Tekið á móti allt að 140 úkraínskum flóttamönnum úr viðkvæmum hópum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2022 12:27 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra fól flóttamannanefnd í síðasta mánuði að útfæra tillögur að móttöku flóttafólks í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Vísir/Vilhelm Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun að fallast á útfærslu flóttamannanefndar um móttöku viðkvæmra hópa flóttafólks frá Úkraínu. Tekið verður á móti allt að 140 manns úr þeim hópum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar er rakið að seint í síðasta mánuði hafi ríkisstjórnin samþykkt tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra um að fela flóttamannanefnd að útfæra tillögur um sérstaka móttöku viðkvæmra hópa flóttafólks frá Úkraínu. Samkvæmt tilkynningunni verða fyrstu viðbrögð og aðgerðir stjórnvalda, að tillögu flóttamannanefndar, eftirfarandi: „Tekið verður á móti allt að 100 manns sem hafa leitað til Moldóvu frá Úkraínu. Landið er eitt fátækasta ríki Evrópu en alls hafa um 450.000 manns leitað yfir landamærin og stendur Moldóva frammi fyrir stórum áskorunum til að tryggja öryggi og húsaskjól fyrir þessa einstaklinga. Tekið verður á móti fimm til sjö fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra, en ákall hefur komið frá pólskum stjórnvöldum um að taka á móti þessum einstaklingum. Mikilvægt er að halda vel utan um þennan hóp sem þarf mikinn stuðning og þjónustu. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra sé um 15-20 manns. Íslensk stjórnvöld munu taka á móti sjúkum og særðum og nánum fjölskyldumeðlimum þeirra. Sendar eru út beiðnir vegna móttöku einstaklinga sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda úr evrópskum gagnagrunni. Tilgreint er í hvert sinn hvers konar heilbrigðisþjónustu er þörf á og með því móti er hægt að taka á móti einstaklingum í samræmi við getu heilbrigðiskerfisins hverju sinni. Fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins ásamt fulltrúa Almannavarna munu vakta beiðnir og meta getu heilbrigðiskerfisins til að sinna ákalli hverju sinni.“ Þá segir í tilkynningunni að rúmlega 820 manns frá Úkraínu hafi sótt um vernd hér á landi og viðbúið sé að umsóknum muni fjölga á næstunni. Með ákvörðun sinni í dag muni ríkisstjórnin taka sérstaklega á móti flóttafólki úr viðkvæmum hópum. Heildarfjöldi þeirra muni nema um 120 til 140 manns. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Þar er rakið að seint í síðasta mánuði hafi ríkisstjórnin samþykkt tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra um að fela flóttamannanefnd að útfæra tillögur um sérstaka móttöku viðkvæmra hópa flóttafólks frá Úkraínu. Samkvæmt tilkynningunni verða fyrstu viðbrögð og aðgerðir stjórnvalda, að tillögu flóttamannanefndar, eftirfarandi: „Tekið verður á móti allt að 100 manns sem hafa leitað til Moldóvu frá Úkraínu. Landið er eitt fátækasta ríki Evrópu en alls hafa um 450.000 manns leitað yfir landamærin og stendur Moldóva frammi fyrir stórum áskorunum til að tryggja öryggi og húsaskjól fyrir þessa einstaklinga. Tekið verður á móti fimm til sjö fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra, en ákall hefur komið frá pólskum stjórnvöldum um að taka á móti þessum einstaklingum. Mikilvægt er að halda vel utan um þennan hóp sem þarf mikinn stuðning og þjónustu. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra sé um 15-20 manns. Íslensk stjórnvöld munu taka á móti sjúkum og særðum og nánum fjölskyldumeðlimum þeirra. Sendar eru út beiðnir vegna móttöku einstaklinga sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda úr evrópskum gagnagrunni. Tilgreint er í hvert sinn hvers konar heilbrigðisþjónustu er þörf á og með því móti er hægt að taka á móti einstaklingum í samræmi við getu heilbrigðiskerfisins hverju sinni. Fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins ásamt fulltrúa Almannavarna munu vakta beiðnir og meta getu heilbrigðiskerfisins til að sinna ákalli hverju sinni.“ Þá segir í tilkynningunni að rúmlega 820 manns frá Úkraínu hafi sótt um vernd hér á landi og viðbúið sé að umsóknum muni fjölga á næstunni. Með ákvörðun sinni í dag muni ríkisstjórnin taka sérstaklega á móti flóttafólki úr viðkvæmum hópum. Heildarfjöldi þeirra muni nema um 120 til 140 manns.
„Tekið verður á móti allt að 100 manns sem hafa leitað til Moldóvu frá Úkraínu. Landið er eitt fátækasta ríki Evrópu en alls hafa um 450.000 manns leitað yfir landamærin og stendur Moldóva frammi fyrir stórum áskorunum til að tryggja öryggi og húsaskjól fyrir þessa einstaklinga. Tekið verður á móti fimm til sjö fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra, en ákall hefur komið frá pólskum stjórnvöldum um að taka á móti þessum einstaklingum. Mikilvægt er að halda vel utan um þennan hóp sem þarf mikinn stuðning og þjónustu. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra sé um 15-20 manns. Íslensk stjórnvöld munu taka á móti sjúkum og særðum og nánum fjölskyldumeðlimum þeirra. Sendar eru út beiðnir vegna móttöku einstaklinga sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda úr evrópskum gagnagrunni. Tilgreint er í hvert sinn hvers konar heilbrigðisþjónustu er þörf á og með því móti er hægt að taka á móti einstaklingum í samræmi við getu heilbrigðiskerfisins hverju sinni. Fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins ásamt fulltrúa Almannavarna munu vakta beiðnir og meta getu heilbrigðiskerfisins til að sinna ákalli hverju sinni.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira