Segist geta spilað í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfið haldi velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2022 13:47 Björgvin Páll í leik með Val. Vísir/Vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að hann geti spilað landsleiki í Danmörku eða Færeyjum svo lengi sem heilbrigðiskerfi landsins haldi velli. Björgvin Páll, sem spilar í dag í með Val í Olís-deild karla í handbolta, segist vilja nýja þjóðarhöll jafn mikið og næsti maður. Hins vegar ekki á kostnað heilbrigðiskerfisins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni, núverið. Hann segir að þetta sé í réttum farveg og við ættum að sjá breytingar á næstu mánuðum eða misserum. Björgvin Páll fagnar því eflaust en í færslu á Facebook-síðu sinni tók hann fram að við þyrftum líka að geta séð heiminn með augum annarra. Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Handboltakallinn ég væri rosalega til í að sjá nýja þjóðarhöll rísa. En við þurfum líka að sjá heiminn með augum annarra. Á tímum sem þessum spyr ég mig hvort það sé það mikilvægasta, horfandi á úrelt húsnæði geðdeilda, lélega þjónustu við aldraða og fatlaða og slæma geðheilsu barna og ungmenna.“ „Þó að eitt þurfi ekki að útiloka annað þá bið ég fólk að skoða hlutina útfrá réttri forgangsröðun. Ef að ákveðið verður að byggja nýja höll þá er ég klár að grípa í skóflu og hjálpa til svo að ég nái að spila í henni áður en ég hætti,“ skrifaði hann einnig. Fái handboltalandsliðin ekki undanþágu áfram hefur því verið velt upp hvar heimaleikir Íslands þyrftu að fara fram, þar sem Danmörk og Færeyjar hafa til að mynda verið nefnd til sögunnar.“ „En ef krónurnar eru ekki til þá er ég líka klár í að spila landsleiki næstu ára í Danmörku eða í Færeyjum ef að það verður til þess að heilbrigðiskerfið haldi velli.“ Björgvin Páll verður í eldlínunni þegar Valur tekur á móti Fram í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Ný þjóðarhöll Handbolti Íslenski handboltinn Heilbrigðismál Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Björgvin Páll, sem spilar í dag í með Val í Olís-deild karla í handbolta, segist vilja nýja þjóðarhöll jafn mikið og næsti maður. Hins vegar ekki á kostnað heilbrigðiskerfisins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni, núverið. Hann segir að þetta sé í réttum farveg og við ættum að sjá breytingar á næstu mánuðum eða misserum. Björgvin Páll fagnar því eflaust en í færslu á Facebook-síðu sinni tók hann fram að við þyrftum líka að geta séð heiminn með augum annarra. Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. „Handboltakallinn ég væri rosalega til í að sjá nýja þjóðarhöll rísa. En við þurfum líka að sjá heiminn með augum annarra. Á tímum sem þessum spyr ég mig hvort það sé það mikilvægasta, horfandi á úrelt húsnæði geðdeilda, lélega þjónustu við aldraða og fatlaða og slæma geðheilsu barna og ungmenna.“ „Þó að eitt þurfi ekki að útiloka annað þá bið ég fólk að skoða hlutina útfrá réttri forgangsröðun. Ef að ákveðið verður að byggja nýja höll þá er ég klár að grípa í skóflu og hjálpa til svo að ég nái að spila í henni áður en ég hætti,“ skrifaði hann einnig. Fái handboltalandsliðin ekki undanþágu áfram hefur því verið velt upp hvar heimaleikir Íslands þyrftu að fara fram, þar sem Danmörk og Færeyjar hafa til að mynda verið nefnd til sögunnar.“ „En ef krónurnar eru ekki til þá er ég líka klár í að spila landsleiki næstu ára í Danmörku eða í Færeyjum ef að það verður til þess að heilbrigðiskerfið haldi velli.“ Björgvin Páll verður í eldlínunni þegar Valur tekur á móti Fram í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Ný þjóðarhöll Handbolti Íslenski handboltinn Heilbrigðismál Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira