Leiguþak er eðlileg leið til að verja fólk fyrir oki markaðarins Andri Sigurðsson skrifar 8. maí 2022 08:31 Hátt og hækkandi leiguverð er það sem skapar áföll og skapar aðstæðurnar sem steypir fólki í fátækt. Í kynningu formanns Samtaka leigjenda fyrir skemmstu, Guðmundar Arngrímssonar, kom fram að 98% skjólstæðinga hjálparstarfs á höfuðborgarsvæðinu eru leigjendur. Á sama fundi kom fram að húsleiga hefur hækkað um 100% síðasta áratuginn. Við verðum þess vegna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja leigjendur. Hluti af því verður að vera sanngjarnt og réttlátt leiguþak og stýring á leigumarkaði. Leiguþak er algjört lágmark á meðan við Íslendingar hysjum upp um okkur og endurreisum félagslegt húsnæðiskerfi í anda verkamannabústaðakerfisins sem lagt var niður við lok tíunda áratugarins. Raunar eru flestir flokkar sammála um leiguþak auk Samtaka leigjenda og verkalýðshreyfingarinnar. Forsætisráðherra hefur jafnvel talað fyrir leiguþaki og það er í stefnu Vinstri grænna. Aðeins Píratar og Viðreisn töluðu gegn leiguþaki á fundi leigjenda sem haldinn var á Kex Hostel nýlega. Leiguþak og leigustýring eru aðeins reglur fyrir leigumarkaðinn en slíkar reglur þekkjast í flestum löndum heims. Samfélagið telur eðlilegt að setja reglur fyrir markaði til að halda aftur af okri og óeðlilegum hækkunum ýmiskonar. Þannig geta bankar ekki bara rukkað hvaða vexti sem er af lánum. Samfélagið okkar hefur sammælst um að okurvextir fari gegn lögum. Á sama hátt er leiguþak aðeins eðlileg ráðstöfun til að vernda leigjendur fyrir okri. Gleymum ekki að markaðir sem ekki hafa eðlilegar og sanngjarnar reglur hafa oftar en ekki hörmulegar afleiðingar í för með sér. Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi er kominn á neyðarstig og gleymum ekki efnahagshruninu. Eðlilegar reglur og takmarkanir á útlánaþenslu og starfsemi bankanna hefðu getað komið í veg fyrir fall bankakerfisins á sínum tíma. Leiguþak er sannarlega mikilvægt öryggisnet fyrir húsnæðiskerfi sem treystir um of á markaðslausnir. Ef við Íslendingar hefðum komið okkur upp stóru og öflugu almennu húsnæðiskerfi, líkt og verkamannabústaðakerfið var, væri ekki eins mikil þörf á leiguþaki. Í mörgum öðrum löndum í kringum okkur er 30–40% húsnæðismarkaðarins innan slíkra kerfa og húsnæðiskostnaður verkafólks er tugum prósenta lægri. Á Íslandi er sama hlutfall aðeins 8%. Restin er á óheftum markaði og niðurstaðan er skelfileg húsnæðiskreppa. Húsnæðiskerfið okkar er einfaldlega í rjúkandi rúst og er stór þáttur í því að verðbólga er aftur farin að hækka verulega. Barátta okkar snýst um að frelsa almenning undan oki hins óhefta markaðar. Því að það er markaðurinn sem er vandamálið. Á markaði eru það atvinnurekendur, leigusalar, og bankar sem stýra verðinu. Og þeir stýra því ekki til hagsbótar fyrir þig. Þess vegna verðum við að setja á leiguþak og byggja stórt húsnæðiskerfi utan markaðarins til að vernda fólk, og sérstaklega þá sem minnst hafa, fyrir græðgi þessara aðila. Við getum gert það með því að byggja húsnæði fyrir fólk. Byggjum húsnæði fyrir fólk en byggjum ekki húsnæði fyrir fjármagnseigendur til að græða á því. Borgin á að byggja. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Leigumarkaður Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hátt og hækkandi leiguverð er það sem skapar áföll og skapar aðstæðurnar sem steypir fólki í fátækt. Í kynningu formanns Samtaka leigjenda fyrir skemmstu, Guðmundar Arngrímssonar, kom fram að 98% skjólstæðinga hjálparstarfs á höfuðborgarsvæðinu eru leigjendur. Á sama fundi kom fram að húsleiga hefur hækkað um 100% síðasta áratuginn. Við verðum þess vegna að gera allt sem í okkar valdi stendur til að verja leigjendur. Hluti af því verður að vera sanngjarnt og réttlátt leiguþak og stýring á leigumarkaði. Leiguþak er algjört lágmark á meðan við Íslendingar hysjum upp um okkur og endurreisum félagslegt húsnæðiskerfi í anda verkamannabústaðakerfisins sem lagt var niður við lok tíunda áratugarins. Raunar eru flestir flokkar sammála um leiguþak auk Samtaka leigjenda og verkalýðshreyfingarinnar. Forsætisráðherra hefur jafnvel talað fyrir leiguþaki og það er í stefnu Vinstri grænna. Aðeins Píratar og Viðreisn töluðu gegn leiguþaki á fundi leigjenda sem haldinn var á Kex Hostel nýlega. Leiguþak og leigustýring eru aðeins reglur fyrir leigumarkaðinn en slíkar reglur þekkjast í flestum löndum heims. Samfélagið telur eðlilegt að setja reglur fyrir markaði til að halda aftur af okri og óeðlilegum hækkunum ýmiskonar. Þannig geta bankar ekki bara rukkað hvaða vexti sem er af lánum. Samfélagið okkar hefur sammælst um að okurvextir fari gegn lögum. Á sama hátt er leiguþak aðeins eðlileg ráðstöfun til að vernda leigjendur fyrir okri. Gleymum ekki að markaðir sem ekki hafa eðlilegar og sanngjarnar reglur hafa oftar en ekki hörmulegar afleiðingar í för með sér. Húsnæðismarkaðurinn á Íslandi er kominn á neyðarstig og gleymum ekki efnahagshruninu. Eðlilegar reglur og takmarkanir á útlánaþenslu og starfsemi bankanna hefðu getað komið í veg fyrir fall bankakerfisins á sínum tíma. Leiguþak er sannarlega mikilvægt öryggisnet fyrir húsnæðiskerfi sem treystir um of á markaðslausnir. Ef við Íslendingar hefðum komið okkur upp stóru og öflugu almennu húsnæðiskerfi, líkt og verkamannabústaðakerfið var, væri ekki eins mikil þörf á leiguþaki. Í mörgum öðrum löndum í kringum okkur er 30–40% húsnæðismarkaðarins innan slíkra kerfa og húsnæðiskostnaður verkafólks er tugum prósenta lægri. Á Íslandi er sama hlutfall aðeins 8%. Restin er á óheftum markaði og niðurstaðan er skelfileg húsnæðiskreppa. Húsnæðiskerfið okkar er einfaldlega í rjúkandi rúst og er stór þáttur í því að verðbólga er aftur farin að hækka verulega. Barátta okkar snýst um að frelsa almenning undan oki hins óhefta markaðar. Því að það er markaðurinn sem er vandamálið. Á markaði eru það atvinnurekendur, leigusalar, og bankar sem stýra verðinu. Og þeir stýra því ekki til hagsbótar fyrir þig. Þess vegna verðum við að setja á leiguþak og byggja stórt húsnæðiskerfi utan markaðarins til að vernda fólk, og sérstaklega þá sem minnst hafa, fyrir græðgi þessara aðila. Við getum gert það með því að byggja húsnæði fyrir fólk. Byggjum húsnæði fyrir fólk en byggjum ekki húsnæði fyrir fjármagnseigendur til að græða á því. Borgin á að byggja. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun