Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. apríl 2022 13:01 Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem stundar m.a. skógrækt á Snæfellsnesi með manni sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. Garðyrkjuskólinn á Reykjum var stofnaður 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er enn og ný þáttaskil í sögu skólans því Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi er að taka við skólanum í lok sumars. Í dag eru 116 nemendur í skólanum í staðarnámi og fjarnámi. Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands líst mjög vel á að taka Garðyrkjuskólann yfir til sín. „Þetta er spennandi verkefni og mikil áskorun, við ætlum að gera þetta vel,“ segir Olga Lísa. Verða sömu brautir og sama nám eins og er í dag? „Það stefnir í það já, en við eigum auðvitað eftir að sníða þetta betur að framhaldsskólakerfinu, það mun taka einhvern tíma. Verklega kennslan verður áfram á Reykjum, við erum ekki með neina aðstöðu á Selfossi, auðvitað á hún heima á Reykjum. En það þarf að bæta úr gróðurhúsunum verulega til þess að það sé hægt að halda þeim klassa á þessu námi eins og við viljum að sé,“ segir Olga Lísa. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands tók þátt í hátíðarhöldum í Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Olga Lísa segist eiga von á góðri aðsókn í skólann í haust enda mikill áhugi á garðyrkju í landinu, auk umhverfismála, skógræktar og landgræðslu, blómaskreytinga, ylrækt og skrúðgarðyrkju. En er skólameistarinn með græna fingur? „Já pínulítið, ég stunda skógrækt með manninum mínum, sem er mikill skógarbóndi. Ég er alltaf að fá betri og betri lit á hendurnar, þar að segja grænan. Við erum í skógrækt á Skógarströnd á Snæfellsnesinu", segir Olga Lísa, skólameistari. Garðyrkjuskólinn á Reykjum var stofnaður 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er skólinn að fara undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Árborg Landbúnaður Garðyrkja Skóla - og menntamál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Garðyrkjuskólinn á Reykjum var stofnaður 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er enn og ný þáttaskil í sögu skólans því Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi er að taka við skólanum í lok sumars. Í dag eru 116 nemendur í skólanum í staðarnámi og fjarnámi. Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands líst mjög vel á að taka Garðyrkjuskólann yfir til sín. „Þetta er spennandi verkefni og mikil áskorun, við ætlum að gera þetta vel,“ segir Olga Lísa. Verða sömu brautir og sama nám eins og er í dag? „Það stefnir í það já, en við eigum auðvitað eftir að sníða þetta betur að framhaldsskólakerfinu, það mun taka einhvern tíma. Verklega kennslan verður áfram á Reykjum, við erum ekki með neina aðstöðu á Selfossi, auðvitað á hún heima á Reykjum. En það þarf að bæta úr gróðurhúsunum verulega til þess að það sé hægt að halda þeim klassa á þessu námi eins og við viljum að sé,“ segir Olga Lísa. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands tók þátt í hátíðarhöldum í Garðyrkjuskólanum á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Olga Lísa segist eiga von á góðri aðsókn í skólann í haust enda mikill áhugi á garðyrkju í landinu, auk umhverfismála, skógræktar og landgræðslu, blómaskreytinga, ylrækt og skrúðgarðyrkju. En er skólameistarinn með græna fingur? „Já pínulítið, ég stunda skógrækt með manninum mínum, sem er mikill skógarbóndi. Ég er alltaf að fá betri og betri lit á hendurnar, þar að segja grænan. Við erum í skógrækt á Skógarströnd á Snæfellsnesinu", segir Olga Lísa, skólameistari. Garðyrkjuskólinn á Reykjum var stofnaður 1939. Skólinn var sjálfstæður í 66 ár en árið 2005 var starfsemin færð undir Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Nú er skólinn að fara undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Árborg Landbúnaður Garðyrkja Skóla - og menntamál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira