Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. maí 2022 12:03 Halldór á fundi hjá ríkissáttasemjari við gerð síðustu kjarasamninga. Ragnar situr á móti honum og sést hér neðst í vinstra horni myndarinnar vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. Seðlabankinn hækkaði vexti um eitt prósentustig í gær. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir Seðlabankann verða að stemma stigu við verðbólgunni og að til þess séu margar leiðir. „Það sem veldur manni áhyggjum er þetta: húsnæðisliðurinn er ráðandi í verðbólgutölunum en hins vegar þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn hvað það áhrærir að allir undirliðir verðbólgunnar eru að fara hækkandi á milli mánaðanna sem setur þessa ákvörðun Seðlabankans í skiljanlegra samhengi að mörgu leyti,“ segir Halldór Benjamín. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þessi hækkun kæmi sér illa fyrir fyrirtæki landsins, sem skulduðu í dag samtals fimm þúsund milljarða. Hækkun vaxta um eitt prósentustig þýddi fimmtíu milljarðar ofan á skuldirnar, sem jafngilti fimm prósenta launahækkun. „Það er hægt að fara í alls konar reiknikúnstir. En kjarni málsins er þessi; á verðbólgu tapa allir, sama hvort það eru heimilin eða fyrirtækin í landinu. Og Seðlabankanum er lögum samkvæmt gert að stuðla að verðstöðugleika í landinu,“ segir Halldór Benjamín. Ragnar Þór sagði einnig að VR myndi reikna út þann kostnað sem félli á félagsmenn við vaxtahækkunina og bæta honum við kröfugerð sína við kjarasamningsgerð í haust. „Ég held að fólkið í landinu sé einfaldlega klárara en svo að taka undir málflutning af þessum toga. Í störukeppni við Seðlabanka Íslands tapa allir,“ segir Halldór Benjamín. Hann treysti bankanum og taki mark á skilaboðum sem koma frá honum. Því gerir hann ráð fyrir að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman við að dempa verðbólguna og sömuleiðis sé því ekki svigrúm fyrir miklar launahækkanir í komandi kjarasamningsgerð. Halldór og Ragnar takast í hendur við undirritun síðustu kjarasamninga árið 2019.vísir/vilhelm „Seðlabankastjóri orðaði þetta með þeim hætti í fjölmiðlum í gær að það væri að skjóta sig í fótinn að fara í mjög agressíva kjarasamninga á þessum tímapunkti,“ segir Halldór Benjamín. Og þó stefnir allt í harða kjarabaráttu ef marka má orð verkalýðsleiðtoganna. „Auðvitað geta aðilar bara talað með ýmsum hætti og ég ætla ekkert að tjá mig sérstaklega um það. Það er hins vegar þannig að það er til eitthvað sem heitir efnahagslegur raunveruleiki,“ segir Halldór Benjamín. „Og á endanum munum við þurfa að díla við þann raunveruleika. Og ég legg áherslu á að verðbólga er kostnaðarsöm fyrir okkur öll og markmið númer eitt, tvö og þrjú er að koma í veg fyrir að hún fari úr böndunum.“ Vinnumarkaður Stéttarfélög Seðlabankinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði vexti um eitt prósentustig í gær. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir Seðlabankann verða að stemma stigu við verðbólgunni og að til þess séu margar leiðir. „Það sem veldur manni áhyggjum er þetta: húsnæðisliðurinn er ráðandi í verðbólgutölunum en hins vegar þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn hvað það áhrærir að allir undirliðir verðbólgunnar eru að fara hækkandi á milli mánaðanna sem setur þessa ákvörðun Seðlabankans í skiljanlegra samhengi að mörgu leyti,“ segir Halldór Benjamín. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þessi hækkun kæmi sér illa fyrir fyrirtæki landsins, sem skulduðu í dag samtals fimm þúsund milljarða. Hækkun vaxta um eitt prósentustig þýddi fimmtíu milljarðar ofan á skuldirnar, sem jafngilti fimm prósenta launahækkun. „Það er hægt að fara í alls konar reiknikúnstir. En kjarni málsins er þessi; á verðbólgu tapa allir, sama hvort það eru heimilin eða fyrirtækin í landinu. Og Seðlabankanum er lögum samkvæmt gert að stuðla að verðstöðugleika í landinu,“ segir Halldór Benjamín. Ragnar Þór sagði einnig að VR myndi reikna út þann kostnað sem félli á félagsmenn við vaxtahækkunina og bæta honum við kröfugerð sína við kjarasamningsgerð í haust. „Ég held að fólkið í landinu sé einfaldlega klárara en svo að taka undir málflutning af þessum toga. Í störukeppni við Seðlabanka Íslands tapa allir,“ segir Halldór Benjamín. Hann treysti bankanum og taki mark á skilaboðum sem koma frá honum. Því gerir hann ráð fyrir að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins taki höndum saman við að dempa verðbólguna og sömuleiðis sé því ekki svigrúm fyrir miklar launahækkanir í komandi kjarasamningsgerð. Halldór og Ragnar takast í hendur við undirritun síðustu kjarasamninga árið 2019.vísir/vilhelm „Seðlabankastjóri orðaði þetta með þeim hætti í fjölmiðlum í gær að það væri að skjóta sig í fótinn að fara í mjög agressíva kjarasamninga á þessum tímapunkti,“ segir Halldór Benjamín. Og þó stefnir allt í harða kjarabaráttu ef marka má orð verkalýðsleiðtoganna. „Auðvitað geta aðilar bara talað með ýmsum hætti og ég ætla ekkert að tjá mig sérstaklega um það. Það er hins vegar þannig að það er til eitthvað sem heitir efnahagslegur raunveruleiki,“ segir Halldór Benjamín. „Og á endanum munum við þurfa að díla við þann raunveruleika. Og ég legg áherslu á að verðbólga er kostnaðarsöm fyrir okkur öll og markmið númer eitt, tvö og þrjú er að koma í veg fyrir að hún fari úr böndunum.“
Vinnumarkaður Stéttarfélög Seðlabankinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira