Ungbarnastyrkur brúar bilið Eggert Sigurbergsson skrifar 4. maí 2022 08:31 Það er stefna Miðflokksins í Reykjanesbæ að þegar fæðingarorlofi lýkur við 12 mánaða aldur og fram að leikskólavist þá fái hvert barn ungbarnastyrk. Styrkurinn skal vera hlutfall af raunverulegum kostnaði bæjarfélagsins af hverju leikskólaplássi. Það er ákall samfélagsins að brúa þarf bilið frá lokum fæðingarorlofs og fram að leikskólaplássi en þessi tími getur verið foreldrum erfiður fjárhagslega þar sem þau þurfa oft að draga úr vinnu vegna umönnunar barnsins. Við í Miðflokknum teljum að með ungbarnastyrk þá verði fyrirsjáanleiki foreldra í umönnun barnsins mun meiri og foreldrar geta líka ákveðið án afleiðinga fyrir fjárhaginn að draga úr vinnu og verið þannig meira heima með barninu fram að föstu leikskólaplássi. Samkvæmt tölum frá Samtökum íslenskra sveitafélaga, frá árinu 2020, þá var meðalkostnaður á hvert barn í leikskóla, að frádregnum þjónustugjöldum, 2.700.000 kr. á ári sem gerir rétt rúmar 245.000 kr. á mánuði miðað við 11 mánaða vistun. Gera má ráð fyrir að þessar tölur hafi hækkað síðan þá. Bæta þarf kjör og aðstæður leikskólakennara Leikskólar starfa eftir lögum um leikskóla og ríkar kröfur eru gerðar um umönnun og menntun, búa þarf börnunum holt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Til að svo megi verða þá þarf leikskólakennara ásamt öðru starfsfólki. Nú háttar svo til að það vantar um 1.800 leikskólakennarar á landinu og Reykjanesbær fer ekki varhluta að því. Það er því til lítils að byggja leikskóla og halda að leikskólakennarar séu hilluvara sem hægt sé að ganga í að vild. Margir leikskólar í dag eru því undirmannaðir sem kemur niður á þjónustu við börnin. Verkefni Reykjanesbæjar á auðvitað að ganga út á að bæta kjör og aðstæður leikskólakennara í núverandi leikskólum og sinna forgangshópum. Miklu frekar en að fara í kostnaðarsamar breytingar á byggingum og viðbótarbyggingum þegar fyrir liggur að ekki er hægt að manna skólanna með réttu starfsfólki. Með því að gefa foreldrum aukna möguleika í umönnun með ungbarnastyrk þá verði kostnaður samfélagsins minni til lengri tíma litið og það gefur bæjaryfirvöldum aukið svigrúm til að byggja upp öfluga og val mannaða leikskóla sem eru forsenda fyrir öflugu samfélagi. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjanesbær Leikskólar Börn og uppeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er stefna Miðflokksins í Reykjanesbæ að þegar fæðingarorlofi lýkur við 12 mánaða aldur og fram að leikskólavist þá fái hvert barn ungbarnastyrk. Styrkurinn skal vera hlutfall af raunverulegum kostnaði bæjarfélagsins af hverju leikskólaplássi. Það er ákall samfélagsins að brúa þarf bilið frá lokum fæðingarorlofs og fram að leikskólaplássi en þessi tími getur verið foreldrum erfiður fjárhagslega þar sem þau þurfa oft að draga úr vinnu vegna umönnunar barnsins. Við í Miðflokknum teljum að með ungbarnastyrk þá verði fyrirsjáanleiki foreldra í umönnun barnsins mun meiri og foreldrar geta líka ákveðið án afleiðinga fyrir fjárhaginn að draga úr vinnu og verið þannig meira heima með barninu fram að föstu leikskólaplássi. Samkvæmt tölum frá Samtökum íslenskra sveitafélaga, frá árinu 2020, þá var meðalkostnaður á hvert barn í leikskóla, að frádregnum þjónustugjöldum, 2.700.000 kr. á ári sem gerir rétt rúmar 245.000 kr. á mánuði miðað við 11 mánaða vistun. Gera má ráð fyrir að þessar tölur hafi hækkað síðan þá. Bæta þarf kjör og aðstæður leikskólakennara Leikskólar starfa eftir lögum um leikskóla og ríkar kröfur eru gerðar um umönnun og menntun, búa þarf börnunum holt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Til að svo megi verða þá þarf leikskólakennara ásamt öðru starfsfólki. Nú háttar svo til að það vantar um 1.800 leikskólakennarar á landinu og Reykjanesbær fer ekki varhluta að því. Það er því til lítils að byggja leikskóla og halda að leikskólakennarar séu hilluvara sem hægt sé að ganga í að vild. Margir leikskólar í dag eru því undirmannaðir sem kemur niður á þjónustu við börnin. Verkefni Reykjanesbæjar á auðvitað að ganga út á að bæta kjör og aðstæður leikskólakennara í núverandi leikskólum og sinna forgangshópum. Miklu frekar en að fara í kostnaðarsamar breytingar á byggingum og viðbótarbyggingum þegar fyrir liggur að ekki er hægt að manna skólanna með réttu starfsfólki. Með því að gefa foreldrum aukna möguleika í umönnun með ungbarnastyrk þá verði kostnaður samfélagsins minni til lengri tíma litið og það gefur bæjaryfirvöldum aukið svigrúm til að byggja upp öfluga og val mannaða leikskóla sem eru forsenda fyrir öflugu samfélagi. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar