Geta börn látið draumana rætast í ónýtum skólabyggingum? Þorvaldur Daníelsson skrifar 8. maí 2022 21:30 Á undanförnum árum hafa borgarbúar fylgst með miklu áhugaleysi meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur á að mæta grunnþörfum íbúa borgarinnar. Gæluverkefnin hefur ekki vantað, og alltaf hægt að finna peninga í verkefni á borð við Braggann fræga. Það hefur hins vegar verið töluvert dýpra á peningum þegar það kemur að því að halda við leik-og grunnskólunum okkar, og ekki var heldur að sjá að borgarfulltrúar hefðu sérstakan áhuga á þessum málum eins og sást bersýnilega í tómlæti þeirra varðandi Fossvogsskóla. Á árinu 2020 var gerð úttekt á ástandi leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Um var að ræða úttekt á tæplega 140 byggingum, nýjum og gömlum. Skýrsla sem var gerð um þessa úttekt telur rúmlega 700 blaðsíður. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf sé mun meiri í nær öllum þessum byggingum en nokkur hafði þorað að gera sér í hugarlund. Kostnaður við þessar framkvæmdir mun líklega hlaupa á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Dagur Eggertsson, borgarstjóri, hefur talað um að setja um 5 milljarða á ári til þessa viðhaldsverkefnis á húsakosti leik- og grunnskólanna. Úrbætur á Hagaskóla einum og sér, með reyndar viðbyggingu, eru áætlaðar á 4,6 milljarða á næstu þremur árum. Það verður þá ekki mikið afgangs fyrir hina 135 skólana. Í þessu húsnæði öllu - sem er með lélega hljóðvist, lek þök og myglu í skólastofum, - eiga börnin okkar að læra - í húsnæði sem við myndum aldrei bjóða fullorðnu skrifstofufólki upp á. Þá hefur mikið verið rætt um slæma stöðu drengja í skólakerfinu. Það á svo sannarlega við rök að styðjast en það eru líka stelpur sem eru í viðkvæmri stöðu í kerfinu. Þær bera sig bara öðruvísi svo það er minna eftir því tekið eða að minnsta kosti er miklu minna um það rætt. Undirritaður hefur unnið með miklum fjölda barna á síðustu 10 árum og það er óhætt að segja að lesskilningur er sem dæmi orðinn mun lakari en hann var. Hvað getur valdið því? Ég trúi því tæplega að kennarar séu lakari núna en á árum áður, en einhver er skýringin. Getur hugsast að þar sem ekki er nægur gaumur gefinn af kerfinu til þess að sett sé nægt fjármagn í að aðstoða þau sem höllum fæti standa sé staðan sú sem hún er? Það læðist að minnsta kosti að manni grunur. Þarna þarf Reykjavíkurborg að gera betur. Það verður að huga að krökkunum okkar, leggja þeim allt það lið sem hægt er á hverjum tíma því það skilar sér langt inn í framtíðina og þessum börnum ævina á enda. Gerum hlutina af alvöru! Lögum leikskóla- og skólabyggingar Reykjavíkurborgar og leggjum kennurum og frábæru starfsfólki skólanna lið þannig að við getum gert börnunum okkar það kleift að leyfa sér að dreyma í húsnæði sem er ekki heilsuspillandi, komi draumum sínum í orð sem þau sjálf skilja og geti þannig jafnvel látið draumana rætast. Það er hætt við að þetta takmark náist ekki ef ekki verða gerðar breytingar á borgarstjórn Reykjavíkur. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Er ekki kominn tími á Framsókn í málefnum leikskóla og skóla í Reykjavíkurborg? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Þorvaldur Daníelsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa borgarbúar fylgst með miklu áhugaleysi meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur á að mæta grunnþörfum íbúa borgarinnar. Gæluverkefnin hefur ekki vantað, og alltaf hægt að finna peninga í verkefni á borð við Braggann fræga. Það hefur hins vegar verið töluvert dýpra á peningum þegar það kemur að því að halda við leik-og grunnskólunum okkar, og ekki var heldur að sjá að borgarfulltrúar hefðu sérstakan áhuga á þessum málum eins og sást bersýnilega í tómlæti þeirra varðandi Fossvogsskóla. Á árinu 2020 var gerð úttekt á ástandi leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Um var að ræða úttekt á tæplega 140 byggingum, nýjum og gömlum. Skýrsla sem var gerð um þessa úttekt telur rúmlega 700 blaðsíður. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf sé mun meiri í nær öllum þessum byggingum en nokkur hafði þorað að gera sér í hugarlund. Kostnaður við þessar framkvæmdir mun líklega hlaupa á tugum milljarða, ef ekki hundruðum. Dagur Eggertsson, borgarstjóri, hefur talað um að setja um 5 milljarða á ári til þessa viðhaldsverkefnis á húsakosti leik- og grunnskólanna. Úrbætur á Hagaskóla einum og sér, með reyndar viðbyggingu, eru áætlaðar á 4,6 milljarða á næstu þremur árum. Það verður þá ekki mikið afgangs fyrir hina 135 skólana. Í þessu húsnæði öllu - sem er með lélega hljóðvist, lek þök og myglu í skólastofum, - eiga börnin okkar að læra - í húsnæði sem við myndum aldrei bjóða fullorðnu skrifstofufólki upp á. Þá hefur mikið verið rætt um slæma stöðu drengja í skólakerfinu. Það á svo sannarlega við rök að styðjast en það eru líka stelpur sem eru í viðkvæmri stöðu í kerfinu. Þær bera sig bara öðruvísi svo það er minna eftir því tekið eða að minnsta kosti er miklu minna um það rætt. Undirritaður hefur unnið með miklum fjölda barna á síðustu 10 árum og það er óhætt að segja að lesskilningur er sem dæmi orðinn mun lakari en hann var. Hvað getur valdið því? Ég trúi því tæplega að kennarar séu lakari núna en á árum áður, en einhver er skýringin. Getur hugsast að þar sem ekki er nægur gaumur gefinn af kerfinu til þess að sett sé nægt fjármagn í að aðstoða þau sem höllum fæti standa sé staðan sú sem hún er? Það læðist að minnsta kosti að manni grunur. Þarna þarf Reykjavíkurborg að gera betur. Það verður að huga að krökkunum okkar, leggja þeim allt það lið sem hægt er á hverjum tíma því það skilar sér langt inn í framtíðina og þessum börnum ævina á enda. Gerum hlutina af alvöru! Lögum leikskóla- og skólabyggingar Reykjavíkurborgar og leggjum kennurum og frábæru starfsfólki skólanna lið þannig að við getum gert börnunum okkar það kleift að leyfa sér að dreyma í húsnæði sem er ekki heilsuspillandi, komi draumum sínum í orð sem þau sjálf skilja og geti þannig jafnvel látið draumana rætast. Það er hætt við að þetta takmark náist ekki ef ekki verða gerðar breytingar á borgarstjórn Reykjavíkur. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Er ekki kominn tími á Framsókn í málefnum leikskóla og skóla í Reykjavíkurborg? Höfundur er í framboði til borgarstjórnar og skipar 5. sæti á lista Framsóknar.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun