Tveir skotnir eftir rifrildi á kappleik barna Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2022 19:30 Byssumaðurinn og fórnarlömb hans voru áhorfendur á leik barna í ruðningi. Tveir menn voru fluttir á sjúkrahús með skotsár eftir að þriðji maðurinn hleypti af byssu í kjölfar rifrildis á hliðarlínunni á kappleik í Virginíufylki í Bandaríkjunum í gær. Um var að ræða leik barna í ruðningi við Benton-grunnskólann í Manassas. Samkvæmt frétt TMZ var fjöldi barna á aldrinum 4-14 ára á svæðinu, ýmist að keppa eða á meðal áhorfenda, og alls voru nokkur hundruð manns viðstödd. Lögregla var kölluð til eftir að hleypt var af skotfæri um klukkan 10.15 að morgni til. Hún leitar núna að skotmanninum sem mun hafa hlaupið í burtu af svæðinu en talið er að fórnarlömb skotárásarinnar muni lifa af. Dean Ladson var einn af áhorfendunum á svæðinu en ellefu ára sonur hans var að keppa. Hann sagði við FOX 5 að atburðarásin virtist hafa hafist á orðaskiptum á milli manna. „Maðurinn stóð jafnvel nær heldur en ég stend hjá þér núna og dró upp byssu,“ sagði Ladson við fréttamann. „Hann skaut hinn herramanninn og hljóp svo upp hæðina,“ sagði Ladson sem var vitaskuld feginn að engan af krökkunum á svæðinu skyldi saka. Hann sagði að syni sínum liði ágætlega: „Móðir hans spurði hvernig hann hefði það og hann sagði að hann væri bara ánægður með að vera á lífi. Það er ansi hart að ellefu ára strákur skuli þurfa að segja það,“ sagði Ladson. Bandaríkin Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Sjá meira
Um var að ræða leik barna í ruðningi við Benton-grunnskólann í Manassas. Samkvæmt frétt TMZ var fjöldi barna á aldrinum 4-14 ára á svæðinu, ýmist að keppa eða á meðal áhorfenda, og alls voru nokkur hundruð manns viðstödd. Lögregla var kölluð til eftir að hleypt var af skotfæri um klukkan 10.15 að morgni til. Hún leitar núna að skotmanninum sem mun hafa hlaupið í burtu af svæðinu en talið er að fórnarlömb skotárásarinnar muni lifa af. Dean Ladson var einn af áhorfendunum á svæðinu en ellefu ára sonur hans var að keppa. Hann sagði við FOX 5 að atburðarásin virtist hafa hafist á orðaskiptum á milli manna. „Maðurinn stóð jafnvel nær heldur en ég stend hjá þér núna og dró upp byssu,“ sagði Ladson við fréttamann. „Hann skaut hinn herramanninn og hljóp svo upp hæðina,“ sagði Ladson sem var vitaskuld feginn að engan af krökkunum á svæðinu skyldi saka. Hann sagði að syni sínum liði ágætlega: „Móðir hans spurði hvernig hann hefði það og hann sagði að hann væri bara ánægður með að vera á lífi. Það er ansi hart að ellefu ára strákur skuli þurfa að segja það,“ sagði Ladson.
Bandaríkin Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Sjá meira