Viðreisn vill Reykjanesbrautina í stokk Karólína Helga Símonardóttir og Árni Stefán Guðjónsson skrifa 26. apríl 2022 09:01 Eitt stærsta mál Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga undanfarin ár hefur verið skýr framtíðarsýn á hvað skuli gera við Reykjanesbrautina og hvað sé hægt að gera við hana til að auka lífsgæði bæjarbúa. Umferðarþunginn á gatnamótunum við Lækjargötu annars vegar og við Kaplakrika hins vegar hefur aukist ár frá ári í takt við fjölgun erlendra ferðamanna og öllum ljóst fyrir löngu að hringtorgin tvö eru algjörlega sprungin og hreinlega hættuleg. Og svo má ekki gleyma að nefna umferðarljósin tvö á milli Setbergs og Kaplakrika sem mynda algjöran flöskuháls á álagstímum og er einu umferðarljósin frá Sprengisandi og upp á Keflavíkurflugvöll. Viðreisn hefur frá upphafi hér í Hafnarfirði talað fyrir því að Reykjanesbrautina skuli einfaldlega leggja í stokk og héldum við þessu máli vel á lofti fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Hafnarfirði fyrir fjórum árum síðan. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta í bænum undanfarin átta ár og einnig verið kjölfesta í ríkisstjórn landsins á sama tíma, með fjármálaráðuneytið á sinni könnu. Maður hlýtur því að spyrja sig hvernig á því standi að ekkert hafi áunnist í málinu af hálfu meirihluta bæjarstjórnar undanfarin ár. Það er ljóst að um afar stóra framkvæmd er um að ræða sem þyrfti að skipuleggja vel til þess að halda kostnaði og raski í lágmarki fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. En ávinningur bæjarbúa og í raun allra þeirra sem keyra Reykjanesbrautina í gegnum bæinn yrði aftur á móti mjög mikill. Fyrir það fyrsta myndi skapast gríðarlega verðmætt byggingarland á besta stað í bænum. Lóðasala á því landi myndi ganga upp í kostnað framkvæmdarinnar og bæjarbúum myndi fjölga í framhaldinu, sem greiða sitt útsvar inn í sameiginlega sjóði okkar allra. Einnig myndum við í Viðreisn vilja að hluti þeirra lóða sem myndu skapast yrðu eyrnamerktar meðal annars fyrir þjónustuíbúðir eldri borgara og fatlaða. Myndi þetta allt tengja bæinn okkar betur saman, auka þjónustu og auðvelda fólki sem býr til að mynda í Setberginu að komast til og frá hverfinu sínu. Hávaða-, sjón- og síðast en ekki síst umhverfismengun af akstri á brautinni í gegnum bæinn myndi snarminnka og umferðaröryggi í gegnum bæinn yrði mun meira en það er í dag. Á svæðinu mætti gera ráð fyrir hjólastígum og vistvænu hverfi í nútímalegum stíl, þar sem stutt er í alla þjónustu. Þetta myndi að sjálfsögðu auka lífsgæði Hafnfirðinga töluvert, eitthvað sem er okkur í Viðreisn hjartans mál. Við í Viðreisn göngum því vongóð í brjósti inn í komandi kosningar og ætlum okkur að halda áfram að berjast fyrir málefnum Reykjanesbrautarinnar með ráðum og dáðum. Meiri lífsgæði, meira gegnsæi, meiri Viðreisn! Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samgöngur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt stærsta mál Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga undanfarin ár hefur verið skýr framtíðarsýn á hvað skuli gera við Reykjanesbrautina og hvað sé hægt að gera við hana til að auka lífsgæði bæjarbúa. Umferðarþunginn á gatnamótunum við Lækjargötu annars vegar og við Kaplakrika hins vegar hefur aukist ár frá ári í takt við fjölgun erlendra ferðamanna og öllum ljóst fyrir löngu að hringtorgin tvö eru algjörlega sprungin og hreinlega hættuleg. Og svo má ekki gleyma að nefna umferðarljósin tvö á milli Setbergs og Kaplakrika sem mynda algjöran flöskuháls á álagstímum og er einu umferðarljósin frá Sprengisandi og upp á Keflavíkurflugvöll. Viðreisn hefur frá upphafi hér í Hafnarfirði talað fyrir því að Reykjanesbrautina skuli einfaldlega leggja í stokk og héldum við þessu máli vel á lofti fyrir sveitastjórnarkosningarnar í Hafnarfirði fyrir fjórum árum síðan. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta í bænum undanfarin átta ár og einnig verið kjölfesta í ríkisstjórn landsins á sama tíma, með fjármálaráðuneytið á sinni könnu. Maður hlýtur því að spyrja sig hvernig á því standi að ekkert hafi áunnist í málinu af hálfu meirihluta bæjarstjórnar undanfarin ár. Það er ljóst að um afar stóra framkvæmd er um að ræða sem þyrfti að skipuleggja vel til þess að halda kostnaði og raski í lágmarki fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. En ávinningur bæjarbúa og í raun allra þeirra sem keyra Reykjanesbrautina í gegnum bæinn yrði aftur á móti mjög mikill. Fyrir það fyrsta myndi skapast gríðarlega verðmætt byggingarland á besta stað í bænum. Lóðasala á því landi myndi ganga upp í kostnað framkvæmdarinnar og bæjarbúum myndi fjölga í framhaldinu, sem greiða sitt útsvar inn í sameiginlega sjóði okkar allra. Einnig myndum við í Viðreisn vilja að hluti þeirra lóða sem myndu skapast yrðu eyrnamerktar meðal annars fyrir þjónustuíbúðir eldri borgara og fatlaða. Myndi þetta allt tengja bæinn okkar betur saman, auka þjónustu og auðvelda fólki sem býr til að mynda í Setberginu að komast til og frá hverfinu sínu. Hávaða-, sjón- og síðast en ekki síst umhverfismengun af akstri á brautinni í gegnum bæinn myndi snarminnka og umferðaröryggi í gegnum bæinn yrði mun meira en það er í dag. Á svæðinu mætti gera ráð fyrir hjólastígum og vistvænu hverfi í nútímalegum stíl, þar sem stutt er í alla þjónustu. Þetta myndi að sjálfsögðu auka lífsgæði Hafnfirðinga töluvert, eitthvað sem er okkur í Viðreisn hjartans mál. Við í Viðreisn göngum því vongóð í brjósti inn í komandi kosningar og ætlum okkur að halda áfram að berjast fyrir málefnum Reykjanesbrautarinnar með ráðum og dáðum. Meiri lífsgæði, meira gegnsæi, meiri Viðreisn! Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar