Óréttlætið við leikskólann Hörður Svavarsson skrifar 9. maí 2022 21:01 Á vorin hefst skipulag við innritun barna í leikskólana fyrir haustið. Á haustin hætta elstu leikskólabörnin í skólanum sínum og fara í grunnskóla. Þá verður til rými fyrir yngri börn og vorskipulag innritunarfulltrúa sveitarfélaganna snýst um að úthluta þessu plássum til þeirra barna sem elst eru á biðlistanum. Víðast hvar er börnum raðað inn eftir aldri, það þykir réttlát aðferð. Leikskólapláss eru takmörkuð auðlind eins og þekkt er. Færri komast að en vilja. Það má deila um það hversu gott yngstu börnin hafa af því að fara í leikskóla og vera þar afar langan skóladag. En það er augljóst, að það er slæmt að vera á vergangi með barnið sitt eftir fæðingarorlof, af því að dagforeldrum fer fækkandi og leikskólar eru ekki nógu margir, stórir og öflugir. Ríkið setur ekki krónu til sveitarfélaganna til reksturs leikskóla og sveitarfélögin hafa tekið við þessu verkefni án þess að það sé skylduverkefni þeirra. Þau hafa í raun brugðist ótrúlega vel við og unnið kraftaverk miðað við þær aðstæður, þó kerfið sé samt allt í lamasessi. Á þessum árstíma þegar úthlutun plássa í leikskólana hefst fara að berast símtöl til leikskólastjóranna frá örvæntingarfullum foreldrum sem eru að uppgötva að barnið þeirra kemst líklega ekki í leikskóla í haust. Það er nefnilega aldrei hægt að ganga út frá neinu vísu með það. Í fyrra gát sum sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu úthlutað leikskólaplássum til barna sem voru fædd fram í maí árið á undan. Árið 2020 gátu sömu sveitarfélög úthlutað plássum til barna sem voru fædd fram í júlí árið á undan. Íbúum hefur fjölgað og árgangar stækkað, en leikskólarnir stækka ekki neitt. Núna í ár eru árgangar ennþá stærri og líkur eru til að sum sveitarfélög geti ekki innritað börn sem eru fædd eftir mars 2021. Auðvitað reyna allir að gera sitt besta og leita logandi ljósi að öllum lausnum. Í gegnum tíðina hafa svokallaðar færanlegar kennslustofur verið fljótlegasta lausnin. En í barnsfæðingabylgjunni eftir hið svokallaða fjármálahrun var sú lausn notuð og þær stofur eru flestar fullskipaðar ennþá. Það verður væntanlega gripið til þessara ráða aftur, þar sem pláss er, en þá á eftir að manna þessar viðbótarstofur með hæfu og góður starfsfólki. Þetta starfsfólk er aldrei til þegar það er uppsveifla á vinnumarkaði eins og nú virðist vera að fara í gang. Það mun því fara svo að í öllum sveitarfélögunum verður dregin einhver lína við einhverja tiltekna dagsetningu. Þeir sem fæðast fyrir línuna komast að í leikskóla í haust. Þau sem fæddust eftir línuna komast ekki í leikskóla fyrr en ári seinna. Óréttlætið við leikskólann er að þau sem fæðast í apríl fá ári skemmri skólagöngu en þau sem fæddust í mars. Margar rannsóknir hafa bent til þess að þeir sem fæðast snemma í árinu standi sig betur á prófum í grunn- og framhaldsskóla en þeir sem fæðast seinna. Það er skiljanlegt að einhverju leyti, sú sem fæðist í janúar er 10 mánuðum eldri en sá sem fæddist í október, þegar þau bæði hefja grunnskólagöngu. En nú höfum við bætt á þetta misvægi, sú sem fæddist í janúar hefur ári lengri skólagöngu að baki þegar grunnskólaganga hefst. Þetta er hægt að leysa ef fólk setur sér áætlun um það. Grundvallaratriðið er að ákveða til að byrja með, að gera það vel sem verið er að gera, áður en farið er í að opna eina og eina ungbarnadeild samkvæmt tilviljunarkenndu prógrammi. Í Stokkhólmi hefur fyrirkomulagið verið þannig í áratugi að þegar barnið þitt er 18 mánaða getur þú gengið út frá því að fá pláss fyrir það í leikskóla. Ef við færum þannig að hér, myndi vera innritað í hverjum mánuði ársins. Það væri opnuð deild fyrir börn sem fædd voru átján mánuðum áður og næsta haust færu börnin af þeirri deild hvert í sinn draumaskóla. Foreldrar fengju ekki endilega pláss í skólanum í næstu götu fyrsta árið, en þeir hefðu að einhverju vísu og öruggu kerfi að ganga. Þegar svona fyrirkomulag væri farið að virka gætu pólitíkusar og aðrir sem ákveða hversu leikskólinn á að vera fyrir ung börn útvíkkað það smátt og smátt. Tekið við öllum sautján mánaða börnum, sextán mánaða, sjö mánaða eða við hvern þann aldur sem mikilvægt þykir að fæðingarorlofi ljúki og skólaganga hefjist. Aðalatriðið er, að fyrir börn er svona skipulag á innritun í leikskóla réttlátara. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á vorin hefst skipulag við innritun barna í leikskólana fyrir haustið. Á haustin hætta elstu leikskólabörnin í skólanum sínum og fara í grunnskóla. Þá verður til rými fyrir yngri börn og vorskipulag innritunarfulltrúa sveitarfélaganna snýst um að úthluta þessu plássum til þeirra barna sem elst eru á biðlistanum. Víðast hvar er börnum raðað inn eftir aldri, það þykir réttlát aðferð. Leikskólapláss eru takmörkuð auðlind eins og þekkt er. Færri komast að en vilja. Það má deila um það hversu gott yngstu börnin hafa af því að fara í leikskóla og vera þar afar langan skóladag. En það er augljóst, að það er slæmt að vera á vergangi með barnið sitt eftir fæðingarorlof, af því að dagforeldrum fer fækkandi og leikskólar eru ekki nógu margir, stórir og öflugir. Ríkið setur ekki krónu til sveitarfélaganna til reksturs leikskóla og sveitarfélögin hafa tekið við þessu verkefni án þess að það sé skylduverkefni þeirra. Þau hafa í raun brugðist ótrúlega vel við og unnið kraftaverk miðað við þær aðstæður, þó kerfið sé samt allt í lamasessi. Á þessum árstíma þegar úthlutun plássa í leikskólana hefst fara að berast símtöl til leikskólastjóranna frá örvæntingarfullum foreldrum sem eru að uppgötva að barnið þeirra kemst líklega ekki í leikskóla í haust. Það er nefnilega aldrei hægt að ganga út frá neinu vísu með það. Í fyrra gát sum sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu úthlutað leikskólaplássum til barna sem voru fædd fram í maí árið á undan. Árið 2020 gátu sömu sveitarfélög úthlutað plássum til barna sem voru fædd fram í júlí árið á undan. Íbúum hefur fjölgað og árgangar stækkað, en leikskólarnir stækka ekki neitt. Núna í ár eru árgangar ennþá stærri og líkur eru til að sum sveitarfélög geti ekki innritað börn sem eru fædd eftir mars 2021. Auðvitað reyna allir að gera sitt besta og leita logandi ljósi að öllum lausnum. Í gegnum tíðina hafa svokallaðar færanlegar kennslustofur verið fljótlegasta lausnin. En í barnsfæðingabylgjunni eftir hið svokallaða fjármálahrun var sú lausn notuð og þær stofur eru flestar fullskipaðar ennþá. Það verður væntanlega gripið til þessara ráða aftur, þar sem pláss er, en þá á eftir að manna þessar viðbótarstofur með hæfu og góður starfsfólki. Þetta starfsfólk er aldrei til þegar það er uppsveifla á vinnumarkaði eins og nú virðist vera að fara í gang. Það mun því fara svo að í öllum sveitarfélögunum verður dregin einhver lína við einhverja tiltekna dagsetningu. Þeir sem fæðast fyrir línuna komast að í leikskóla í haust. Þau sem fæddust eftir línuna komast ekki í leikskóla fyrr en ári seinna. Óréttlætið við leikskólann er að þau sem fæðast í apríl fá ári skemmri skólagöngu en þau sem fæddust í mars. Margar rannsóknir hafa bent til þess að þeir sem fæðast snemma í árinu standi sig betur á prófum í grunn- og framhaldsskóla en þeir sem fæðast seinna. Það er skiljanlegt að einhverju leyti, sú sem fæðist í janúar er 10 mánuðum eldri en sá sem fæddist í október, þegar þau bæði hefja grunnskólagöngu. En nú höfum við bætt á þetta misvægi, sú sem fæddist í janúar hefur ári lengri skólagöngu að baki þegar grunnskólaganga hefst. Þetta er hægt að leysa ef fólk setur sér áætlun um það. Grundvallaratriðið er að ákveða til að byrja með, að gera það vel sem verið er að gera, áður en farið er í að opna eina og eina ungbarnadeild samkvæmt tilviljunarkenndu prógrammi. Í Stokkhólmi hefur fyrirkomulagið verið þannig í áratugi að þegar barnið þitt er 18 mánaða getur þú gengið út frá því að fá pláss fyrir það í leikskóla. Ef við færum þannig að hér, myndi vera innritað í hverjum mánuði ársins. Það væri opnuð deild fyrir börn sem fædd voru átján mánuðum áður og næsta haust færu börnin af þeirri deild hvert í sinn draumaskóla. Foreldrar fengju ekki endilega pláss í skólanum í næstu götu fyrsta árið, en þeir hefðu að einhverju vísu og öruggu kerfi að ganga. Þegar svona fyrirkomulag væri farið að virka gætu pólitíkusar og aðrir sem ákveða hversu leikskólinn á að vera fyrir ung börn útvíkkað það smátt og smátt. Tekið við öllum sautján mánaða börnum, sextán mánaða, sjö mánaða eða við hvern þann aldur sem mikilvægt þykir að fæðingarorlofi ljúki og skólaganga hefjist. Aðalatriðið er, að fyrir börn er svona skipulag á innritun í leikskóla réttlátara. Höfundur er leikskólastjóri.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun