Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2022 13:47 Björgvin Páll í leik með Val. Vísir/Vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. Björgvin Páll, sem spilar í dag í með Val í Olís-deild karla í handbolta, segist vilja nýja þjóðarhöll jafn mikið og næsti maður. Hins vegar ekki á kostnað heilbrigðiskerfisins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni, núverið. Hann segir að þetta sé í réttum farveg og við ættum að sjá breytingar á næstu mánuðum eða misserum. Björgvin Páll fagnar því eflaust en í færslu á Facebook-síðu sinni tók hann fram að við þyrftum líka að geta séð heiminn með augum annarra. Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Handboltakallinn ég væri rosalega til í að sjá nýja þjóðarhöll rísa. En við þurfum líka að sjá heiminn með augum annarra. Á tímum sem þessum spyr ég mig hvort það sé það mikilvægasta, horfandi á úrelt húsnæði geðdeilda, lélega þjónustu við aldraða og fatlaða og slæma geðheilsu barna og ungmenna.“ „Þó að eitt þurfi ekki að útiloka annað þá bið ég fólk að skoða hlutina útfrá réttri forgangsröðun. Ef að ákveðið verður að byggja nýja höll þá er ég klár að grípa í skóflu og hjálpa til svo að ég nái að spila í henni áður en ég hætti,“ skrifaði hann einnig. Fái handboltalandsliðin ekki undanþágu áfram hefur því verið velt upp hvar heimaleikir Íslands þyrftu að fara fram, þar sem Danmörk og Færeyjar hafa til að mynda verið nefnd til sögunnar.“ „En ef krónurnar eru ekki til þá er ég líka klár í að spila landsleiki næstu ára í Danmörku eða í Færeyjum ef að það verður til þess að heilbrigðiskerfið haldi velli.“ Björgvin Páll verður í eldlínunni þegar Valur tekur á móti Fram í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Ný þjóðarhöll Handbolti Íslenski handboltinn Heilbrigðismál Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Sjá meira
Björgvin Páll, sem spilar í dag í með Val í Olís-deild karla í handbolta, segist vilja nýja þjóðarhöll jafn mikið og næsti maður. Hins vegar ekki á kostnað heilbrigðiskerfisins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni, núverið. Hann segir að þetta sé í réttum farveg og við ættum að sjá breytingar á næstu mánuðum eða misserum. Björgvin Páll fagnar því eflaust en í færslu á Facebook-síðu sinni tók hann fram að við þyrftum líka að geta séð heiminn með augum annarra. Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Handboltakallinn ég væri rosalega til í að sjá nýja þjóðarhöll rísa. En við þurfum líka að sjá heiminn með augum annarra. Á tímum sem þessum spyr ég mig hvort það sé það mikilvægasta, horfandi á úrelt húsnæði geðdeilda, lélega þjónustu við aldraða og fatlaða og slæma geðheilsu barna og ungmenna.“ „Þó að eitt þurfi ekki að útiloka annað þá bið ég fólk að skoða hlutina útfrá réttri forgangsröðun. Ef að ákveðið verður að byggja nýja höll þá er ég klár að grípa í skóflu og hjálpa til svo að ég nái að spila í henni áður en ég hætti,“ skrifaði hann einnig. Fái handboltalandsliðin ekki undanþágu áfram hefur því verið velt upp hvar heimaleikir Íslands þyrftu að fara fram, þar sem Danmörk og Færeyjar hafa til að mynda verið nefnd til sögunnar.“ „En ef krónurnar eru ekki til þá er ég líka klár í að spila landsleiki næstu ára í Danmörku eða í Færeyjum ef að það verður til þess að heilbrigðiskerfið haldi velli.“ Björgvin Páll verður í eldlínunni þegar Valur tekur á móti Fram í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Ný þjóðarhöll Handbolti Íslenski handboltinn Heilbrigðismál Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Sjá meira