Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Kristján Már Unnarsson skrifar 23. apríl 2022 08:08 Um borð í flugvél Ernis. Leiguflugið kostaði 600 þúsund krónur á hvert barn. Sofie Rosa Jakobsen Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. Hópurinn á flugvellinum í Narsarsuaq.Sofie Rosa Jakobsen Íslenskir foreldrar hafa oft ástæðu til að kvarta undan tíma og kostnaði sem fer í ferðalög sinna barna á íþróttamót innanlands á Íslandi. En heyrið þá um aðstæður grænlenskra foreldra og barna þeirra og hvað þau eru tilbúin að leggja á sig. Grænland er nefnilega gríðarstórt land, án vegakerfis og fjarlægðir miklar milli bæja. Þegar krakkarnir í Qaqortoq vildu taka þátt í ungmennalandsmóti Grænlands í innanhússfótbolta fyrir 15 ára og yngri þá þýddi það 700 kílómetra ferðalag, álíka í loftlínu og milli Reykjavíkur og Færeyja, nema bara talsvert flóknara og dýrara. Á flugvellinum í Kulusuk. Flugvélin gerð klár fyrir flug.Sofie Rosa Jakobsen Það stefndi raunar í að börnin í Qaqortoq yrðu að sitja heima, eftir að hafa æft í allan vetur, þegar Air Greenland tilkynnti að ekki væri pláss í flugvélinni. Foreldrarnir gátu ekki hugsað sér að horfa upp á sársvekkt börnin í dymbilvikunni og leigðu nítján sæta flugvél frá Flugfélaginu Erni á Íslandi. Samkvæmt frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR kostaði 350 þúsund danskar krónur að leigja flugvélina, andvirði 6,6 milljóna íslenskra króna, en vélin flutti hópinn báðar leiðir. Til að kljúfa kostnaðinn söfnuðu foreldrarnir nokkrum styrktaraðilum, sem tóku vel í erindið og hjálpuðu til. Fótboltalið K-33 sem keppti á Grænlandsmótinu í innanhússfótbolta, eða futsal, fyrir leikmenn 15 ára og yngri. Þrettán manna hópurinn frá Qaqortoq, ellefu krakkar, þjálfari og fararstjóri, gat því lagt af stað í keppnisferðalagið. En þar sem flugvöllur er ekki enn kominn í Qaqortoq þurfti fyrst að sigla í tvo tíma til flugvallarins í Narsarsuaq en þangað kom Jetstream-vél Ernis frá Íslandi að sækja hópinn. Síðan var flogið til eyjarinnar Kulusuk, því það er heldur enginn flugvöllur í bænum Tasiilaq. Krakkarnir óku á vélsleðum hluta leiðarinnar milli Kulusuk og Tasiilaq.Sofie Rosa Jakobsen Á þessum árstíma er venjulega farið með þyrlu milli Kulusuk og Tasiilaq, sem tekur um tíu mínútur en þykir nokkuð dýrt. Foreldrarnir leigðu þess í stað vélsleða og fengu síðan báta til að ferja börnin á milli, sem tók um klukkustund, en liðið komst samt í tæka tíð til Tasiilaq. Að móti loknu hélt hópurinn svo sömu leið til baka, með aukagistinótt í Kulusuk, flaug með vél Ernis til Narsarsuaq, sigldi svo þaðan til Qaqortoq og var kominn heim til sín á þriðjudag. Sigla þurfti á bátum um krapafulla rennu á ísnum milli Kulusuk og Tasiilaq.Sofie Rosa Jakobsen Fararstjórinn Sofie Rosa Jakobsen, sem góðfúslega sendi okkur meðfylgjandi ljósmyndir, segir að þetta hafi verið góð ferð. „En það var erfitt að ferðast með unga fólkinu í svona ferð því ábyrgðin var svo mikil,“ segir Sofie Rosa. Hún segist hafa verið smeyk í fyrstu þegar hún sá litlu flugvélina. Flugið hafi þó gengið vel. Hópurinn við flugvél Ernis á flugvellinum í Narsarsuaq. Þaðan er tveggja tíma bátsferð til þeirra heimabæjar, Qaqortoq. Fyrir hin liðin gekk heimferðin ekki eins vel. Um 90 manna hópur keppenda, þjálfara og fararstjóra sat nefnilega veðurtepptur í Tasiilaq í fimm daga. Air Greenland treysti sér ekki til að lenda Dash 8-vélum sínum í Kulusuk vegna veðurs í nokkra daga í röð. Var meðal annars sú skýring gefin að ekki væri til afísingarbúnaður í Kulusuk, að því er fram kemur í frétt KNR af svekktum strandaglópum. Hér má sjá sjónvarpsfrétt KNR um ferðalagið: Í framtíðinni verða ferðalög barnanna í Qaqortoq þó vonandi einfaldari því þar er að hefjast langþráð flugvallargerð, sem Stöð 2 sagði frá í vetur: Grænland Fótbolti Fréttir af flugi Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Hópurinn á flugvellinum í Narsarsuaq.Sofie Rosa Jakobsen Íslenskir foreldrar hafa oft ástæðu til að kvarta undan tíma og kostnaði sem fer í ferðalög sinna barna á íþróttamót innanlands á Íslandi. En heyrið þá um aðstæður grænlenskra foreldra og barna þeirra og hvað þau eru tilbúin að leggja á sig. Grænland er nefnilega gríðarstórt land, án vegakerfis og fjarlægðir miklar milli bæja. Þegar krakkarnir í Qaqortoq vildu taka þátt í ungmennalandsmóti Grænlands í innanhússfótbolta fyrir 15 ára og yngri þá þýddi það 700 kílómetra ferðalag, álíka í loftlínu og milli Reykjavíkur og Færeyja, nema bara talsvert flóknara og dýrara. Á flugvellinum í Kulusuk. Flugvélin gerð klár fyrir flug.Sofie Rosa Jakobsen Það stefndi raunar í að börnin í Qaqortoq yrðu að sitja heima, eftir að hafa æft í allan vetur, þegar Air Greenland tilkynnti að ekki væri pláss í flugvélinni. Foreldrarnir gátu ekki hugsað sér að horfa upp á sársvekkt börnin í dymbilvikunni og leigðu nítján sæta flugvél frá Flugfélaginu Erni á Íslandi. Samkvæmt frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR kostaði 350 þúsund danskar krónur að leigja flugvélina, andvirði 6,6 milljóna íslenskra króna, en vélin flutti hópinn báðar leiðir. Til að kljúfa kostnaðinn söfnuðu foreldrarnir nokkrum styrktaraðilum, sem tóku vel í erindið og hjálpuðu til. Fótboltalið K-33 sem keppti á Grænlandsmótinu í innanhússfótbolta, eða futsal, fyrir leikmenn 15 ára og yngri. Þrettán manna hópurinn frá Qaqortoq, ellefu krakkar, þjálfari og fararstjóri, gat því lagt af stað í keppnisferðalagið. En þar sem flugvöllur er ekki enn kominn í Qaqortoq þurfti fyrst að sigla í tvo tíma til flugvallarins í Narsarsuaq en þangað kom Jetstream-vél Ernis frá Íslandi að sækja hópinn. Síðan var flogið til eyjarinnar Kulusuk, því það er heldur enginn flugvöllur í bænum Tasiilaq. Krakkarnir óku á vélsleðum hluta leiðarinnar milli Kulusuk og Tasiilaq.Sofie Rosa Jakobsen Á þessum árstíma er venjulega farið með þyrlu milli Kulusuk og Tasiilaq, sem tekur um tíu mínútur en þykir nokkuð dýrt. Foreldrarnir leigðu þess í stað vélsleða og fengu síðan báta til að ferja börnin á milli, sem tók um klukkustund, en liðið komst samt í tæka tíð til Tasiilaq. Að móti loknu hélt hópurinn svo sömu leið til baka, með aukagistinótt í Kulusuk, flaug með vél Ernis til Narsarsuaq, sigldi svo þaðan til Qaqortoq og var kominn heim til sín á þriðjudag. Sigla þurfti á bátum um krapafulla rennu á ísnum milli Kulusuk og Tasiilaq.Sofie Rosa Jakobsen Fararstjórinn Sofie Rosa Jakobsen, sem góðfúslega sendi okkur meðfylgjandi ljósmyndir, segir að þetta hafi verið góð ferð. „En það var erfitt að ferðast með unga fólkinu í svona ferð því ábyrgðin var svo mikil,“ segir Sofie Rosa. Hún segist hafa verið smeyk í fyrstu þegar hún sá litlu flugvélina. Flugið hafi þó gengið vel. Hópurinn við flugvél Ernis á flugvellinum í Narsarsuaq. Þaðan er tveggja tíma bátsferð til þeirra heimabæjar, Qaqortoq. Fyrir hin liðin gekk heimferðin ekki eins vel. Um 90 manna hópur keppenda, þjálfara og fararstjóra sat nefnilega veðurtepptur í Tasiilaq í fimm daga. Air Greenland treysti sér ekki til að lenda Dash 8-vélum sínum í Kulusuk vegna veðurs í nokkra daga í röð. Var meðal annars sú skýring gefin að ekki væri til afísingarbúnaður í Kulusuk, að því er fram kemur í frétt KNR af svekktum strandaglópum. Hér má sjá sjónvarpsfrétt KNR um ferðalagið: Í framtíðinni verða ferðalög barnanna í Qaqortoq þó vonandi einfaldari því þar er að hefjast langþráð flugvallargerð, sem Stöð 2 sagði frá í vetur:
Grænland Fótbolti Fréttir af flugi Börn og uppeldi Íþróttir barna Tengdar fréttir Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. 26. febrúar 2022 08:48
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24