„Ekki benda á mig“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2022 08:01 Í umræðum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er stjórnarþingmönnum tíðrætt um stóru myndina. En þeirri mynd hefur ríkisstjórnin klúðrað nokkuð hressilega. Það eru mikil vonbrigði fyrir þau okkar sem viljum að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Til að auka samkeppni og minnka skuldir ríkissjóðs. Þar með létta á skuldabyrði komandi kynslóða. Sérstaklega mikilvægt nú þegar þunginn mun aukast eftir því sem verðbólgan fer hækkandi, með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samfélagið allt. Pólitísk hentisemi Nú sannast það þó að Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Það blasir sífellt skýrar við. Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst. Með öðrum orðum áður en Sjálfstæðisflokknum verði leyft að halda áfram með næstu sölu. Samt eru svörin þannig að innan ríkisstjórnarinnar ríki fullt traust. Viðbrögðin eru mótsagnakennd en hið augljósa liggur fyrir þegar við lesum milli línanna. Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga. Það á einfaldlega að slaufa einu stærsta máli ríkisstjórnarinnar til þess eins að framlengja líf hennar. Þar snýst allt um pólitíska hagsmuni og hentisemi, ekki pólitíska ábyrgð og stefnufestu eins og þjóðin kallar eftir. Framtíðarsýn óskast Stjórnvöld verða þó að mæta þessu ákalli. Því völdum fylgir ábyrgð og miklum völdum fylgir mikil ábyrgð. Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir. Stefna okkar hefur alltaf verið skýr varðandi þessi sjónarmið og hagsmuni almennings. Að enginn afsláttur verði gefinn af kröfum um gegnsæi og skýra ábyrgð. Við höfum líka saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem veldur almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Hvernig hægt sé að tryggja heilbrigða og dreifða eignaraðild til langs tíma. Hvernig bæta megi skilvirkni, efla samkeppnishæfni og svo framvegis. En enga stefnu um slíkt er að finna hjá ríkisstjórninni. Hvorki í þessu máli né öðrum. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Þjóðin kallar eftir ábyrgð Formaður Framsóknarflokksins viðurkennir nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Viðskiptaráðherra segir aðra ráðherra hafa verið með áhyggjur og efasemdir um söluferlið, eins og hún sjálf, en fjármálaráðherra þvertekur fyrir það. Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð. Það er þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni. Þess vegna er traustið horfið. Eftir stendur að rannsaka þarf málið og endurheimta traustið sem þessi ríkisstjórn hefur glatað. Það verður ekki gert nema með ítarlegri rannsókn þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti almennings kallar núna eftir því. Enda skilur hann hversu mikið er undir. Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er stjórnarþingmönnum tíðrætt um stóru myndina. En þeirri mynd hefur ríkisstjórnin klúðrað nokkuð hressilega. Það eru mikil vonbrigði fyrir þau okkar sem viljum að ríkið losi um eignarhluti sína í bankakerfinu. Til að auka samkeppni og minnka skuldir ríkissjóðs. Þar með létta á skuldabyrði komandi kynslóða. Sérstaklega mikilvægt nú þegar þunginn mun aukast eftir því sem verðbólgan fer hækkandi, með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samfélagið allt. Pólitísk hentisemi Nú sannast það þó að Sjálfstæðisflokknum sé með engu móti treystandi fyrir sölu ríkiseigna. Það blasir sífellt skýrar við. Svo skýrt að ríkisstjórnin hefur nú tilkynnt að ekki verði ráðist í frekari sölu. Stjórnin telur sig nefnilega þurfa að breyta lögunum fyrst. Með öðrum orðum áður en Sjálfstæðisflokknum verði leyft að halda áfram með næstu sölu. Samt eru svörin þannig að innan ríkisstjórnarinnar ríki fullt traust. Viðbrögðin eru mótsagnakennd en hið augljósa liggur fyrir þegar við lesum milli línanna. Ríkisstjórnin á svo erfitt með að samþykkja óháða rannsókn á vegum þingsins að hún er tilbúin að fórna frekari bankasölu og niðurgreiðslu ríkisskulda. Þar með er líka öll fjármálastefna ríkisstjórnarinnar fokin út í hafsauga. Það á einfaldlega að slaufa einu stærsta máli ríkisstjórnarinnar til þess eins að framlengja líf hennar. Þar snýst allt um pólitíska hagsmuni og hentisemi, ekki pólitíska ábyrgð og stefnufestu eins og þjóðin kallar eftir. Framtíðarsýn óskast Stjórnvöld verða þó að mæta þessu ákalli. Því völdum fylgir ábyrgð og miklum völdum fylgir mikil ábyrgð. Við eigum alltaf að gera kröfur til valdsins og veita því nauðsynlegt aðhald. Lýðræðið sjálft er nefnilega í húfi þegar við byrjum að gefa eftir. Stefna okkar hefur alltaf verið skýr varðandi þessi sjónarmið og hagsmuni almennings. Að enginn afsláttur verði gefinn af kröfum um gegnsæi og skýra ábyrgð. Við höfum líka saknað þess að sjá skýra framtíðarsýn um samkeppni á fjármálamarkaði. Til dæmis hvernig vinda megi ofan af þeirri fákeppni sem veldur almenningi og fyrirtækjum svo miklum kostnaði. Hvernig hægt sé að tryggja heilbrigða og dreifða eignaraðild til langs tíma. Hvernig bæta megi skilvirkni, efla samkeppnishæfni og svo framvegis. En enga stefnu um slíkt er að finna hjá ríkisstjórninni. Hvorki í þessu máli né öðrum. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá Samkeppniseftirlitinu. Þjóðin kallar eftir ábyrgð Formaður Framsóknarflokksins viðurkennir nú mistök ríkisstjórnarinnar og segist ósáttur með það hvernig fór á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir söluna hafa gengið vel. Viðskiptaráðherra segir aðra ráðherra hafa verið með áhyggjur og efasemdir um söluferlið, eins og hún sjálf, en fjármálaráðherra þvertekur fyrir það. Ekki skánar það svo þegar mótsagnir forsætisráðherra bætast við. Ríkisstjórnin talar út og suður í málinu því hana skortir alla stefnufestu. Reynir sífellt að koma sök á aðra og segir þingheim og sérfræðinga ekki hafa spurt réttu spurninganna. Neitar að horfast í augu við eigin vanrækslu og ábyrgð. Það er þó eindregin afstaða þjóðarinnar að ríkisstjórnin hafi algjörlega klúðrað stóru myndinni. Þess vegna er traustið horfið. Eftir stendur að rannsaka þarf málið og endurheimta traustið sem þessi ríkisstjórn hefur glatað. Það verður ekki gert nema með ítarlegri rannsókn þar sem framkvæmdin er rýnd og bæði pólitísk og siðferðisleg ábyrgð skoðuð. Mikill meirihluti almennings kallar núna eftir því. Enda skilur hann hversu mikið er undir. Íslenska þjóðin kallar eftir ábyrgum stjórnmálum. Það er tímabært að á hana sé hlustað. Höfundur er þingmaður og formaður Viðreisnar.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun