Ráðningarstyrkur Reykjavíkurborgar Þórður Gunnarsson skrifar 27. apríl 2022 17:31 Eftir að heimsfaraldurinn læsti klóm sínum í heimsbyggðina gripu stjórnvöld um allan heim til efnahagsaðgerða án fordæma. Sem við var að búast reyndust ólík úrræði misvel. Ein vinnumarkaðsaðgerða sem virkaði afskaplega vel voru ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar. Með þeim gengu atvinnuleysisbætur upp í launakostnað vegna nýráðins starfsmanns sem hafði verið lengur en sex mánuði á atvinnuleysisskrá. Ráðningarstyrkur Vinnumálastofnunar var í boði til allt að sex mánaða. Þúsundir einstaklinga þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg í hverjum mánuði. Þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna gera það af ýmsum ástæðum, en oftar en ekki vegna þess að réttur til atvinnuleysisbóta er útrunninn. Upphæð fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar nemur rétt tæpum 218 þúsund krónum í mánuði. Vart þarf að taka fram að erfitt eða nánast ómögulegt er að draga fram lífið á slíkum kjörum. Besta leiðin til að aðstoða þann hóp sem þiggur fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er að hjálpa honum aftur á vinnumarkað. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill líta til þeirrar vel heppnuðu efnahagsaðgerðar sem ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar reyndust. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda í borginni í vor verður hafin vinna við að útfæra fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem ráðningarstyrk. Atvinnurekendur gætu nýtt sér upphæð fjárhagsaðstoðar að fullu til sex mánaða. Með þessu myndi borgin leggja sitt af mörkum til sterkara atvinnulífs. Mikilvægustu áhrif aðgerðarinnar væru hins vegar að aðstoða þá sem hafa verið lengi utan vinnumarkaðar til atvinnuþátttöku á ný. Langvarandi atvinnuleysi er einn mesti samfélagslegi skaðvaldur sem fyrirfinnst og því mikilvægt að koma í veg fyrir að fólk festist í þeirri fátæktargildru sem fylgir atvinnuleysi. Besta leiðin til þess er að virkja sem flesta til vinnu og Sjálfstæðisflokkurinn skilur það. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Þórður Gunnarsson Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Eftir að heimsfaraldurinn læsti klóm sínum í heimsbyggðina gripu stjórnvöld um allan heim til efnahagsaðgerða án fordæma. Sem við var að búast reyndust ólík úrræði misvel. Ein vinnumarkaðsaðgerða sem virkaði afskaplega vel voru ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar. Með þeim gengu atvinnuleysisbætur upp í launakostnað vegna nýráðins starfsmanns sem hafði verið lengur en sex mánuði á atvinnuleysisskrá. Ráðningarstyrkur Vinnumálastofnunar var í boði til allt að sex mánaða. Þúsundir einstaklinga þiggja fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg í hverjum mánuði. Þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna gera það af ýmsum ástæðum, en oftar en ekki vegna þess að réttur til atvinnuleysisbóta er útrunninn. Upphæð fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar nemur rétt tæpum 218 þúsund krónum í mánuði. Vart þarf að taka fram að erfitt eða nánast ómögulegt er að draga fram lífið á slíkum kjörum. Besta leiðin til að aðstoða þann hóp sem þiggur fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er að hjálpa honum aftur á vinnumarkað. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill líta til þeirrar vel heppnuðu efnahagsaðgerðar sem ráðningarstyrkir Vinnumálastofnunar reyndust. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda í borginni í vor verður hafin vinna við að útfæra fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem ráðningarstyrk. Atvinnurekendur gætu nýtt sér upphæð fjárhagsaðstoðar að fullu til sex mánaða. Með þessu myndi borgin leggja sitt af mörkum til sterkara atvinnulífs. Mikilvægustu áhrif aðgerðarinnar væru hins vegar að aðstoða þá sem hafa verið lengi utan vinnumarkaðar til atvinnuþátttöku á ný. Langvarandi atvinnuleysi er einn mesti samfélagslegi skaðvaldur sem fyrirfinnst og því mikilvægt að koma í veg fyrir að fólk festist í þeirri fátæktargildru sem fylgir atvinnuleysi. Besta leiðin til þess er að virkja sem flesta til vinnu og Sjálfstæðisflokkurinn skilur það. Höfundur er hagfræðingur og skipar 14. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar 14. maí.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun