Börn með fjölþættan vanda og vanræksla ríkisstjórnarinnar Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 3. maí 2022 19:01 Félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins og VG hafa á síðustu árum látið undir höfuð leggjast að taka á málum barna og ungmenna með fjölþættan vanda. Áhugaleysi ríkisstjórnarflokkanna á þessum málaflokki er sláandi. Ríkið hefur komið vandanum yfir á sveitarfélögin og þau hafa að stórum hluta útvistað þjónustunni til einkaaðila án nauðsynlegrar umræðu. Málið hefur verið til umfjöllunar á síðustu fundum fjölskylduráðs Hafnarfjarðar enda brýnt að taka þessi mál til skoðunar. Mikilvægt er að líta til öryggis skjólstæðinga og starfsmanna en fyrir skemmstu varð starfsmaður einkarekins vistunarúrræðis fyrir börn með fjölþættan vanda fyrir alvarlegri líkamsárás af hálfu skjólstæðings og það er algjörlega óásættanlegt að slíkt gerist Kostnaðaraukning lendir á sveitarfélögum Úrræði sem áður voru á hendi ríkisins hafa flust yfir til sveitarfélaganna án þess að fjármagn hafi fylgt með. Á sama tíma hefur ríkið lokað vistunarúrræðum á vegum Barnaverndarstofu án þess að nokkuð hafi komið í stað þeirra. Kostnaðaraukningin vegna vistunar barna með fjölþættan vanda hefur svo öll lent á sveitarfélögunum en á síðasta ári nam kostnaðurinn tveimur milljörðum króna. Hér er gamalkunnugt stef á ferðinni þar sem ríkið sker niður rekstur hjá sér til að bæta afkomu sína en lætur sveitarfélögin taka skellinn. Hér er á ferðinni fjármálastefna Sjálfstæðisflokksins og hún kemur niður á velferðarþjónustunni. Eðlilega hafa einkaaðilar stigið inn í þetta tómarúm og boðið upp á þessa mikilvægu þjónustu og hjá þeim er vafalítið unnið mjög gott starf af metnaði í þágu skjólstæðinganna. Engu að síður hefur þessi þróun átt sér stað án nokkurrar umræðu og það er ekki ásættanlegt. Ekki nóg að breyta heiti ráðherra í barnamálaráðherra Á síðasta kjörtímabili var Framsóknarflokkurinn með félags- jafnréttismálaráðuneytið en nafninu var breytt árið 2019 í félags- og barnamálaráðuneytið til að leggja áherslu á málefni barna. Nafnabreytingin hafði því miður ekki mikið að segja fyrir börn með fjölþættan vanda því lítið miðaði í þeim málum undir forystu Ásmundar Einars Daðasonar á síðasta kjörtímabili. Og því miður hefur staðan lítið breyst eftir að VG tók við félagsmálaráðuneytinu og ráðuneytið virðist nánast líta svo á málið sé því óviðkomandi. Meðvirkni meirihlutans með ríkisstjórninni Þetta virðingar- og skeytingarleysi gagnvart hópi í mjög viðkvæmri stöðu er ekki boðlegt. Meðvirkni núverandi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirðis gagnvart ríkisstjórninni hefur um of stýrt för hjá bæjarfélaginu. Samfylkingin mun berjast fyrir því að málin verði tekin fastari tökum og krefjast þess að ríki og sveitarfélög setjist strax niður og ræði skipulag og umgjörð þjónustunnar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Börn og uppeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherrar Framsóknarflokksins og VG hafa á síðustu árum látið undir höfuð leggjast að taka á málum barna og ungmenna með fjölþættan vanda. Áhugaleysi ríkisstjórnarflokkanna á þessum málaflokki er sláandi. Ríkið hefur komið vandanum yfir á sveitarfélögin og þau hafa að stórum hluta útvistað þjónustunni til einkaaðila án nauðsynlegrar umræðu. Málið hefur verið til umfjöllunar á síðustu fundum fjölskylduráðs Hafnarfjarðar enda brýnt að taka þessi mál til skoðunar. Mikilvægt er að líta til öryggis skjólstæðinga og starfsmanna en fyrir skemmstu varð starfsmaður einkarekins vistunarúrræðis fyrir börn með fjölþættan vanda fyrir alvarlegri líkamsárás af hálfu skjólstæðings og það er algjörlega óásættanlegt að slíkt gerist Kostnaðaraukning lendir á sveitarfélögum Úrræði sem áður voru á hendi ríkisins hafa flust yfir til sveitarfélaganna án þess að fjármagn hafi fylgt með. Á sama tíma hefur ríkið lokað vistunarúrræðum á vegum Barnaverndarstofu án þess að nokkuð hafi komið í stað þeirra. Kostnaðaraukningin vegna vistunar barna með fjölþættan vanda hefur svo öll lent á sveitarfélögunum en á síðasta ári nam kostnaðurinn tveimur milljörðum króna. Hér er gamalkunnugt stef á ferðinni þar sem ríkið sker niður rekstur hjá sér til að bæta afkomu sína en lætur sveitarfélögin taka skellinn. Hér er á ferðinni fjármálastefna Sjálfstæðisflokksins og hún kemur niður á velferðarþjónustunni. Eðlilega hafa einkaaðilar stigið inn í þetta tómarúm og boðið upp á þessa mikilvægu þjónustu og hjá þeim er vafalítið unnið mjög gott starf af metnaði í þágu skjólstæðinganna. Engu að síður hefur þessi þróun átt sér stað án nokkurrar umræðu og það er ekki ásættanlegt. Ekki nóg að breyta heiti ráðherra í barnamálaráðherra Á síðasta kjörtímabili var Framsóknarflokkurinn með félags- jafnréttismálaráðuneytið en nafninu var breytt árið 2019 í félags- og barnamálaráðuneytið til að leggja áherslu á málefni barna. Nafnabreytingin hafði því miður ekki mikið að segja fyrir börn með fjölþættan vanda því lítið miðaði í þeim málum undir forystu Ásmundar Einars Daðasonar á síðasta kjörtímabili. Og því miður hefur staðan lítið breyst eftir að VG tók við félagsmálaráðuneytinu og ráðuneytið virðist nánast líta svo á málið sé því óviðkomandi. Meðvirkni meirihlutans með ríkisstjórninni Þetta virðingar- og skeytingarleysi gagnvart hópi í mjög viðkvæmri stöðu er ekki boðlegt. Meðvirkni núverandi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirðis gagnvart ríkisstjórninni hefur um of stýrt för hjá bæjarfélaginu. Samfylkingin mun berjast fyrir því að málin verði tekin fastari tökum og krefjast þess að ríki og sveitarfélög setjist strax niður og ræði skipulag og umgjörð þjónustunnar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Höfundur skipar 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar