Ætti grunnskólinn að hefjast fimm ára? Hildur Björnsdóttir skrifar 3. maí 2022 07:31 Það skiptir máli að hlúa vel að fjölskyldum í Reykjavík. Þeim þarf að tryggja áreiðanleg úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs og börnum þarf að búa öruggt og þroskavænlegt umhverfi. Við viljum tryggja öllum börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur en vitum að það verður ekki auðvelt verk. Bleiki fíllinn í herberginu er mönnunarvandinn. Hefjum grunnskólann fyrr! Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekkið til að endurskoða opinber kerfi sem þjóna ekki lengur fólkinu. Kjarkinn til að ræða breytingar þar sem breytinga er þörf.Það er kominn tími á kjarkaða endurskoðun skólakerfisins - þar sem leikskólastigið og grunnskólastigið er skoðað heildstætt. Það er kominn tími til að ræða þá hugmynd að grunnskólagangan hefjist við fimm ára aldur, og henni ljúki á fimmtánda ári. Börn myndu þá útskrifast úr grunnskóla ári fyrr – og leysa mætti mönnunarvanda skólakerfisins. Í fimm ára bekknum væri kennsla á forsendum leikskólans. Skapa mætti aukna tengingu milli leikskóla og grunnskóla og hugsa menntun barna með heildstæðum hætti allt frá unga aldri til loka grunnskólagöngunnar. Það er löngu tímabært að upphefja leikskólastarfið enda sýnir fjöldi rannsókna mikilvægi þess að leikur sé notaður sem kennsluaðferð fyrir ung börn. Leikskólapláss við 12 mánaða aldur Með því að hefja grunnskólagönguna ári fyrr getum við tryggt öllum börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þannig þyrfti eingöngu að manna fjórtán árganga í skólakerfinu í stað fimmtán. Það er raunveruleg lausn á mönnunarvandanum, ekki innantómt orðagjálfur. Víða erlendis hefst grunnskólinn við fimm ára aldur og í flestum samanburðarlöndum útskrifast ungmenni úr framhaldsskóla við 18 ára aldur. Breytingin gæti tryggt aukið samkeppnishæfi íslenskra ungmenna og verið gæfuspor ef unnið á faglegum forsendum. Hliðrun grunnskólagöngunnar myndi ekki einungis tryggja betri dreifingu mannauðs heldur jafnframt skapa fjárhagslegt svigrúm sem nemur um fjórum milljörðum árlega. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta kjör kennara sem nemur 100.000 kr. mánaðarlega en jafnframt tryggja bættar starfsaðstæður og nútímalegra skólahúsnæði fyrir börn. Það er til mikils að vinna og full ástæða að hefja kennarastarfið enn fremur til vegs og virðingar. Vandinn mun einungis vaxa Leikskólavandinn sem við glímum við í dag er uppsafnaður. Núverandi meirihluti hefur vanrækt málaflokkinn og ekki tekist að sýna eðlilega fyrirhyggju svo unnt sé að taka á móti tólf mánaða börnum þegar þeirra tími kemur. Þess utan er mannfjöldaspá okkur óhagstæð. Börnum á leikskólaaldri mun fjölga um fimmtung á næsta kjörtímabili. Verkefnið mun einungis stækka og er þegar vaxið meirihlutaflokkunum yfir höfuð. Borgarstjóri og samverkafólk hans er ráðþrota. Oddviti Framsóknar virðist jafnframt ráðþrota. Hann hefur látið hafa eftir sér að leikskólavandann verði ómögulegt að leysa. Það er ekki rétt. Lausnin krefst þess hins vegar að við skoðum skólakerfið heildstætt. Hver hefur trúverðugleika? Allir flokkar sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor lofa útspili í leikskólamálum. Skyldi engan undra. Málið snertir afskaplega mörg heimili og vinnustaði í borginni. Börnin sjálf missa fyrstu tækifærin til að þroskast og dafna innan um jafnaldra sína. Afar og ömmur hlaupa í skarðið, vinnuveitendur missa mikilvæga starfskrafta og nýir foreldrar þurfa að setja starfsframann á bið. Við töpum öll á því ófremdarástandi sem ríkir í leikskólamálunum. Þeir flokkar sem nú sitja í meirihluta hafa ekki trúverðugleika í málinu. Þeim hefur ekki tekist að vinna að lausn vandans – raunar neita þau að viðurkenna vandann. Börnum eru boðin leikskólapláss í skólum sem ekki eru til og biðlistar virðast standa í stað. Borgarstjóri er rúinn trausti. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Nýtt fólk með nýjar áherslur sem hefur kjarkinn til að framkvæma. Við getum leyst neyðarástandið í leikskólamálunum – en til þess þarf að hugsa út fyrir boxið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það skiptir máli að hlúa vel að fjölskyldum í Reykjavík. Þeim þarf að tryggja áreiðanleg úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs og börnum þarf að búa öruggt og þroskavænlegt umhverfi. Við viljum tryggja öllum börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur en vitum að það verður ekki auðvelt verk. Bleiki fíllinn í herberginu er mönnunarvandinn. Hefjum grunnskólann fyrr! Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekkið til að endurskoða opinber kerfi sem þjóna ekki lengur fólkinu. Kjarkinn til að ræða breytingar þar sem breytinga er þörf.Það er kominn tími á kjarkaða endurskoðun skólakerfisins - þar sem leikskólastigið og grunnskólastigið er skoðað heildstætt. Það er kominn tími til að ræða þá hugmynd að grunnskólagangan hefjist við fimm ára aldur, og henni ljúki á fimmtánda ári. Börn myndu þá útskrifast úr grunnskóla ári fyrr – og leysa mætti mönnunarvanda skólakerfisins. Í fimm ára bekknum væri kennsla á forsendum leikskólans. Skapa mætti aukna tengingu milli leikskóla og grunnskóla og hugsa menntun barna með heildstæðum hætti allt frá unga aldri til loka grunnskólagöngunnar. Það er löngu tímabært að upphefja leikskólastarfið enda sýnir fjöldi rannsókna mikilvægi þess að leikur sé notaður sem kennsluaðferð fyrir ung börn. Leikskólapláss við 12 mánaða aldur Með því að hefja grunnskólagönguna ári fyrr getum við tryggt öllum börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þannig þyrfti eingöngu að manna fjórtán árganga í skólakerfinu í stað fimmtán. Það er raunveruleg lausn á mönnunarvandanum, ekki innantómt orðagjálfur. Víða erlendis hefst grunnskólinn við fimm ára aldur og í flestum samanburðarlöndum útskrifast ungmenni úr framhaldsskóla við 18 ára aldur. Breytingin gæti tryggt aukið samkeppnishæfi íslenskra ungmenna og verið gæfuspor ef unnið á faglegum forsendum. Hliðrun grunnskólagöngunnar myndi ekki einungis tryggja betri dreifingu mannauðs heldur jafnframt skapa fjárhagslegt svigrúm sem nemur um fjórum milljörðum árlega. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta kjör kennara sem nemur 100.000 kr. mánaðarlega en jafnframt tryggja bættar starfsaðstæður og nútímalegra skólahúsnæði fyrir börn. Það er til mikils að vinna og full ástæða að hefja kennarastarfið enn fremur til vegs og virðingar. Vandinn mun einungis vaxa Leikskólavandinn sem við glímum við í dag er uppsafnaður. Núverandi meirihluti hefur vanrækt málaflokkinn og ekki tekist að sýna eðlilega fyrirhyggju svo unnt sé að taka á móti tólf mánaða börnum þegar þeirra tími kemur. Þess utan er mannfjöldaspá okkur óhagstæð. Börnum á leikskólaaldri mun fjölga um fimmtung á næsta kjörtímabili. Verkefnið mun einungis stækka og er þegar vaxið meirihlutaflokkunum yfir höfuð. Borgarstjóri og samverkafólk hans er ráðþrota. Oddviti Framsóknar virðist jafnframt ráðþrota. Hann hefur látið hafa eftir sér að leikskólavandann verði ómögulegt að leysa. Það er ekki rétt. Lausnin krefst þess hins vegar að við skoðum skólakerfið heildstætt. Hver hefur trúverðugleika? Allir flokkar sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor lofa útspili í leikskólamálum. Skyldi engan undra. Málið snertir afskaplega mörg heimili og vinnustaði í borginni. Börnin sjálf missa fyrstu tækifærin til að þroskast og dafna innan um jafnaldra sína. Afar og ömmur hlaupa í skarðið, vinnuveitendur missa mikilvæga starfskrafta og nýir foreldrar þurfa að setja starfsframann á bið. Við töpum öll á því ófremdarástandi sem ríkir í leikskólamálunum. Þeir flokkar sem nú sitja í meirihluta hafa ekki trúverðugleika í málinu. Þeim hefur ekki tekist að vinna að lausn vandans – raunar neita þau að viðurkenna vandann. Börnum eru boðin leikskólapláss í skólum sem ekki eru til og biðlistar virðast standa í stað. Borgarstjóri er rúinn trausti. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Nýtt fólk með nýjar áherslur sem hefur kjarkinn til að framkvæma. Við getum leyst neyðarástandið í leikskólamálunum – en til þess þarf að hugsa út fyrir boxið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun