Er gott að búa í Kópavogi fyrir yngstu kynslóðina? Thelma Bergmann Árnadóttir skrifar 29. apríl 2022 07:31 Nýbyggingar spretta upp í Kópavogi en ekki leikskólar Það var fyrir einhverjum árum síðan sem Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, lét þau fleygu orð falla ,,það er gott að búa í Kópavogi''. Vissulega hefur verið að mörgu leyti gott að búa í Kópavogi. Ég velti því samt fyrir mér, er gott að búa í Kópavogi fyrir ung börn? Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er sú að þegar kemur að leikskólaþjónustu í Kópavogsbæ þá virðist ekki vera lagður neinn sérstakur metnaður í skipulag þegar kemur að úthlutun plássa. Ef börn fá pláss þá fá þau í alltof mörgum tilfellum ekki pláss í sínum hverfisleikskóla, og í sumum tilfellum í hinum enda bæjarins. Það hefur í för með sér óþarfa rask í lífi barnsins þegar það er loks flutt i leikskóla í sínu rétta búsetu hverfi. Einnig er ekki öruggt að systkini fái pláss í sama leikskólanum. Að sama skapi virðist það því miður vera svo að ef börnin eru ekki fædd á "réttum tíma" árs, þar að segja, á fyrstu mánuðum hvers árs, þá fá þau alla jafna ekki inngöngu í leikskóla fyrr en að hausti við tveggja ára aldur. M.v hversu hröð uppbygging nýs íbúðahúsnæðis í bænum hefur verið, er orði æ sjaldgæfara að börn komist yfir höfuð inn fyrir tveggja ára aldur. Margir foreldrar í Kópavogsbæ hafa því þurft að sækja bæði leikskólaþjónustu og dagforeldra fyrir ung börn sín í önnur nærliggjandi bæjarfélög, sem er eðli málsins samkvæmt mjög tímafrekt, meira álag fyrir fjölskyldulífið og síðast en ekki síst óumhverfisvænt. Undirrituð hefur tilheyrt þeim foreldrahópi tvisvar, síðan árið 2018, og fengið pláss hjá dagforeldri alla leið uppí Grafarvogi. Á sama tíma hjá því dagforelri voru tvö önnur börn einnig frá Kópavogsbæ. Semsagt, þrjú af fimm börnum þess dagforeldris í Reykjavík voru búsett í Kópavogi. Íbúum í Kópavogi hefur fjölgað um tæp 7 þúsund á síðustu 8 árum, á sama tíma hefur bærinn ekki opnað nýjan leikskóla. Það virðist vera sem svo að bærinn reikni ekki með því að börn fylgi nýbyggðum fjölbýlishúsum í bænum sem hafa risið á ógnarhraða síðustu ár. Ástandið varðandi leikskólamál versna því bara og versna. Getur verið að það sé hreinlega lítill metnaður þegar kemur að leikskólagöngu barna í bæjarfélaginu? Getur verið að það sé ekki gott fyrir ung börn að búa í Kópavogi, og þar af leiðandi ekki gott fyrir ungar fjölskyldur að setjast að í bænum? Það er brýn þörf á áherslubreytingum í þessum efnum. Það þarf að hugsa málin til enda þegar nýar blokkaþyrpingar eru lagðar á teikniborðið. Við aukningu íbúa í bænum þarf viðeigandi þjónusta að fylgja í takt með, svo búsetan sé mannvæn öllum íbúum. Höfundur skipar 3. sæti á Y-Lista Vina Kópavogs í komandi sveitastjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýbyggingar spretta upp í Kópavogi en ekki leikskólar Það var fyrir einhverjum árum síðan sem Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, lét þau fleygu orð falla ,,það er gott að búa í Kópavogi''. Vissulega hefur verið að mörgu leyti gott að búa í Kópavogi. Ég velti því samt fyrir mér, er gott að búa í Kópavogi fyrir ung börn? Ástæðan fyrir þessum vangaveltum er sú að þegar kemur að leikskólaþjónustu í Kópavogsbæ þá virðist ekki vera lagður neinn sérstakur metnaður í skipulag þegar kemur að úthlutun plássa. Ef börn fá pláss þá fá þau í alltof mörgum tilfellum ekki pláss í sínum hverfisleikskóla, og í sumum tilfellum í hinum enda bæjarins. Það hefur í för með sér óþarfa rask í lífi barnsins þegar það er loks flutt i leikskóla í sínu rétta búsetu hverfi. Einnig er ekki öruggt að systkini fái pláss í sama leikskólanum. Að sama skapi virðist það því miður vera svo að ef börnin eru ekki fædd á "réttum tíma" árs, þar að segja, á fyrstu mánuðum hvers árs, þá fá þau alla jafna ekki inngöngu í leikskóla fyrr en að hausti við tveggja ára aldur. M.v hversu hröð uppbygging nýs íbúðahúsnæðis í bænum hefur verið, er orði æ sjaldgæfara að börn komist yfir höfuð inn fyrir tveggja ára aldur. Margir foreldrar í Kópavogsbæ hafa því þurft að sækja bæði leikskólaþjónustu og dagforeldra fyrir ung börn sín í önnur nærliggjandi bæjarfélög, sem er eðli málsins samkvæmt mjög tímafrekt, meira álag fyrir fjölskyldulífið og síðast en ekki síst óumhverfisvænt. Undirrituð hefur tilheyrt þeim foreldrahópi tvisvar, síðan árið 2018, og fengið pláss hjá dagforeldri alla leið uppí Grafarvogi. Á sama tíma hjá því dagforelri voru tvö önnur börn einnig frá Kópavogsbæ. Semsagt, þrjú af fimm börnum þess dagforeldris í Reykjavík voru búsett í Kópavogi. Íbúum í Kópavogi hefur fjölgað um tæp 7 þúsund á síðustu 8 árum, á sama tíma hefur bærinn ekki opnað nýjan leikskóla. Það virðist vera sem svo að bærinn reikni ekki með því að börn fylgi nýbyggðum fjölbýlishúsum í bænum sem hafa risið á ógnarhraða síðustu ár. Ástandið varðandi leikskólamál versna því bara og versna. Getur verið að það sé hreinlega lítill metnaður þegar kemur að leikskólagöngu barna í bæjarfélaginu? Getur verið að það sé ekki gott fyrir ung börn að búa í Kópavogi, og þar af leiðandi ekki gott fyrir ungar fjölskyldur að setjast að í bænum? Það er brýn þörf á áherslubreytingum í þessum efnum. Það þarf að hugsa málin til enda þegar nýar blokkaþyrpingar eru lagðar á teikniborðið. Við aukningu íbúa í bænum þarf viðeigandi þjónusta að fylgja í takt með, svo búsetan sé mannvæn öllum íbúum. Höfundur skipar 3. sæti á Y-Lista Vina Kópavogs í komandi sveitastjórnarkosningum.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun