Skellir í lás eftir 35 ára rekstur Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. maí 2022 21:00 Pjetur Sævar Hallgrímsson hefur staðið vaktina í Tónspili síðan 1987. Vísir/Egill Versluninni Tónspil í Neskaupstað verður skellt í lás á næstu vikum eftir 35 ára rekstur. Eigandinn segir blendnar tilfinningar einkenna tímamótin en fagnar því að áfram verði tónlistartengd starfsemi í húsinu. Það var Pjetur Sævar Hallgrímsson sem opnaði Tónspil þann 16. október 1987 við Hafnarbraut í Neskaupstað. Og hann sat enn við afgreiðsluborðið þegar fréttastofa leit nýlega í heimsókn. En nú segir Pétur komið gott, þrátt fyrir að sárt sé. „Jú, þetta er mjög skrýtið. Og maður er kannski ekki hlaupandi hérna út með bros á vör. En jæja, svona er lífið bara,“ segir Pjetur. Tónspil hefur fyrst og fremst verið plötubúð í gegnum tíðina og viðskiptin glæddust iðulega mjög í kringum tónlistarhátíðina Eistnaflug - eða alveg þar til eftirspurn eftir geisladisknum snarminnkaði skyndilega. Pjetur segir huggun fólgna í því, nú þegar endalokin blasa við, að Blús, rokk og djassklúbburinn á Nesi verði með starfsemi í húsinu. Þannig að þetta er áfram tónlistarhús? „Já.“ Og þú ert væntanlega ánægður með það? „Mjög svo, mjög svo.“ Og Pjetur stendur fyrir brunaútsölu nú í vikunni áður en hann skellir í lás; þar verða til að mynda geisladiskar á allt að 95 prósent afslætti. „Ég þakka náttúrulega kærlega fyrir þau viðskipti sem hafa farið fram síðustu 35 árin. Og er náttúrulega hugsað með söknuði til þess að loka þessu en því miður verður það að gerast núna.“ Fjarðabyggð Verslun Tónlist Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Það var Pjetur Sævar Hallgrímsson sem opnaði Tónspil þann 16. október 1987 við Hafnarbraut í Neskaupstað. Og hann sat enn við afgreiðsluborðið þegar fréttastofa leit nýlega í heimsókn. En nú segir Pétur komið gott, þrátt fyrir að sárt sé. „Jú, þetta er mjög skrýtið. Og maður er kannski ekki hlaupandi hérna út með bros á vör. En jæja, svona er lífið bara,“ segir Pjetur. Tónspil hefur fyrst og fremst verið plötubúð í gegnum tíðina og viðskiptin glæddust iðulega mjög í kringum tónlistarhátíðina Eistnaflug - eða alveg þar til eftirspurn eftir geisladisknum snarminnkaði skyndilega. Pjetur segir huggun fólgna í því, nú þegar endalokin blasa við, að Blús, rokk og djassklúbburinn á Nesi verði með starfsemi í húsinu. Þannig að þetta er áfram tónlistarhús? „Já.“ Og þú ert væntanlega ánægður með það? „Mjög svo, mjög svo.“ Og Pjetur stendur fyrir brunaútsölu nú í vikunni áður en hann skellir í lás; þar verða til að mynda geisladiskar á allt að 95 prósent afslætti. „Ég þakka náttúrulega kærlega fyrir þau viðskipti sem hafa farið fram síðustu 35 árin. Og er náttúrulega hugsað með söknuði til þess að loka þessu en því miður verður það að gerast núna.“
Fjarðabyggð Verslun Tónlist Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira