Óréttlætið við leikskólann Hörður Svavarsson skrifar 9. maí 2022 21:01 Á vorin hefst skipulag við innritun barna í leikskólana fyrir haustið. Á haustin hætta elstu leikskólabörnin í skólanum sínum og fara í grunnskóla. Þá verður til rými fyrir yngri börn og vorskipulag innritunarfulltrúa sveitarfélaganna snýst um að úthluta þessu plássum til þeirra barna sem elst eru á biðlistanum. Víðast hvar er börnum raðað inn eftir aldri, það þykir réttlát aðferð. Leikskólapláss eru takmörkuð auðlind eins og þekkt er. Færri komast að en vilja. Það má deila um það hversu gott yngstu börnin hafa af því að fara í leikskóla og vera þar afar langan skóladag. En það er augljóst, að það er slæmt að vera á vergangi með barnið sitt eftir fæðingarorlof, af því að dagforeldrum fer fækkandi og leikskólar eru ekki nógu margir, stórir og öflugir. Ríkið setur ekki krónu til sveitarfélaganna til reksturs leikskóla og sveitarfélögin hafa tekið við þessu verkefni án þess að það sé skylduverkefni þeirra. Þau hafa í raun brugðist ótrúlega vel við og unnið kraftaverk miðað við þær aðstæður, þó kerfið sé samt allt í lamasessi. Á þessum árstíma þegar úthlutun plássa í leikskólana hefst fara að berast símtöl til leikskólastjóranna frá örvæntingarfullum foreldrum sem eru að uppgötva að barnið þeirra kemst líklega ekki í leikskóla í haust. Það er nefnilega aldrei hægt að ganga út frá neinu vísu með það. Í fyrra gát sum sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu úthlutað leikskólaplássum til barna sem voru fædd fram í maí árið á undan. Árið 2020 gátu sömu sveitarfélög úthlutað plássum til barna sem voru fædd fram í júlí árið á undan. Íbúum hefur fjölgað og árgangar stækkað, en leikskólarnir stækka ekki neitt. Núna í ár eru árgangar ennþá stærri og líkur eru til að sum sveitarfélög geti ekki innritað börn sem eru fædd eftir mars 2021. Auðvitað reyna allir að gera sitt besta og leita logandi ljósi að öllum lausnum. Í gegnum tíðina hafa svokallaðar færanlegar kennslustofur verið fljótlegasta lausnin. En í barnsfæðingabylgjunni eftir hið svokallaða fjármálahrun var sú lausn notuð og þær stofur eru flestar fullskipaðar ennþá. Það verður væntanlega gripið til þessara ráða aftur, þar sem pláss er, en þá á eftir að manna þessar viðbótarstofur með hæfu og góður starfsfólki. Þetta starfsfólk er aldrei til þegar það er uppsveifla á vinnumarkaði eins og nú virðist vera að fara í gang. Það mun því fara svo að í öllum sveitarfélögunum verður dregin einhver lína við einhverja tiltekna dagsetningu. Þeir sem fæðast fyrir línuna komast að í leikskóla í haust. Þau sem fæddust eftir línuna komast ekki í leikskóla fyrr en ári seinna. Óréttlætið við leikskólann er að þau sem fæðast í apríl fá ári skemmri skólagöngu en þau sem fæddust í mars. Margar rannsóknir hafa bent til þess að þeir sem fæðast snemma í árinu standi sig betur á prófum í grunn- og framhaldsskóla en þeir sem fæðast seinna. Það er skiljanlegt að einhverju leyti, sú sem fæðist í janúar er 10 mánuðum eldri en sá sem fæddist í október, þegar þau bæði hefja grunnskólagöngu. En nú höfum við bætt á þetta misvægi, sú sem fæddist í janúar hefur ári lengri skólagöngu að baki þegar grunnskólaganga hefst. Þetta er hægt að leysa ef fólk setur sér áætlun um það. Grundvallaratriðið er að ákveða til að byrja með, að gera það vel sem verið er að gera, áður en farið er í að opna eina og eina ungbarnadeild samkvæmt tilviljunarkenndu prógrammi. Í Stokkhólmi hefur fyrirkomulagið verið þannig í áratugi að þegar barnið þitt er 18 mánaða getur þú gengið út frá því að fá pláss fyrir það í leikskóla. Ef við færum þannig að hér, myndi vera innritað í hverjum mánuði ársins. Það væri opnuð deild fyrir börn sem fædd voru átján mánuðum áður og næsta haust færu börnin af þeirri deild hvert í sinn draumaskóla. Foreldrar fengju ekki endilega pláss í skólanum í næstu götu fyrsta árið, en þeir hefðu að einhverju vísu og öruggu kerfi að ganga. Þegar svona fyrirkomulag væri farið að virka gætu pólitíkusar og aðrir sem ákveða hversu leikskólinn á að vera fyrir ung börn útvíkkað það smátt og smátt. Tekið við öllum sautján mánaða börnum, sextán mánaða, sjö mánaða eða við hvern þann aldur sem mikilvægt þykir að fæðingarorlofi ljúki og skólaganga hefjist. Aðalatriðið er, að fyrir börn er svona skipulag á innritun í leikskóla réttlátara. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Sjá meira
Á vorin hefst skipulag við innritun barna í leikskólana fyrir haustið. Á haustin hætta elstu leikskólabörnin í skólanum sínum og fara í grunnskóla. Þá verður til rými fyrir yngri börn og vorskipulag innritunarfulltrúa sveitarfélaganna snýst um að úthluta þessu plássum til þeirra barna sem elst eru á biðlistanum. Víðast hvar er börnum raðað inn eftir aldri, það þykir réttlát aðferð. Leikskólapláss eru takmörkuð auðlind eins og þekkt er. Færri komast að en vilja. Það má deila um það hversu gott yngstu börnin hafa af því að fara í leikskóla og vera þar afar langan skóladag. En það er augljóst, að það er slæmt að vera á vergangi með barnið sitt eftir fæðingarorlof, af því að dagforeldrum fer fækkandi og leikskólar eru ekki nógu margir, stórir og öflugir. Ríkið setur ekki krónu til sveitarfélaganna til reksturs leikskóla og sveitarfélögin hafa tekið við þessu verkefni án þess að það sé skylduverkefni þeirra. Þau hafa í raun brugðist ótrúlega vel við og unnið kraftaverk miðað við þær aðstæður, þó kerfið sé samt allt í lamasessi. Á þessum árstíma þegar úthlutun plássa í leikskólana hefst fara að berast símtöl til leikskólastjóranna frá örvæntingarfullum foreldrum sem eru að uppgötva að barnið þeirra kemst líklega ekki í leikskóla í haust. Það er nefnilega aldrei hægt að ganga út frá neinu vísu með það. Í fyrra gát sum sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu úthlutað leikskólaplássum til barna sem voru fædd fram í maí árið á undan. Árið 2020 gátu sömu sveitarfélög úthlutað plássum til barna sem voru fædd fram í júlí árið á undan. Íbúum hefur fjölgað og árgangar stækkað, en leikskólarnir stækka ekki neitt. Núna í ár eru árgangar ennþá stærri og líkur eru til að sum sveitarfélög geti ekki innritað börn sem eru fædd eftir mars 2021. Auðvitað reyna allir að gera sitt besta og leita logandi ljósi að öllum lausnum. Í gegnum tíðina hafa svokallaðar færanlegar kennslustofur verið fljótlegasta lausnin. En í barnsfæðingabylgjunni eftir hið svokallaða fjármálahrun var sú lausn notuð og þær stofur eru flestar fullskipaðar ennþá. Það verður væntanlega gripið til þessara ráða aftur, þar sem pláss er, en þá á eftir að manna þessar viðbótarstofur með hæfu og góður starfsfólki. Þetta starfsfólk er aldrei til þegar það er uppsveifla á vinnumarkaði eins og nú virðist vera að fara í gang. Það mun því fara svo að í öllum sveitarfélögunum verður dregin einhver lína við einhverja tiltekna dagsetningu. Þeir sem fæðast fyrir línuna komast að í leikskóla í haust. Þau sem fæddust eftir línuna komast ekki í leikskóla fyrr en ári seinna. Óréttlætið við leikskólann er að þau sem fæðast í apríl fá ári skemmri skólagöngu en þau sem fæddust í mars. Margar rannsóknir hafa bent til þess að þeir sem fæðast snemma í árinu standi sig betur á prófum í grunn- og framhaldsskóla en þeir sem fæðast seinna. Það er skiljanlegt að einhverju leyti, sú sem fæðist í janúar er 10 mánuðum eldri en sá sem fæddist í október, þegar þau bæði hefja grunnskólagöngu. En nú höfum við bætt á þetta misvægi, sú sem fæddist í janúar hefur ári lengri skólagöngu að baki þegar grunnskólaganga hefst. Þetta er hægt að leysa ef fólk setur sér áætlun um það. Grundvallaratriðið er að ákveða til að byrja með, að gera það vel sem verið er að gera, áður en farið er í að opna eina og eina ungbarnadeild samkvæmt tilviljunarkenndu prógrammi. Í Stokkhólmi hefur fyrirkomulagið verið þannig í áratugi að þegar barnið þitt er 18 mánaða getur þú gengið út frá því að fá pláss fyrir það í leikskóla. Ef við færum þannig að hér, myndi vera innritað í hverjum mánuði ársins. Það væri opnuð deild fyrir börn sem fædd voru átján mánuðum áður og næsta haust færu börnin af þeirri deild hvert í sinn draumaskóla. Foreldrar fengju ekki endilega pláss í skólanum í næstu götu fyrsta árið, en þeir hefðu að einhverju vísu og öruggu kerfi að ganga. Þegar svona fyrirkomulag væri farið að virka gætu pólitíkusar og aðrir sem ákveða hversu leikskólinn á að vera fyrir ung börn útvíkkað það smátt og smátt. Tekið við öllum sautján mánaða börnum, sextán mánaða, sjö mánaða eða við hvern þann aldur sem mikilvægt þykir að fæðingarorlofi ljúki og skólaganga hefjist. Aðalatriðið er, að fyrir börn er svona skipulag á innritun í leikskóla réttlátara. Höfundur er leikskólastjóri.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun