Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. apríl 2022 23:33 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Egill Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. Þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir hvaðanæva að um nýafstaðið útboð ríkisins á hlut í Íslandsbanka er fjármálaráðherra sáttur með heildarútkomuna. „Það er hins vegar mjög slæmt að það standi út af atriði sem þurfi að fara ofan í saumana á strax í kjölfarið af útboðinu. Að því leytinu til er staðan ekki sú sem ég hafði óskað mér fyrir fram,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Nokkrir mótmælafundir hafa verið haldnir á Austurvelli síðustu daga þar sem kallað hefur verið eftir afsögn Bjarna. Mótmælin hafa verið ansi fjölmenn hingað til. Afar fámenn mótmæli fóru hins vegar fram fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun á meðan ríkisstjórnin fundaði þar sem einn var handtekinn fyrir að vera með blys. Fréttastofa var á staðnum í morgun og náði handtökunni á myndband: „Pólitíska ábyrgðin er alltaf hjá mér“ Rétt eftir páska greindi ríkisstjórnin frá því að hún hygðist leggja niður Bankasýslu ríkisins og bíða með að selja restina af Íslandsbanka í bili. Bjarni þvertekur fyrir að með þessu sé verið að firra hann ábyrgð á því sem betur hefði mátt fara í ferlinu eins og margir úr stjórnarandstöðunni hafa haldið fram. „Nei, nei. Pólitíska ábyrgðin er alltaf hjá mér,“ segir hann. „Þau atriði sem eru núna til skoðunar eru svona dáldið sértæk og varða svona útfærslu og framkvæmdaleg atriði fyrst og fremst sýnist mér. En við skulum bara sjá. Við skulum bíða eftir niðurstöðu ríkisendurskoðunar og sjá hvað kemur út úr því og sömuleiðis hvað Seðlabankinn segir.“ Vantreystir ekki Bankasýslunni Hann segir að með því að leggja bankasýslu ríkisins niður sé verið að breyta öllu regluverkinu fyrir næsta söluferli. „Við bendum á þætti sem varða gagnsæi og upplýsingagjöf sem að mínu mati hafa verið dálítið gagnrýnisverð í síðasta útboði. Og auðvelt að vísa bara til umræðunnar sem hefur verið um það. Og hyggjumst leggja til nýtt fyrirkomulag til framtíðar. Og þetta eru bara tvö aðskilin mál í mínum huga,“ segir Bjarni. Þannig sé ekki um áfellisdóm yfir Bankasýslu ríkisins að ræða. „Sko, ef að málið snerist um algert vantraust á Bankasýsluna þá hefðum við einfaldlega sagt það. Þá hefðum við óskað eftir því að stjórnin myndi víkja og stjórnendur. Það er ekki það sem við erum að gera,“ segir Bjarni. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21 83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. 20. apríl 2022 07:26 Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir hvaðanæva að um nýafstaðið útboð ríkisins á hlut í Íslandsbanka er fjármálaráðherra sáttur með heildarútkomuna. „Það er hins vegar mjög slæmt að það standi út af atriði sem þurfi að fara ofan í saumana á strax í kjölfarið af útboðinu. Að því leytinu til er staðan ekki sú sem ég hafði óskað mér fyrir fram,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Nokkrir mótmælafundir hafa verið haldnir á Austurvelli síðustu daga þar sem kallað hefur verið eftir afsögn Bjarna. Mótmælin hafa verið ansi fjölmenn hingað til. Afar fámenn mótmæli fóru hins vegar fram fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun á meðan ríkisstjórnin fundaði þar sem einn var handtekinn fyrir að vera með blys. Fréttastofa var á staðnum í morgun og náði handtökunni á myndband: „Pólitíska ábyrgðin er alltaf hjá mér“ Rétt eftir páska greindi ríkisstjórnin frá því að hún hygðist leggja niður Bankasýslu ríkisins og bíða með að selja restina af Íslandsbanka í bili. Bjarni þvertekur fyrir að með þessu sé verið að firra hann ábyrgð á því sem betur hefði mátt fara í ferlinu eins og margir úr stjórnarandstöðunni hafa haldið fram. „Nei, nei. Pólitíska ábyrgðin er alltaf hjá mér,“ segir hann. „Þau atriði sem eru núna til skoðunar eru svona dáldið sértæk og varða svona útfærslu og framkvæmdaleg atriði fyrst og fremst sýnist mér. En við skulum bara sjá. Við skulum bíða eftir niðurstöðu ríkisendurskoðunar og sjá hvað kemur út úr því og sömuleiðis hvað Seðlabankinn segir.“ Vantreystir ekki Bankasýslunni Hann segir að með því að leggja bankasýslu ríkisins niður sé verið að breyta öllu regluverkinu fyrir næsta söluferli. „Við bendum á þætti sem varða gagnsæi og upplýsingagjöf sem að mínu mati hafa verið dálítið gagnrýnisverð í síðasta útboði. Og auðvelt að vísa bara til umræðunnar sem hefur verið um það. Og hyggjumst leggja til nýtt fyrirkomulag til framtíðar. Og þetta eru bara tvö aðskilin mál í mínum huga,“ segir Bjarni. Þannig sé ekki um áfellisdóm yfir Bankasýslu ríkisins að ræða. „Sko, ef að málið snerist um algert vantraust á Bankasýsluna þá hefðum við einfaldlega sagt það. Þá hefðum við óskað eftir því að stjórnin myndi víkja og stjórnendur. Það er ekki það sem við erum að gera,“ segir Bjarni.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21 83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. 20. apríl 2022 07:26 Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21
83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. 20. apríl 2022 07:26
Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34