Það er verk að vinna í Hafnarfirði Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 27. apríl 2022 15:30 Það þarf margt að laga í Hafnarfirði. Það þarf nýja sýn við stjórn bæjarins, þar sem verikin verða látin tala. Kröftuga uppbyggingu í góðu samráði og samvinnu við bæjarbúa, samtök og atvinnulíf. Jafnaðarmenn eru tilbúnir í það verkefni að leiða nýjan meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfirði. Það er kominn tími til að hvíla Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa stýrt bænum síðustu átta ár. Til að nýr meirihluti taki við stjórn bæjarins með manngildi og réttlæti að leiðarljósi, þarf að kjósa Samfylkinguna í Hafnarfirði 14.maí næstkomandi. Jafnaðarmenn nálgast það viðfangsefni af alvöru, en með bjartsýni. Okkur er ljóst að það er víða verk að vinna. Mörg mál hafa verið látin reka á reiðanum og of lítið verið sinnt. Eða þá hreinlega illa unnin. Íbúamálin þarf að taka föstu tökum og tryggj jafnt og traust framboð á lóðum og íbúðum. Það mun aldrei verða undir stjórn jafnaðarmanna að það fækki í bænum eins og gerðist í valdatíð Sjálfstæðisflokksins árið 2020 vegna óstjórnar í málaflokkum. Eins munum við tryggja fjölbreytt val íbúðaforma og þess vegna kalla að verki óhagnaðardrifin félög sem reisi íbúðir á félagslegum grunni, en ekki með hámarksgróða ,heldur á sanngjörnu verði til ungs fólks, meðaltekjufólks, fólks sem höllum fæti stendur og annarra sem þurfa þak yfir höfuðið. Við jafnaðarmenn tryggjum jafna og stöðuga fjölgun íbúða og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná niður íbúðaverði. Átak í leikskólamálum Við ætlum að lyfta leikskólanum og hlúa að honum, starfsfólki hans og skapa fleiri skólarými fyrir börnin okkar. Við munum reisa nýja leikskóla. Til að flýta fyrir inntöku barna strax við 12 mánaða aldur, þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur, þá munum við kappkosta að bjóða upp á valkosti í ungbarnavistun hjá bænum og eins efla og styrkja dagforeldrakerfið. Það verði brúin yfir í hefðbundna leikskóla, þannig að yngstu börnin fái skjól strax við 12 mánaða aldurinn. Mikils virði er líka ná sátt við starfsfólk leikskólanna og bæta vinnuumhverfi þess. Við vinnum með starfsfólki bæjarins í þeirra þjónustustörfum. Það verður forgangsmál. Úrræði fyrir fatlaða þarf að taka föstu tökum og tryggja aðgengi þeirra að þjónustu, þar sem manneskjan er í öndvegi. Þar skiptir rétt hugarfar miklu máli hjá þeiim sem veitir þjónustuna og kostar hana. Allir með Jafnaðarstefnan er lífsstefna, þar sem samhjálp og samstarf eru lykilatriði. Við segjum líka: öflugt atvinnulíf skapar velferð, en um leið þarf öfluga velferð til að tryggja gott atvinnulíf. Og í samfélagi okkar eiga allir að vera með - enginn skilinn eftir. Samfylkingin er tilbúin í verkin með Hafnfirðingum. Stöndum saman um það að gera Hafnarfjarðarbæ að fyrirmyndarbæjarfélagi á landsvísu á velflestum sviðum. Við eigum samleið í því verkefni. XS að sjálfsögðu! Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar og fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Samfylkingin Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það þarf margt að laga í Hafnarfirði. Það þarf nýja sýn við stjórn bæjarins, þar sem verikin verða látin tala. Kröftuga uppbyggingu í góðu samráði og samvinnu við bæjarbúa, samtök og atvinnulíf. Jafnaðarmenn eru tilbúnir í það verkefni að leiða nýjan meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfirði. Það er kominn tími til að hvíla Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa stýrt bænum síðustu átta ár. Til að nýr meirihluti taki við stjórn bæjarins með manngildi og réttlæti að leiðarljósi, þarf að kjósa Samfylkinguna í Hafnarfirði 14.maí næstkomandi. Jafnaðarmenn nálgast það viðfangsefni af alvöru, en með bjartsýni. Okkur er ljóst að það er víða verk að vinna. Mörg mál hafa verið látin reka á reiðanum og of lítið verið sinnt. Eða þá hreinlega illa unnin. Íbúamálin þarf að taka föstu tökum og tryggj jafnt og traust framboð á lóðum og íbúðum. Það mun aldrei verða undir stjórn jafnaðarmanna að það fækki í bænum eins og gerðist í valdatíð Sjálfstæðisflokksins árið 2020 vegna óstjórnar í málaflokkum. Eins munum við tryggja fjölbreytt val íbúðaforma og þess vegna kalla að verki óhagnaðardrifin félög sem reisi íbúðir á félagslegum grunni, en ekki með hámarksgróða ,heldur á sanngjörnu verði til ungs fólks, meðaltekjufólks, fólks sem höllum fæti stendur og annarra sem þurfa þak yfir höfuðið. Við jafnaðarmenn tryggjum jafna og stöðuga fjölgun íbúða og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná niður íbúðaverði. Átak í leikskólamálum Við ætlum að lyfta leikskólanum og hlúa að honum, starfsfólki hans og skapa fleiri skólarými fyrir börnin okkar. Við munum reisa nýja leikskóla. Til að flýta fyrir inntöku barna strax við 12 mánaða aldur, þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur, þá munum við kappkosta að bjóða upp á valkosti í ungbarnavistun hjá bænum og eins efla og styrkja dagforeldrakerfið. Það verði brúin yfir í hefðbundna leikskóla, þannig að yngstu börnin fái skjól strax við 12 mánaða aldurinn. Mikils virði er líka ná sátt við starfsfólk leikskólanna og bæta vinnuumhverfi þess. Við vinnum með starfsfólki bæjarins í þeirra þjónustustörfum. Það verður forgangsmál. Úrræði fyrir fatlaða þarf að taka föstu tökum og tryggja aðgengi þeirra að þjónustu, þar sem manneskjan er í öndvegi. Þar skiptir rétt hugarfar miklu máli hjá þeiim sem veitir þjónustuna og kostar hana. Allir með Jafnaðarstefnan er lífsstefna, þar sem samhjálp og samstarf eru lykilatriði. Við segjum líka: öflugt atvinnulíf skapar velferð, en um leið þarf öfluga velferð til að tryggja gott atvinnulíf. Og í samfélagi okkar eiga allir að vera með - enginn skilinn eftir. Samfylkingin er tilbúin í verkin með Hafnfirðingum. Stöndum saman um það að gera Hafnarfjarðarbæ að fyrirmyndarbæjarfélagi á landsvísu á velflestum sviðum. Við eigum samleið í því verkefni. XS að sjálfsögðu! Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar og fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar