Embiid. Staðan 3-0 í einvíginu og sópurinn við það að sveiflast. JOEL WINS IT FOR THE SIXERS FROM DEEP IN OT!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/gYFaKf6GY9— NBA (@NBA) April 21, 2022 Embiid skoraði 33 stig og tók 14 fráköst á meðan Thyrese Maxey og James Harden skoruðu 19 stig hvor. Harden einnig með 10 stoðsendingar. Hjá Raptors skoraði OG Anunoby 26 stig, Gary Trent Jr. 24 og Precious Achiuwa skoraði 20 stig. The Playoff Bracket after Wednesday Night's GamesThe #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. pic.twitter.com/9lWETWa3HJ— NBA (@NBA) April 21, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Frábær annar leikhluti Nautanna frá Chicago gerði það að verkum að liðið var með nægilega mikla forystu til að standast áhlaup meistaranna í síðari hálfleik en munurinn var 14 stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Það sem gerðist einnig í öðrum leikhluta var að Tristan Thompson rak olnbogann í andltið á Bobby Portis er þeir börðust um boltann og Portis lék ekkert í síðari hálfleik. Munaði um minna fyrir Bucks. There was no foul called on this play in which Tristan Thompson elbowed Bobby Portis in the face. pic.twitter.com/pB1mBtpjiz— Scott Grodsky (@ScottGrodsky) April 21, 2022 Þegar líða tók á þriðja leikhluta lifnuðu heimamenn við og minnkuðu muninn niður í aðeins fjögur stig en aftur tókst gestunum að ná tveggja tölu forystu. Staðan 80-92 þegar tæpar ellefu mínútur voru til leiksloka. Aftur gerðu heimamenn áhlaup en liðið missti annan leikmann út vegna meiðsla er Khris Middleton rann illa á gólfinu. Hann spilaði ekki meira og Bucks án Portis og Middleton síðustu sex mínútur leiksins. Það hefur eflaust hjálpað gestunum að halda út en Nautin unnu fjögurra stiga sigur, 114-110 og staðan í einvíginu er 1-1 þegar liðin færa sig frá Milwaukee og yfir til Chicago. Hjá heimamönnum var Giannis Antetokounmpo stigahæstur með 33 stig ásamt því að taka 18 fráköst og gefa 9 stoðsendingar. Þar á eftir kom Brook Lopez með 25 stig og Middleton skoraði 18 stig og gaf 8 stoðsendingar. Hjá Bulls var DeRozan með 41 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Þar á eftir kom Nikola Vucevic með 24 stig og 13 fráköst. Þá skoraði Zach Lavine 20 stig. DeMar DeRozan was IN HIS BAG in Game 2. He WENT OFF for a Playoff career-high 41 PTS to even the series at 1-1! #BullsNation@DeMar_DeRozan: 41 PTS, 7 REB, 4 AST, 2 BLKBUCKS/BULLS Game 3: Fri. 8:30pm/et on ABC#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/og9t7cXuZY— NBA (@NBA) April 21, 2022 Frábær fjórði leikhluti þýðir að Boston er nú 2-0 yfir gegn Brooklyn, lokatölur 114-107. Segja má að góð liðsheild hafi skapað sigurinn en sjö af átta leikmönnum Boston skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Jaylen Brown var stigahæstur með 22, Jayson Tatum skoraði 19 og gaf 10 stoðsendingar. Grant Williams skoraði 17, Al Horford 16, Daniel Theis 15, Marcus Smart 12 og Payton Pritchard 10. The @celtics closed out Game 2 with CLUTCH play by their BIG 3 (@FCHWPO, @jaytatum0, @smart_MS3) to take the 2-0 series lead! #BleedGreenGame 3: CELTICS/NETSSat. 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/fSi7bgy9tJ— NBA (@NBA) April 21, 2022 Hjá Nets var Kevin Durant stigahæstur með 27 stig, Bruce Brown Jr. kom þar á eftir með 23, Goran Dragić gerði 18 og Seth Curry 16. Svo virðist sem baulið og leiðindin í stuðningsfólki Boston hafi náð til Kyrie Irving sem skoraði aðeins 10 stig á þeim 40 mínútum sem hann spilaði. Að lokum þurfti Philadelphia 76ers framlengingu til að leggja Toronto Raptors að velli, lokatölur 104-101 þökk sé sigurkörfu Embiid. Staðan 3-0 í einvíginu og sópurinn við það að sveiflast. JOEL WINS IT FOR THE SIXERS FROM DEEP IN OT!#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/gYFaKf6GY9— NBA (@NBA) April 21, 2022 Embiid skoraði 33 stig og tók 14 fráköst á meðan Thyrese Maxey og James Harden skoruðu 19 stig hvor. Harden einnig með 10 stoðsendingar. Hjá Raptors skoraði OG Anunoby 26 stig, Gary Trent Jr. 24 og Precious Achiuwa skoraði 20 stig. The Playoff Bracket after Wednesday Night's GamesThe #NBAPlayoffs presented by Google Pixel. pic.twitter.com/9lWETWa3HJ— NBA (@NBA) April 21, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira