Með skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. maí 2022 19:02 Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. vísir/vilhelm Viðskiptaráðherra biðlar til verslana að ráðast í sem minnstar verðhækkanir til að halda verðbólgunni eins lágri og mögulegt er. Hún vonar að verkalýðshreyfingin sýni ábyrgð í komandi kjarasamningum. Seðlabankinn hækkaði vexti sína í gær um eitt prósentustig til að stemma stigu við verðbólgunni. Þrátt fyrir það sagðist seðlabankastjóri óttast að verðbólgan, sem nú er í 7,2 prósentum, eigi eftir að fara yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Og því munu fylgja enn meiri vaxtahækkanir. Þrátt fyrir þetta er viðskiptaráðherra bjartsýnn á að hægt verði að koma í veg fyrir að hér á landi skapist kreppuástand. „Það er þannig að efnahagshorfur á Íslandi eru góðar. Við erum að sjá góðan hagvöxt lítið atvinnuleysi og meðal annars þess vegna þarf að hækka vexti. Ég tel að ef við stillum saman strengi okkar og allir taki þátt í þessu þá getum við komist fram hjá slíku ástandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt að hún sé ábyrg Ráðherrann segir að þar verði allir að vera tilbúnir að gera sitt, bæði vinnumarkaður og verkalýðsfélög. Seðlabankastjóri sagði í gær að mikilvægt væri að einblínt yrði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. Hver eru skilaboðin frá þér til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður í haust? „Að við séum öll í þessu saman og verkalýðshreyfingin hefur sýnt það að hún er ábyrg. Hún hefur verið það. Og við ætlum að gera allt sem við getum til að aðstoða við það að hér verði ekki sú kjararýrnun sem ella hefði orðið,“ segir Lilja. Ráðherrann hvetur verslanir þá til að ráðast í sem minnstar verðhækkanir. „Ekki spurning. Ég kynnti í ríkisstjórn í þarsíðustu viku okkar áform um það að fylgjast betur með vegna þessa ástands vegna þess að það tapa allir á verðbólgu og sérstaklega tekjulægstu hóparnir,“ segir Lilja. Seðlabankinn Efnahagsmál Stéttarfélög Kjaramál Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. 5. maí 2022 12:03 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði vexti sína í gær um eitt prósentustig til að stemma stigu við verðbólgunni. Þrátt fyrir það sagðist seðlabankastjóri óttast að verðbólgan, sem nú er í 7,2 prósentum, eigi eftir að fara yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Og því munu fylgja enn meiri vaxtahækkanir. Þrátt fyrir þetta er viðskiptaráðherra bjartsýnn á að hægt verði að koma í veg fyrir að hér á landi skapist kreppuástand. „Það er þannig að efnahagshorfur á Íslandi eru góðar. Við erum að sjá góðan hagvöxt lítið atvinnuleysi og meðal annars þess vegna þarf að hækka vexti. Ég tel að ef við stillum saman strengi okkar og allir taki þátt í þessu þá getum við komist fram hjá slíku ástandi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt að hún sé ábyrg Ráðherrann segir að þar verði allir að vera tilbúnir að gera sitt, bæði vinnumarkaður og verkalýðsfélög. Seðlabankastjóri sagði í gær að mikilvægt væri að einblínt yrði á að tryggja kaupmátt en ekki launahækkanir í komandi kjarasamningum. Hver eru skilaboðin frá þér til verkalýðshreyfingarinnar fyrir kjaraviðræður í haust? „Að við séum öll í þessu saman og verkalýðshreyfingin hefur sýnt það að hún er ábyrg. Hún hefur verið það. Og við ætlum að gera allt sem við getum til að aðstoða við það að hér verði ekki sú kjararýrnun sem ella hefði orðið,“ segir Lilja. Ráðherrann hvetur verslanir þá til að ráðast í sem minnstar verðhækkanir. „Ekki spurning. Ég kynnti í ríkisstjórn í þarsíðustu viku okkar áform um það að fylgjast betur með vegna þessa ástands vegna þess að það tapa allir á verðbólgu og sérstaklega tekjulægstu hóparnir,“ segir Lilja.
Seðlabankinn Efnahagsmál Stéttarfélög Kjaramál Verslun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. 5. maí 2022 12:03 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Telur almenning klárari en svo að taka undir kröfu VR Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist telja að almenningur sé skynsamari en svo að taka undir kröfur formanns VR um miklar launahækkanir í haust í ljósi vaxtahækkana Seðlabankans. Hann segir alla í landinu tapa á aukinni verðbólgu. 5. maí 2022 12:03
Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28