Hafnarfjörður – barnvænt sveitarfélag? Jóhanna Erla Guðjónsdóttir og Jóhanna Margrét Fleckenstein skrifa 10. maí 2022 13:45 Réttindi barna og ungmenna með margþættar þarfir og fjölskyldna þeirra eiga að vera tryggð með barnaverndarlögum, Barnasáttmálanum, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eða það ætti að minnsta kosti að vera þannig. En er það staðan í dag og hver er munurinn á því að vera barn eða fullorðinn með langvarandi stuðningsþarfir? Það fer eftir því hvernig við horfum á hlutina en í grunninn á ekki að vera neinn munur og allir eiga rétt á sömu þjónustu óháð þörfum hvers og eins. Hafnarfjörður hóf innleiðingu Barnasáttmálans árið 2019 og með innleiðingu hans samþykkti sveitarfélagið að nota hann sem leiðbeinandi viðmið í sínu starfi. Þá ber að horfa þannig á að þó ríkið beri formlega ábyrgð á að uppfylla Barnasáttmálann þá verður hann aldrei að fullu innleiddur inn í íslenskt samfélag nema í samstarfi við íslensk sveitarfélög. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna núna árið 2022 verðum við að skoða með „barnaréttindagleraugum“ hvað Hafnarfjörður sem sveitarfélag er að gera fyrir börnin okkar og spyrja okkur hvort öll börn séu að fá þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Jafnframt því að beina sjónum að þeim skyldum sem okkur ber að vinna samkvæmt á þessu sviði sem sveitarfélag og hvort og hvernig við erum við að sinna því sem okkur ber. Við megum ekki gleyma að á bakvið hvert nafn eða kennitölu á biðlista er manneskja, barn, sem bíður eftir þjónustu og eftir því sem lengra líður eða það verði þjónusturof versnar staða barnsins og um leið fjölskyldunnar og við megum ekki láta það gerast. Við í Framsókn erum stolt af þeirri mikilvægu vinnu sem farið var af stað með árið 2018 að frumkvæði þáverandi félagsmálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, sem lagði grunninn að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) eða Farsældarlögunum eins og þau eru nefnd í daglegu tali. Þessi lög hafa það að meginmarkmiði að stuðla að farsæld barna og tryggja aðgang þeirra og foreldranna að samþættri þjónustu við hæfi hvers og eins án allra hindrana. Farsældarlögin eiga að tryggja réttindi barna í samræmi við gildandi stjórnarskrá, alþjóðlegar mannréttinda skuldbindingar og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þá er sérstök áhersla lögð á samþætta þjónustu sem felur í sér að samfella sé í þjónustunni og hún verði vel skipulögð af þeim þjónustuveitendum sem eru heppilegastir til að mæta þörfum barnsins óháð því hvort hún sé veitt á vettvangi ríkis eða sveitarfélaga. Sú greining sem var gerð við vinnslu frumvarpsins að Farsældarlögunum leiddi í ljós að ávinningur breytinganna fælist m.a. í að fækka áföllum sem börn og fjölskyldur verða fyrir og hins vegar að auka seiglu þeirra og farsæld. Fyrirséð var að á fyrstu árum innleiðingar laganna yrði kostnaðurinn hærri en ávinningurinn, en til lengri tíma litið yrði ávinningurinn mun meiri og vægi hans þyngra og að samþætting í þágu farsældar barna yrði arðbær langtímafjárfesting. Börnin okkar eru jú þau sem taka við af okkur í samfélaginu. Við þurfum að fjárfesta í börnunum okkar því að það mun á endanum skila félagslegum jöfnuði. Við í Framsókn viljum ná samstöðu og samvinnu í bænum til að móta leiðir í formi einstaklingsbundins og snemmtæks stuðnings til samræmis við yfirlýstar nálganir Farsældarlaganna, annarra gildandi laga og mannréttindaskuldbindinga er lúta að réttindamiðaðri þjónustu við börn, því við trúum því að þannig megi best stuðla að farsæld, jafnrétti og tækifærum allra barna í okkar sveitarfélagi, Hafnarfirði. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi, skipar 4. sæti á lista Framsóknar í HafnarfirðiJóhanna Margrét Fleckenstein, framkvæmdarstjóri, skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Réttindi barna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Réttindi barna og ungmenna með margþættar þarfir og fjölskyldna þeirra eiga að vera tryggð með barnaverndarlögum, Barnasáttmálanum, lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eða það ætti að minnsta kosti að vera þannig. En er það staðan í dag og hver er munurinn á því að vera barn eða fullorðinn með langvarandi stuðningsþarfir? Það fer eftir því hvernig við horfum á hlutina en í grunninn á ekki að vera neinn munur og allir eiga rétt á sömu þjónustu óháð þörfum hvers og eins. Hafnarfjörður hóf innleiðingu Barnasáttmálans árið 2019 og með innleiðingu hans samþykkti sveitarfélagið að nota hann sem leiðbeinandi viðmið í sínu starfi. Þá ber að horfa þannig á að þó ríkið beri formlega ábyrgð á að uppfylla Barnasáttmálann þá verður hann aldrei að fullu innleiddur inn í íslenskt samfélag nema í samstarfi við íslensk sveitarfélög. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna núna árið 2022 verðum við að skoða með „barnaréttindagleraugum“ hvað Hafnarfjörður sem sveitarfélag er að gera fyrir börnin okkar og spyrja okkur hvort öll börn séu að fá þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Jafnframt því að beina sjónum að þeim skyldum sem okkur ber að vinna samkvæmt á þessu sviði sem sveitarfélag og hvort og hvernig við erum við að sinna því sem okkur ber. Við megum ekki gleyma að á bakvið hvert nafn eða kennitölu á biðlista er manneskja, barn, sem bíður eftir þjónustu og eftir því sem lengra líður eða það verði þjónusturof versnar staða barnsins og um leið fjölskyldunnar og við megum ekki láta það gerast. Við í Framsókn erum stolt af þeirri mikilvægu vinnu sem farið var af stað með árið 2018 að frumkvæði þáverandi félagsmálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, sem lagði grunninn að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) eða Farsældarlögunum eins og þau eru nefnd í daglegu tali. Þessi lög hafa það að meginmarkmiði að stuðla að farsæld barna og tryggja aðgang þeirra og foreldranna að samþættri þjónustu við hæfi hvers og eins án allra hindrana. Farsældarlögin eiga að tryggja réttindi barna í samræmi við gildandi stjórnarskrá, alþjóðlegar mannréttinda skuldbindingar og þá sérstaklega samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Þá er sérstök áhersla lögð á samþætta þjónustu sem felur í sér að samfella sé í þjónustunni og hún verði vel skipulögð af þeim þjónustuveitendum sem eru heppilegastir til að mæta þörfum barnsins óháð því hvort hún sé veitt á vettvangi ríkis eða sveitarfélaga. Sú greining sem var gerð við vinnslu frumvarpsins að Farsældarlögunum leiddi í ljós að ávinningur breytinganna fælist m.a. í að fækka áföllum sem börn og fjölskyldur verða fyrir og hins vegar að auka seiglu þeirra og farsæld. Fyrirséð var að á fyrstu árum innleiðingar laganna yrði kostnaðurinn hærri en ávinningurinn, en til lengri tíma litið yrði ávinningurinn mun meiri og vægi hans þyngra og að samþætting í þágu farsældar barna yrði arðbær langtímafjárfesting. Börnin okkar eru jú þau sem taka við af okkur í samfélaginu. Við þurfum að fjárfesta í börnunum okkar því að það mun á endanum skila félagslegum jöfnuði. Við í Framsókn viljum ná samstöðu og samvinnu í bænum til að móta leiðir í formi einstaklingsbundins og snemmtæks stuðnings til samræmis við yfirlýstar nálganir Farsældarlaganna, annarra gildandi laga og mannréttindaskuldbindinga er lúta að réttindamiðaðri þjónustu við börn, því við trúum því að þannig megi best stuðla að farsæld, jafnrétti og tækifærum allra barna í okkar sveitarfélagi, Hafnarfirði. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi, skipar 4. sæti á lista Framsóknar í HafnarfirðiJóhanna Margrét Fleckenstein, framkvæmdarstjóri, skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun