Leikskólagjöld hækkað hjá sautján af tuttugu sveitarfélögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. maí 2022 19:51 Leikskólagjöld hækkuðu hjá sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Vísir/Vilhelm Leikskólagjöld hafa hækkað sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta kemur fram í nýbirtri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum. Leikskólagjöld fyrir átta klukkustunda vistun með fæði hafi hækkað hjá sautján sveitarfélögum af tuttugu. Fjórtán sveitarfélaga hækkuðu gjöld á bilinu 3 til 5,7 prósent. Þar af hafi gjöld hækkað umfram 4 prósent hjá átta sveitarfélögum. Mest hækkuðu almenn gjöld, fyrir átta tíma með fæði, hjá Ísafjarðarbæ eða um 5,7 en lækkuðu mest hjá Mosfellsbæ eða um 3,6 prósent. Sömu gjöld fyrir einstæða foreldra hækkuðu einnig mest hjá Ísafjarðarbæ, um 6,7 prósent, en lækkuðu mest hjá Fjarðabyggð, eða um 3,5 prósent. Garðabær er með hæstu almennu leikskólagjöldin fyrir átta tíma vistun með ffæði og eru þau fimmtíu prósent hærri en lægstu gjöldin, sem eru hjá Reykjavíkurborg. Á mánuði nemur munurinn á hæstu og lægstu gjöldunum 14.291 krónu og 142.910 krónum á ári, ef miðað er við tíu mánaða vistun. Leikskólagjöld fyrir einstæða foreldra eru aftur á móti hæst hjá Grindavíkurbæ og eru þau 120 prósent hærri en lægstu gjöldin hjá Reykjavíkurborg. Fram kemur í úttektinni að leikskólagjöld hafi hækkað yfir 5 prósent í tveimur sveitarfélögum, á bilinu 4 til 5 prósent í sex sveitarfélögum og um 3 til 4 prósent í sex sveitarfélögum. Mest hafi þau hækkað hjá Ísafjarðarbæ eins og áður segir, um 5,7 prósent, sem rekja má til 12,9 prósenta hækkunar á fæðisgjöldum og 2,4 hækkun á tímagjaldi. Hækkunin nemur 2.219 krónum á mánuði eða 22.190 krónum á ári miðað við tíu mánaða vistun. Næst mest hækkuðu gjöldin hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,2 prósent. Gjöldin lækkuðu í tveimur sveitarfélögum, mest hjá Mosfellsbæ eða um 3,6 prósent og næst mest hjá Fjarðabyggð, eða um 2 prósent. Gjöldin stóðu í stað hjá Vestmannaeyjabæ milli ára. Svipaðar breytingar má sjá á gjöldum fyrir átta tíma með fæði fyrir einstæða foreldra en þar vegur fæðiskostnaður þyngra og því er hækkunin á gjöldum fyrir forgangshópa hjá Ísafjarðarbæ meiri, eða 6,7 prósent. Að sama skapi lækka gjöldin fyrir einstæða foreldra meira en almenn gjöld hjá Fjarðabyggð eða um 3,5 prósent. Tímagjald fyrir níunda tímann er öllu jafna hærra en tímagjald fyrstu átta tímanna. Mest hækkaði tímagjald fyrir níunda tímann hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,6 prósent og næst mest hjá Suðurnesjabæ, eða um 5 prósent. Mosfellsbær er eina sveitarfélagið sem lækkaði gjöld fyrir níunda tímann og nemur lækkunin fimm prósentum. Gjaldið stendur í stað hjá Vestmannaeyjabæ. Fyrir einstæða foreldra hækkaði gjald fyrir níunda tímann mest hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,6 prósent og næst mest hjá Suðurnesjabæ eða um 5 prósent. Í Hafnarfirði lækkaði gjaldið fyrir einstæða foreldra mest, um 28 prósent eða 2.822 krónur á mánuði sem gerir 28.220 krónur á ári. Leikskólar Fjármál heimilisins Verðlag Neytendur Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Frítt fyrir fimm ára í leikskóla Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. 19. apríl 2022 07:00 Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi. 26. mars 2022 22:34 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Leikskólagjöld fyrir átta klukkustunda vistun með fæði hafi hækkað hjá sautján sveitarfélögum af tuttugu. Fjórtán sveitarfélaga hækkuðu gjöld á bilinu 3 til 5,7 prósent. Þar af hafi gjöld hækkað umfram 4 prósent hjá átta sveitarfélögum. Mest hækkuðu almenn gjöld, fyrir átta tíma með fæði, hjá Ísafjarðarbæ eða um 5,7 en lækkuðu mest hjá Mosfellsbæ eða um 3,6 prósent. Sömu gjöld fyrir einstæða foreldra hækkuðu einnig mest hjá Ísafjarðarbæ, um 6,7 prósent, en lækkuðu mest hjá Fjarðabyggð, eða um 3,5 prósent. Garðabær er með hæstu almennu leikskólagjöldin fyrir átta tíma vistun með ffæði og eru þau fimmtíu prósent hærri en lægstu gjöldin, sem eru hjá Reykjavíkurborg. Á mánuði nemur munurinn á hæstu og lægstu gjöldunum 14.291 krónu og 142.910 krónum á ári, ef miðað er við tíu mánaða vistun. Leikskólagjöld fyrir einstæða foreldra eru aftur á móti hæst hjá Grindavíkurbæ og eru þau 120 prósent hærri en lægstu gjöldin hjá Reykjavíkurborg. Fram kemur í úttektinni að leikskólagjöld hafi hækkað yfir 5 prósent í tveimur sveitarfélögum, á bilinu 4 til 5 prósent í sex sveitarfélögum og um 3 til 4 prósent í sex sveitarfélögum. Mest hafi þau hækkað hjá Ísafjarðarbæ eins og áður segir, um 5,7 prósent, sem rekja má til 12,9 prósenta hækkunar á fæðisgjöldum og 2,4 hækkun á tímagjaldi. Hækkunin nemur 2.219 krónum á mánuði eða 22.190 krónum á ári miðað við tíu mánaða vistun. Næst mest hækkuðu gjöldin hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,2 prósent. Gjöldin lækkuðu í tveimur sveitarfélögum, mest hjá Mosfellsbæ eða um 3,6 prósent og næst mest hjá Fjarðabyggð, eða um 2 prósent. Gjöldin stóðu í stað hjá Vestmannaeyjabæ milli ára. Svipaðar breytingar má sjá á gjöldum fyrir átta tíma með fæði fyrir einstæða foreldra en þar vegur fæðiskostnaður þyngra og því er hækkunin á gjöldum fyrir forgangshópa hjá Ísafjarðarbæ meiri, eða 6,7 prósent. Að sama skapi lækka gjöldin fyrir einstæða foreldra meira en almenn gjöld hjá Fjarðabyggð eða um 3,5 prósent. Tímagjald fyrir níunda tímann er öllu jafna hærra en tímagjald fyrstu átta tímanna. Mest hækkaði tímagjald fyrir níunda tímann hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,6 prósent og næst mest hjá Suðurnesjabæ, eða um 5 prósent. Mosfellsbær er eina sveitarfélagið sem lækkaði gjöld fyrir níunda tímann og nemur lækkunin fimm prósentum. Gjaldið stendur í stað hjá Vestmannaeyjabæ. Fyrir einstæða foreldra hækkaði gjald fyrir níunda tímann mest hjá Grindavíkurbæ, eða um 5,6 prósent og næst mest hjá Suðurnesjabæ eða um 5 prósent. Í Hafnarfirði lækkaði gjaldið fyrir einstæða foreldra mest, um 28 prósent eða 2.822 krónur á mánuði sem gerir 28.220 krónur á ári.
Leikskólar Fjármál heimilisins Verðlag Neytendur Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21 Frítt fyrir fimm ára í leikskóla Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. 19. apríl 2022 07:00 Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi. 26. mars 2022 22:34 Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Seðlabankinn snarhækkar verðbólguspá fyrir árið, aukin hætta á vanmati Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldi áfram að aukast og verði í kringum 8 prósent á bæði þriðja og fjórða ársfjórðungi. Þetta er veruleg hækkun frá síðustu verðbólguspá bankans í febrúar og ekki er talið að verðbólga verði komin undir 3 prósent fyrr en seint árið 2024. 4. maí 2022 09:21
Frítt fyrir fimm ára í leikskóla Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel. 19. apríl 2022 07:00
Katrín vill gjaldfrjálsa leikskóla Forsætisráðherra telur að sveitarfélög ættu að fella niður leikskólagjöld og kveðst sjálf munu auka framlög til barna á komandi tímum. Talið er að allt að tíuþúsund börn séu fátæk á Íslandi. 26. mars 2022 22:34