„Þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. maí 2022 16:59 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að það sé óásættanlegt og mjög alvarlegt að í dag sé ekki hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir bráðaútköll en á tólfta tímanum í dag þurfti að flytja alvarlega slasaðan ökumann landleiðina því ekki tókst að leysa af veikan flugstjóra. Útlit sé fyrir að ekki muni rætast úr mönnunarstöðu hjá gæslunni fyrr en í fyrramálið. Jón sagðist í Reykjavík síðdegis í dag vona að þessi staða hafi ekki komið upp vegna kjarabaráttu flugmanna. Hann telji svo ekki vera samkvæmt hans upplýsingum. „Þetta er einstakt tilfelli. Menn vissu að það væru ákveðnir veikleikar á þessum tíma í mönnun sem helgast þá af meðal annars af þjálfunarmálum flugmanna. Menn hafa ekki komist erlendis í herma út af COVID ástandi og það spilar þar inn í. Það er ekkert annað hægt en að taka undir það að þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg.“ Engu að síður segir hann að það sé bagalegt að ekki hafi náðst að ljúka kjarasamningum við flugmenn hjá Landhelgisgæslunni, þeir hafi verið lausir of lengi. Ræddi við forstjóra Gæslunnar í dag Landhelgisgæslan hefur í sínum rekstri sex þyrluáhafnir en Jón segir að bent hafi verið á að það vanti þá sjöundu til að geta haldið úti fullmönnuðu viðbragði. „Við höfum í fjármálaáætlun hér í dómsmálaráðuneytinu gert grein fyrir því gagnvart fjárveitingavaldinu á Alþingi að rekstrarstaða stofnunarinnar, til að geta haldið uppi fullu viðbragði, að úr henni þurfi að bæta og við gerum okkur væntingar um að fá áheyrn í þeim málum.“ Jón kveðst hafa rætt við forstjóra Landhelgisgæslunnar í dag. Þar séu menn áhyggjufullir yfir stöðunni og að verið sé að skoða málið. Landhelgisgæslan Kjaramál Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 10. maí 2022 15:31 Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. 10. maí 2022 13:24 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Jón sagðist í Reykjavík síðdegis í dag vona að þessi staða hafi ekki komið upp vegna kjarabaráttu flugmanna. Hann telji svo ekki vera samkvæmt hans upplýsingum. „Þetta er einstakt tilfelli. Menn vissu að það væru ákveðnir veikleikar á þessum tíma í mönnun sem helgast þá af meðal annars af þjálfunarmálum flugmanna. Menn hafa ekki komist erlendis í herma út af COVID ástandi og það spilar þar inn í. Það er ekkert annað hægt en að taka undir það að þetta er óásættanleg staða og mjög alvarleg.“ Engu að síður segir hann að það sé bagalegt að ekki hafi náðst að ljúka kjarasamningum við flugmenn hjá Landhelgisgæslunni, þeir hafi verið lausir of lengi. Ræddi við forstjóra Gæslunnar í dag Landhelgisgæslan hefur í sínum rekstri sex þyrluáhafnir en Jón segir að bent hafi verið á að það vanti þá sjöundu til að geta haldið úti fullmönnuðu viðbragði. „Við höfum í fjármálaáætlun hér í dómsmálaráðuneytinu gert grein fyrir því gagnvart fjárveitingavaldinu á Alþingi að rekstrarstaða stofnunarinnar, til að geta haldið uppi fullu viðbragði, að úr henni þurfi að bæta og við gerum okkur væntingar um að fá áheyrn í þeim málum.“ Jón kveðst hafa rætt við forstjóra Landhelgisgæslunnar í dag. Þar séu menn áhyggjufullir yfir stöðunni og að verið sé að skoða málið.
Landhelgisgæslan Kjaramál Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 10. maí 2022 15:31 Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. 10. maí 2022 13:24 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Aðeins tímaspursmál að þyrla yrði ekki til taks Það var ekki spurning um hvort heldur hvenær sú staða kæmi upp að ekki væri hægt að manna þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrir útkall líkt og gerðist í dag, að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 10. maí 2022 15:31
Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. 10. maí 2022 13:24