Viðbúinn uppskerubrestur Andrés Ingi Jónsson skrifar 5. maí 2022 14:45 Enn og aftur þurfum við að tala um loftslagsmálin, því ríkisstjórnin virðist vera fullkomlega glórulaus og afleiðingarnar eru grafalvarlegar. Í stuttu máli er staðan sú að ríkisstjórnin hefur ekki gert næstum því nóg til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Eftir gjálfuryrtan málflutning um metnaðarfull áform undanfarin ár kemur í ljós að uppskeran er í engu samræmi. Þetta er ekki bara mat þingmanns í stjórnarandstöðunni, heldur beinlínis það sem umhverfisráðherra sagði í vikunni: „Ísland er á eftir mörgum þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við í aðgerðum í loftslagsmálum.“ Það mætti kannski túlka þetta sem hressandi hreinskilni, að umhverfisráðherra viðurkenni loksins aðgerða- og metnaðarleysið sem við höfum mörg bent á síðustu ár – ekki aðeins sitt eigið, heldur forvera síns sömuleiðis – svo afdráttarlaust. En hvað er til ráða? Hvað ætlar stjórnin að gera til að bæta stöðuna? Það er óljóst og sporin hræða. Skoðum dæmi. Vannýtt tækifæri Baráttan við Covid-19 sýndi svo um munaði hvernig er hægt að bregðast hratt og af alvöru við erfiðum aðstæðum. Það væri óskandi að ríkisstjórnin hefði gert slíkt hið sama í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. En því miður einkenndist síðasta kjörtímabil af því að ríkisstjórnin barði sér á brjóst fyrir að vera betri en síðustu stjórnir á undan sér, en horfði þá fram hjá því hversu lélegar þær höfðu verið og hversu brýn þörf væri á stórtækum aðgerðum. Þetta endurspeglast í allt of veikum markmiðum í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, en líka í ótal ákvörðunum sem voru teknar á öðrum sviðum. Umhverfisstofnun birti nýlega landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fyrir árið 2020. Þar kemur fram að á milli áranna 2019 og 2020 hafi losun dregist saman, en þar munar mest um að losun frá vegasamgöngum dróst saman um 13%. Við þurfum að hafa áhrif Covid-19 í huga þegar við skoðum þessar tölur. Losun dróst saman á síðustu tveimur árum vegna þess að hingað komu mun færri ferðamenn en áður, sem þýðir bara að færra fólk var að keyra bensínbíla. Þessi samdráttur er því ekki varanlegur – hann er tilkominn fyrir tilviljun, ekki vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Og svo fjölgar ríkisstjórnin bensínbílum? Heildarmyndin er þó enn verri. Losun dróst saman vegna fækkunar ferðamanna, en hvað gerði ríkisstjórnin frekar en að styðja við þá þróun? Jú, hún fjármagnar beinlínis stórinnkaup bílaleiga á bensínbílum – hún borgar 400 þúsund krónur með hverjum keyptum bensínbíl, gegn því að bílaleigurnar skuldbindi sig til að kaupa ákveðið hlutfall rafmagns- og tengiltvinnbíla. Í nýlegu svari við fyrirspurn kemur fram að á árinu 2021 hafi ríkið þannig borgað 875 milljónir til bensínbílainnkaupa bílaleiga sem stórfjölgaði bensínbílum. Hvaða áhrif hafði þessi niðurgreiðsla á orkuskiptin sem stjórnarflokkarnir básúnuðu um fyrir síðustu kosningar? Á síðasta ári nýskráðu bílaleigur rúmlega 4000 fólksbíla. Af þeim voru 5% hreinir rafmagnsbílar. Til samanburðar nýskráðu einstaklingar og fyrirtæki önnur en bílaleigur um 5600 fólksbíla árið 2021, en 29% þeirra voru hreinir rafmagnsbílar. Þetta er grafalvarleg staða, því bílar sem eru nýskráðir í dag verða langflestir enn á götunum árið 2030, á uppgjörsári Parísarsáttmálans. Í rauninni ætti það ekki að koma neinum á óvart hversu glórulaus þessi ákvörðun er. Ég varaði raunar við þessu sjálfur í þingsal þegar málið var tekið til atkvæðagreiðslu árið 2020. Á þessum tímapunkti dugir nefnilega ekki annað en að ríkisstjórnin segi einfaldlega: „Því miður, en bensínbílar eru bara ekki lengur í boði.“ En til þess skortir ríkisstjórnina kjark – eða mögulega eru þau of samofin hagsmunaöflum sem græða á því að selja áfram bensínbíla eins lengi og þau komast upp með það. Svo þurfum við að stíga næsta skref þegar við setjum loksins punkt aftan við bensínbílana: að einblína ekki bara á fjölda rafknúinna mótora heldur setja markmið um að breyta samgöngumynstrunum okkar þannig að við fækkum eknum kílómetrum stöðugt til framtíðar. En þar getum við stólað á að ríkisstjórnin flækist endalaust fyrir sjálfri sér. Til dæmis sagði innviðaráðherra nýlega beint út að „vegna þess að meginmarkmiðið [hljóti] að vera að skipta út bensín- og dísilbílunum, þá [megi] þeir keyra meira.“ Í baráttunni gegn loftslagsbreytingum gengur ekki að hugsa svona. Það þarf að breyta samfélaginu öllu til hins betra frekar en að nota afmarkaðar tæknilausir til að geta haldið áfram, business as usual. Hvað er til ráða? Þetta er orðið alveg verulega þreytandi. Hvernig getur ríkisstjórnin verið svona kærulaus þegar kemur að loftslagsmálunum? Hvers vegna er þeim svona sama? Svarið er reyndar furðulega einfalt. Raunin er sú að þegar Sjálfstæðisflokkurinn fær að ráða vega hagsmunir fjármagnsafla alltaf þyngra en hagsmunir almennings. Ríkisstjórnin er í fullri vinnu við að sýna og sanna hversu einstaklega vanhæf hún er þessa dagana. Rasísku ummælin, bankasölufúskið, húsnæðis- og verðbólgukrísan – og nú bætast þessar fréttir við. Við stefnum hraðbyri í algjört óefni í loftslagsmálum og ríkisstjórnin býður ekki upp á neinar haldbærar lausnir. Vanhæfninni eru engin takmörk sett – hún vex út í hið óendanlega. Á þetta var ítrekað bent í kosningabaráttunni síðasta haust: að ekki væri nóg að kjósa bara flokka með ásættanlega loftslagsstefnu – því það skiptir máli með hverjum flokkurinn hugsar sér svo að vinna. Það er auðvitað einskis virði að skrifa upp fagurkveðna loftslagsstefnu ef þú ætlar beinustu leið í ríkisstjórn með flokknum sem hefur lélegustu stefnuna. Staðan er skýr – en drungaleg Í öllum föllum liggur staðan skýrt fyrir. Umhverfisráðherra hefur þegar játað að ríkisstjórnin hafi verið sofandi á verðinum og að hún þurfi að spýta í lófana ef hún ætlar einu sinni að koma nálægt því að gera það sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við höfum samt ekkert séð um það hvernig umhverfisráðherra hyggst koma því í kring – við höfum ekkert heyrt um uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, hann hefur ítrekað neitað að lögfesta markmiðin sem ríkisstjórnin segist hafa sett sér fyrir árið 2030 og ekkert bólar á viðbrögðum í fjármálaáætlun eða fjárlögum hvað loftslagið varðar. Næstu árin ætla ekki að verða neitt skárri en þau sem á undan hafa farið. Á hverjum föstudegi mætir fólk niður á Austurvöll með einfalda kröfu til stjórnvalda í loftslagsmálum: „Aðgerðir strax!“. Nú væri gott að sjá ráðherra og ríkisstjórn vakna til lífsins, byrja að hlusta á aðgerðasinna og hætta þessu endalausa gaufi. Nú hefur umhverfisráðherra frábært tækifæri til að sýna og sanna að honum sé alvara þegar hann segir að við þurfum að rífa okkur í gang. Vonandi lætur hann verkin tala – og ríkisstjórnin öll. Við þurfum nefnilega kjarkað stjórnmálafólk sem er tilbúið að gera róttækar breytingar – það er ekki nóg að slá um sig með innantómum frösum um orkuskipti eða botnvirkjanir á fölskum forsendum. Við þurfum að breyta neysluvenjum í alvöru, við þurfum að umbylta samgöngum og aðlaga samfélagið frá rótum. Tíminn er naumur. Við þurfum aðgerðir núna. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Píratar Alþingi Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur þurfum við að tala um loftslagsmálin, því ríkisstjórnin virðist vera fullkomlega glórulaus og afleiðingarnar eru grafalvarlegar. Í stuttu máli er staðan sú að ríkisstjórnin hefur ekki gert næstum því nóg til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Eftir gjálfuryrtan málflutning um metnaðarfull áform undanfarin ár kemur í ljós að uppskeran er í engu samræmi. Þetta er ekki bara mat þingmanns í stjórnarandstöðunni, heldur beinlínis það sem umhverfisráðherra sagði í vikunni: „Ísland er á eftir mörgum þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við í aðgerðum í loftslagsmálum.“ Það mætti kannski túlka þetta sem hressandi hreinskilni, að umhverfisráðherra viðurkenni loksins aðgerða- og metnaðarleysið sem við höfum mörg bent á síðustu ár – ekki aðeins sitt eigið, heldur forvera síns sömuleiðis – svo afdráttarlaust. En hvað er til ráða? Hvað ætlar stjórnin að gera til að bæta stöðuna? Það er óljóst og sporin hræða. Skoðum dæmi. Vannýtt tækifæri Baráttan við Covid-19 sýndi svo um munaði hvernig er hægt að bregðast hratt og af alvöru við erfiðum aðstæðum. Það væri óskandi að ríkisstjórnin hefði gert slíkt hið sama í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. En því miður einkenndist síðasta kjörtímabil af því að ríkisstjórnin barði sér á brjóst fyrir að vera betri en síðustu stjórnir á undan sér, en horfði þá fram hjá því hversu lélegar þær höfðu verið og hversu brýn þörf væri á stórtækum aðgerðum. Þetta endurspeglast í allt of veikum markmiðum í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, en líka í ótal ákvörðunum sem voru teknar á öðrum sviðum. Umhverfisstofnun birti nýlega landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fyrir árið 2020. Þar kemur fram að á milli áranna 2019 og 2020 hafi losun dregist saman, en þar munar mest um að losun frá vegasamgöngum dróst saman um 13%. Við þurfum að hafa áhrif Covid-19 í huga þegar við skoðum þessar tölur. Losun dróst saman á síðustu tveimur árum vegna þess að hingað komu mun færri ferðamenn en áður, sem þýðir bara að færra fólk var að keyra bensínbíla. Þessi samdráttur er því ekki varanlegur – hann er tilkominn fyrir tilviljun, ekki vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Og svo fjölgar ríkisstjórnin bensínbílum? Heildarmyndin er þó enn verri. Losun dróst saman vegna fækkunar ferðamanna, en hvað gerði ríkisstjórnin frekar en að styðja við þá þróun? Jú, hún fjármagnar beinlínis stórinnkaup bílaleiga á bensínbílum – hún borgar 400 þúsund krónur með hverjum keyptum bensínbíl, gegn því að bílaleigurnar skuldbindi sig til að kaupa ákveðið hlutfall rafmagns- og tengiltvinnbíla. Í nýlegu svari við fyrirspurn kemur fram að á árinu 2021 hafi ríkið þannig borgað 875 milljónir til bensínbílainnkaupa bílaleiga sem stórfjölgaði bensínbílum. Hvaða áhrif hafði þessi niðurgreiðsla á orkuskiptin sem stjórnarflokkarnir básúnuðu um fyrir síðustu kosningar? Á síðasta ári nýskráðu bílaleigur rúmlega 4000 fólksbíla. Af þeim voru 5% hreinir rafmagnsbílar. Til samanburðar nýskráðu einstaklingar og fyrirtæki önnur en bílaleigur um 5600 fólksbíla árið 2021, en 29% þeirra voru hreinir rafmagnsbílar. Þetta er grafalvarleg staða, því bílar sem eru nýskráðir í dag verða langflestir enn á götunum árið 2030, á uppgjörsári Parísarsáttmálans. Í rauninni ætti það ekki að koma neinum á óvart hversu glórulaus þessi ákvörðun er. Ég varaði raunar við þessu sjálfur í þingsal þegar málið var tekið til atkvæðagreiðslu árið 2020. Á þessum tímapunkti dugir nefnilega ekki annað en að ríkisstjórnin segi einfaldlega: „Því miður, en bensínbílar eru bara ekki lengur í boði.“ En til þess skortir ríkisstjórnina kjark – eða mögulega eru þau of samofin hagsmunaöflum sem græða á því að selja áfram bensínbíla eins lengi og þau komast upp með það. Svo þurfum við að stíga næsta skref þegar við setjum loksins punkt aftan við bensínbílana: að einblína ekki bara á fjölda rafknúinna mótora heldur setja markmið um að breyta samgöngumynstrunum okkar þannig að við fækkum eknum kílómetrum stöðugt til framtíðar. En þar getum við stólað á að ríkisstjórnin flækist endalaust fyrir sjálfri sér. Til dæmis sagði innviðaráðherra nýlega beint út að „vegna þess að meginmarkmiðið [hljóti] að vera að skipta út bensín- og dísilbílunum, þá [megi] þeir keyra meira.“ Í baráttunni gegn loftslagsbreytingum gengur ekki að hugsa svona. Það þarf að breyta samfélaginu öllu til hins betra frekar en að nota afmarkaðar tæknilausir til að geta haldið áfram, business as usual. Hvað er til ráða? Þetta er orðið alveg verulega þreytandi. Hvernig getur ríkisstjórnin verið svona kærulaus þegar kemur að loftslagsmálunum? Hvers vegna er þeim svona sama? Svarið er reyndar furðulega einfalt. Raunin er sú að þegar Sjálfstæðisflokkurinn fær að ráða vega hagsmunir fjármagnsafla alltaf þyngra en hagsmunir almennings. Ríkisstjórnin er í fullri vinnu við að sýna og sanna hversu einstaklega vanhæf hún er þessa dagana. Rasísku ummælin, bankasölufúskið, húsnæðis- og verðbólgukrísan – og nú bætast þessar fréttir við. Við stefnum hraðbyri í algjört óefni í loftslagsmálum og ríkisstjórnin býður ekki upp á neinar haldbærar lausnir. Vanhæfninni eru engin takmörk sett – hún vex út í hið óendanlega. Á þetta var ítrekað bent í kosningabaráttunni síðasta haust: að ekki væri nóg að kjósa bara flokka með ásættanlega loftslagsstefnu – því það skiptir máli með hverjum flokkurinn hugsar sér svo að vinna. Það er auðvitað einskis virði að skrifa upp fagurkveðna loftslagsstefnu ef þú ætlar beinustu leið í ríkisstjórn með flokknum sem hefur lélegustu stefnuna. Staðan er skýr – en drungaleg Í öllum föllum liggur staðan skýrt fyrir. Umhverfisráðherra hefur þegar játað að ríkisstjórnin hafi verið sofandi á verðinum og að hún þurfi að spýta í lófana ef hún ætlar einu sinni að koma nálægt því að gera það sem þarf til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við höfum samt ekkert séð um það hvernig umhverfisráðherra hyggst koma því í kring – við höfum ekkert heyrt um uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, hann hefur ítrekað neitað að lögfesta markmiðin sem ríkisstjórnin segist hafa sett sér fyrir árið 2030 og ekkert bólar á viðbrögðum í fjármálaáætlun eða fjárlögum hvað loftslagið varðar. Næstu árin ætla ekki að verða neitt skárri en þau sem á undan hafa farið. Á hverjum föstudegi mætir fólk niður á Austurvöll með einfalda kröfu til stjórnvalda í loftslagsmálum: „Aðgerðir strax!“. Nú væri gott að sjá ráðherra og ríkisstjórn vakna til lífsins, byrja að hlusta á aðgerðasinna og hætta þessu endalausa gaufi. Nú hefur umhverfisráðherra frábært tækifæri til að sýna og sanna að honum sé alvara þegar hann segir að við þurfum að rífa okkur í gang. Vonandi lætur hann verkin tala – og ríkisstjórnin öll. Við þurfum nefnilega kjarkað stjórnmálafólk sem er tilbúið að gera róttækar breytingar – það er ekki nóg að slá um sig með innantómum frösum um orkuskipti eða botnvirkjanir á fölskum forsendum. Við þurfum að breyta neysluvenjum í alvöru, við þurfum að umbylta samgöngum og aðlaga samfélagið frá rótum. Tíminn er naumur. Við þurfum aðgerðir núna. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar