„Megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi líði undir lok“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. apríl 2022 17:01 Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var harðorð í garð ríkisstjórnarinnar vegna stöðu Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki búið betur að málum þegar Garðyrkjuskólinn á Reykjum var skilinn frá Landbúnaðarháskólanum og færður undir Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann segir stjórnvöld hafa leyft skólanum að verða hornreka í íslensku menntakerfi. „Það er þyngra en tárum taki hvernig stjórnvöld hafa leyft sér að láta þennan mikilvæga skóla og þetta mikilvæga nám verða hornreka í íslensku menntakerfi. Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?“ Að þessu spurði Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í umræðu á Alþingi í dag. Fjórum kennurum Garðyrkjuskólans var í gær sagt upp störfum og segja þingmenn nemendur og starfsmenn í algerri óvissu fyrir komandi skólaár. Lilja Alfreðsdóttir tilkynnti í byrjun síðasta árs að færa til starfsmenntanáms í garðyrkju við Landbúnaðarháskólann á Reykjum í Ölfusi undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ákvörðunin féll í grýttan jarðveg. Lilja deildi til að mynda um tilfærsluna við Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna og fyrrverandi formann Sambands garðyrkjubænda, sem endaði í óheppilegu atviki á Búnaðarþingi þar sem Lilja hafnaði faðmlagi Gunnars. Segir allt í uppnámi fyrir næsta skólaár Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu vakti athygli á stöðu Garðyrkjuskólans á þingi í dag og nefndi þar meðal annars að húsakynni skólans væru í mikilli niðurníðslu. „Húsunum hefur verið leyft að drabbast niður og nú er svo komið að umtalsverðra fjármuna er þörf til að bæta þar úr og það blasir við að það þarf að gera það,“ sagði Oddný. „Á síðasta kjörtímabili var ákveðið að færa Garðyrkjuskólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands en það gleymdist að flytja fjármuni til FSU og gera stjórnendum þar fært að taka við rekstrinum. Nú er allt í uppnámi fyrir næsta skólaár.“ Allir þingmenn utan Framsóknar hafi hvatt til sjálfstæðis skólans Oddný sagði að vegna deilna milli ráðuneyta um hver ætti að gera hvað stæðu starfsmenn eftir með uppsagnarbréf í höndunum og svikin loforð ráðherra. Hún beindi þar næst spurningu að Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er stjórnarþingmaður og þingmaður kjördæmisins, og spurði hvers vegna svo væri komið. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.Vísir/Vilhelm „Í gær var fjórum kennurum garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi sagt upp störfum. Þar var kastað fyrir róða 155 ára starfsreynslu í garðyrkju og skógrækt. 69 ára starfsreynsla við Garðyrkjuskólann er ekki meira metin en þetta. 120 nemendur eru í óvissu,“ sagði Guðrún. „Allir þingmenn Suðurkjördæmis hafa sett sig vel inn í málið og standa einhuga að baki skólanum og sem merki um það lögðu allir þingmenn Suðurkjördæmis, utan Framsóknar, fram þingsályktunartillögu um sjálfstæði skólans.“ Hún segir nauðsynlegt að renna styrkum stoðum undir Garðyrkjuskólann sem sjálfseignarstofnun með þjónustusamning við ríkið. „Við megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi sé að líða undir lok.“ Alþingi Suðurkjördæmi Garðyrkja Háskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. 24. apríl 2022 13:01 Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55 Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi. 20. mars 2022 21:04 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
„Það er þyngra en tárum taki hvernig stjórnvöld hafa leyft sér að láta þennan mikilvæga skóla og þetta mikilvæga nám verða hornreka í íslensku menntakerfi. Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?“ Að þessu spurði Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í umræðu á Alþingi í dag. Fjórum kennurum Garðyrkjuskólans var í gær sagt upp störfum og segja þingmenn nemendur og starfsmenn í algerri óvissu fyrir komandi skólaár. Lilja Alfreðsdóttir tilkynnti í byrjun síðasta árs að færa til starfsmenntanáms í garðyrkju við Landbúnaðarháskólann á Reykjum í Ölfusi undir Fjölbrautaskóla Suðurlands. Ákvörðunin féll í grýttan jarðveg. Lilja deildi til að mynda um tilfærsluna við Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna og fyrrverandi formann Sambands garðyrkjubænda, sem endaði í óheppilegu atviki á Búnaðarþingi þar sem Lilja hafnaði faðmlagi Gunnars. Segir allt í uppnámi fyrir næsta skólaár Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu vakti athygli á stöðu Garðyrkjuskólans á þingi í dag og nefndi þar meðal annars að húsakynni skólans væru í mikilli niðurníðslu. „Húsunum hefur verið leyft að drabbast niður og nú er svo komið að umtalsverðra fjármuna er þörf til að bæta þar úr og það blasir við að það þarf að gera það,“ sagði Oddný. „Á síðasta kjörtímabili var ákveðið að færa Garðyrkjuskólann undir Fjölbrautaskóla Suðurlands en það gleymdist að flytja fjármuni til FSU og gera stjórnendum þar fært að taka við rekstrinum. Nú er allt í uppnámi fyrir næsta skólaár.“ Allir þingmenn utan Framsóknar hafi hvatt til sjálfstæðis skólans Oddný sagði að vegna deilna milli ráðuneyta um hver ætti að gera hvað stæðu starfsmenn eftir með uppsagnarbréf í höndunum og svikin loforð ráðherra. Hún beindi þar næst spurningu að Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem er stjórnarþingmaður og þingmaður kjördæmisins, og spurði hvers vegna svo væri komið. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.Vísir/Vilhelm „Í gær var fjórum kennurum garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi sagt upp störfum. Þar var kastað fyrir róða 155 ára starfsreynslu í garðyrkju og skógrækt. 69 ára starfsreynsla við Garðyrkjuskólann er ekki meira metin en þetta. 120 nemendur eru í óvissu,“ sagði Guðrún. „Allir þingmenn Suðurkjördæmis hafa sett sig vel inn í málið og standa einhuga að baki skólanum og sem merki um það lögðu allir þingmenn Suðurkjördæmis, utan Framsóknar, fram þingsályktunartillögu um sjálfstæði skólans.“ Hún segir nauðsynlegt að renna styrkum stoðum undir Garðyrkjuskólann sem sjálfseignarstofnun með þjónustusamning við ríkið. „Við megum ekki láta það gerast að garðyrkjunám á Íslandi sé að líða undir lok.“
Alþingi Suðurkjördæmi Garðyrkja Háskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. 24. apríl 2022 13:01 Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55 Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi. 20. mars 2022 21:04 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
Skólameistari í skógrækt – Garðyrkjuskólinn flyst á Selfoss Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands er fullur tilhlökkunar að taka við starfsemi eina Garðyrkjuskólana landsins, sem flyst frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Selfoss í haust. Hér erum við að tala um Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi. 24. apríl 2022 13:01
Hafnaði faðmlagi Gunnars: „Þetta var frekar óheppilegt“ „Þetta var frekar óheppilegt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um atvik þar sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafnaði boði Gunnars um faðmlag þegar hann mætti í móttöku Framsóknarflokksins eftir setningarathöfn Búnaðarþings síðastliðinn fimmtudag. 4. apríl 2022 08:55
Væntanlegur ráðherra ósáttur við ráðherra vegna Garðyrkjuskólans Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi ráðherra er mjög ósátt við Ásmund Einar Daðason, ráðherra menntamála því hann hefur tilkynnt að eini Garðyrkjuskóli landsins verði fluttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Guðrún vill að skólinn verði sjálfstæður og áfram á Reykjum í Ölfusi. 20. mars 2022 21:04